Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Jón Már Halldórsson

Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að þessi forfaðir hvalanna hafi „snúið aftur til sjávar“ telja vísindamenn vera mikla samkeppni milli rándýra. Sennileg heimkynni mesonychid voru við haf sem á þessum tíma var norður af Afríku, á svipuðum stað og Miðjarðarhaf er í dag en náði mun lengra til austurs, alla leið til Indlands. Þetta haf nefna jarðfræðingar Tethyshaf og skildi það áður á milli landmassana Lárasíu og Gondvanalands. Að öllum líkindum hefur mesonychid ekki mætt mikilli samkeppni um fæðu í grunnsjónum og þegar tímar liðu aðlagast betur og betur vatnaveröldinni eins og sjá má á hvölum nútímans.




Aðrar hugmyndir hafa verið uppi um uppruna hvalanna, studdar DNA-rannsóknum. Þær benda til þess að hvalir séu komnir af sömu forfeðrum og flóðhestar og önnur klaufdýr (Artiodactyla), dádýr, sauðfé, svín svo nokkur séu nefnd. Til gamans má velta vöngum yfir útliti flóðhesta og aðlögun þeirra að vatnalífi en þeir eru harla ólíkir öðrum þurrlendisklaufdýrum. Sú staðreynd að allir hvalir eru rándýr rennir þó stoðum undir fyrri kenninguna sem hér var nefnd.

Þótt um frumorsök þess að forfeður hvala leituðu til sjávar sé lítið hægt að segja til um með vissu, er ljóst að þeir aðlöguðust alveg nýrri og að öllum líkindum ónumdri vist í sjónum. Þegar slíkt gerist virðist tilhneigingin verða til geysilega hraðrar þróunar. Þetta er eins og áður segir talið hafa gerst fyrir um 55 milljónum ára en sú vitneskja sem vísindamenn hafa á þróunarsögu hvala, er æði brotakennd. Vísindamenn hafa þó fundið steingerðar leifar af svokölluðum frumhval, fáeinum milljónum ára yngri. Leifarnar eru af dýri sem nefnt er Ambulocetus (mætti þýða sem „gangandi hvalur“) og talið vera um 50 milljón ára gamalt.




Ambulocetus hefur glögg einkenni sjávardýrs en landdýraeinkennin eru enn til staðar. Fótleggirnir eru styttri og hafa nálgast mjög lögun bægsla. Virðist frumhvalur þessi því hafa verið æði klunnalegur í göngulagi. Nasirnar hafa færst ofan á trjónu hans sem gerði öndun árangursríkari og auðveldari í vatni, hann hefur ekki þurft að lyfta öllum hausnum upp úr vatninu til að anda. Ambulocetus hefur að mati fræðimanna dvalið hluta af tíma sínum á þurru landi en verið háðari sjónum til fæðuöflunnar. Sennilega hefur hann verið um 4 metrar á lengd. Fræðimenn telja búsvæði hans hafa verið grunnsævi og óshólmar og hann lifað áþekku lífi og krókódílar gera. Sumir halda því fram að hann hafi leitað lengra út á úthöfin, þar sem finna má langflesta hvali í dag, vegna samkeppninnar við krókódílana. Þar hafi Ambulocetus fundið autt sæti í vistkerfinu eftir að sjávarrisaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu, svo sem Mosasaurus og önnur skrímsli krítartímabilsins.




Nokkrum milljónum árum eftir Ambulocetus koma fram í steingervingasögunni elstu eiginlegu hvalirnir, nefndir á fræðimáli Protocetidae, af ætt svokallaðra fornhvala (Archaeoceti). Kjálkabein þeirra eru lengri og grennri en á hinum mögulega fyrirrennara þeirra. Ekki hafa fundist nógu miklar leifar af fornhvölum þessum til að hægt sé að átta sig á heildarlíkamsbyggingu þeirra en vitað er þó að mjaðmagrindarbein eru enn til staðar hjá þeim. Hjá langflestum hvölum nútímans eru þau hinsvegar algerlega horfin.

Fyrir um 38-45 milljónum ára voru á ferli í heimshöfunum óvenjulegar og áhugaverðar hvalategundir af ættkvíslinni Basilosaurus. Steingerðar leifar þeirra hafa fundist víða, svo sem við Nýja-Sjáland og Suðurskautslandið. Á beinabyggingunni að dæma virðast þessir stórvöxnu hvalir hafa fullkomlega aðlagast lífi í vatn. Þeir hafa mjaðmagrind, þó minni en hjá eldri tegundum. Fyrstu steingervingar Basilosaurus fundust árið 1830 og töldu menn að hér væri á ferðinni útdautt skriðdýr eins og endingin á heiti dýrsins gefur til kynna; saurus er leitt af gríska orðinu sauros, sem þýðir skriðdýr.

Basilosaurus gat verið allt að 15-20 metrar á lengd, rennilegur hvalur og vó að minnsta kosti 7 tonn. Hann gat athafnað sig í grunnum sjó og notaði löng bægslin líkt og selir nota hreifa. Á þessum tímum voru skíðis- og tannhvalir ekki komnir fram í þróunarsögunni og ekki er vitað hvenær þeir greindust að. Ekki er talið er að nýjar tegundir hafi þróast út frá Basilosaurus.



Hlekki á áhugaverð svör á Vísindavefnum sem tengjast efni þessa svars, er að finna í textanum. Einnig skal bent á að með því að smella á efnisorðin neðst, má finna fleiri svör um skyld efni, til eru fjölmörg svör um hvali.

Á vefsetri Encyclopædia Britannica er hægt að fletta upp þeim erlendu hugtökum sem koma fyrir í svarinu.



Heimildir og myndir:
  • Berta, A. og J. L. Sumich. 1999. The Evolutionary Biology of Marine Mammals. Academic Press: San Diego, CA
  • Monastersky, R. 1999. „The Whale's Tale.“ Science News
  • Reynolds, III, J. E. og S. A. Rommel. 1999. Biology of Marine Mammals. Smithsonian Institution Press: Washington og London
  • Mesonychid
  • Ambulocetus á vefsíðu Research Casting International
  • Archaeoceti á vefsetrinu The Big Blue
  • Basilosaurus á vefsetrinu Answers in Genesis

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.7.2003

Spyrjandi

Guðmundur B. Sigurðsson, f. 1984

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2003, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3556.

Jón Már Halldórsson. (2003, 4. júlí). Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3556

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2003. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3556>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?
Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að þessi forfaðir hvalanna hafi „snúið aftur til sjávar“ telja vísindamenn vera mikla samkeppni milli rándýra. Sennileg heimkynni mesonychid voru við haf sem á þessum tíma var norður af Afríku, á svipuðum stað og Miðjarðarhaf er í dag en náði mun lengra til austurs, alla leið til Indlands. Þetta haf nefna jarðfræðingar Tethyshaf og skildi það áður á milli landmassana Lárasíu og Gondvanalands. Að öllum líkindum hefur mesonychid ekki mætt mikilli samkeppni um fæðu í grunnsjónum og þegar tímar liðu aðlagast betur og betur vatnaveröldinni eins og sjá má á hvölum nútímans.




Aðrar hugmyndir hafa verið uppi um uppruna hvalanna, studdar DNA-rannsóknum. Þær benda til þess að hvalir séu komnir af sömu forfeðrum og flóðhestar og önnur klaufdýr (Artiodactyla), dádýr, sauðfé, svín svo nokkur séu nefnd. Til gamans má velta vöngum yfir útliti flóðhesta og aðlögun þeirra að vatnalífi en þeir eru harla ólíkir öðrum þurrlendisklaufdýrum. Sú staðreynd að allir hvalir eru rándýr rennir þó stoðum undir fyrri kenninguna sem hér var nefnd.

Þótt um frumorsök þess að forfeður hvala leituðu til sjávar sé lítið hægt að segja til um með vissu, er ljóst að þeir aðlöguðust alveg nýrri og að öllum líkindum ónumdri vist í sjónum. Þegar slíkt gerist virðist tilhneigingin verða til geysilega hraðrar þróunar. Þetta er eins og áður segir talið hafa gerst fyrir um 55 milljónum ára en sú vitneskja sem vísindamenn hafa á þróunarsögu hvala, er æði brotakennd. Vísindamenn hafa þó fundið steingerðar leifar af svokölluðum frumhval, fáeinum milljónum ára yngri. Leifarnar eru af dýri sem nefnt er Ambulocetus (mætti þýða sem „gangandi hvalur“) og talið vera um 50 milljón ára gamalt.




Ambulocetus hefur glögg einkenni sjávardýrs en landdýraeinkennin eru enn til staðar. Fótleggirnir eru styttri og hafa nálgast mjög lögun bægsla. Virðist frumhvalur þessi því hafa verið æði klunnalegur í göngulagi. Nasirnar hafa færst ofan á trjónu hans sem gerði öndun árangursríkari og auðveldari í vatni, hann hefur ekki þurft að lyfta öllum hausnum upp úr vatninu til að anda. Ambulocetus hefur að mati fræðimanna dvalið hluta af tíma sínum á þurru landi en verið háðari sjónum til fæðuöflunnar. Sennilega hefur hann verið um 4 metrar á lengd. Fræðimenn telja búsvæði hans hafa verið grunnsævi og óshólmar og hann lifað áþekku lífi og krókódílar gera. Sumir halda því fram að hann hafi leitað lengra út á úthöfin, þar sem finna má langflesta hvali í dag, vegna samkeppninnar við krókódílana. Þar hafi Ambulocetus fundið autt sæti í vistkerfinu eftir að sjávarrisaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu, svo sem Mosasaurus og önnur skrímsli krítartímabilsins.




Nokkrum milljónum árum eftir Ambulocetus koma fram í steingervingasögunni elstu eiginlegu hvalirnir, nefndir á fræðimáli Protocetidae, af ætt svokallaðra fornhvala (Archaeoceti). Kjálkabein þeirra eru lengri og grennri en á hinum mögulega fyrirrennara þeirra. Ekki hafa fundist nógu miklar leifar af fornhvölum þessum til að hægt sé að átta sig á heildarlíkamsbyggingu þeirra en vitað er þó að mjaðmagrindarbein eru enn til staðar hjá þeim. Hjá langflestum hvölum nútímans eru þau hinsvegar algerlega horfin.

Fyrir um 38-45 milljónum ára voru á ferli í heimshöfunum óvenjulegar og áhugaverðar hvalategundir af ættkvíslinni Basilosaurus. Steingerðar leifar þeirra hafa fundist víða, svo sem við Nýja-Sjáland og Suðurskautslandið. Á beinabyggingunni að dæma virðast þessir stórvöxnu hvalir hafa fullkomlega aðlagast lífi í vatn. Þeir hafa mjaðmagrind, þó minni en hjá eldri tegundum. Fyrstu steingervingar Basilosaurus fundust árið 1830 og töldu menn að hér væri á ferðinni útdautt skriðdýr eins og endingin á heiti dýrsins gefur til kynna; saurus er leitt af gríska orðinu sauros, sem þýðir skriðdýr.

Basilosaurus gat verið allt að 15-20 metrar á lengd, rennilegur hvalur og vó að minnsta kosti 7 tonn. Hann gat athafnað sig í grunnum sjó og notaði löng bægslin líkt og selir nota hreifa. Á þessum tímum voru skíðis- og tannhvalir ekki komnir fram í þróunarsögunni og ekki er vitað hvenær þeir greindust að. Ekki er talið er að nýjar tegundir hafi þróast út frá Basilosaurus.



Hlekki á áhugaverð svör á Vísindavefnum sem tengjast efni þessa svars, er að finna í textanum. Einnig skal bent á að með því að smella á efnisorðin neðst, má finna fleiri svör um skyld efni, til eru fjölmörg svör um hvali.

Á vefsetri Encyclopædia Britannica er hægt að fletta upp þeim erlendu hugtökum sem koma fyrir í svarinu.



Heimildir og myndir:
  • Berta, A. og J. L. Sumich. 1999. The Evolutionary Biology of Marine Mammals. Academic Press: San Diego, CA
  • Monastersky, R. 1999. „The Whale's Tale.“ Science News
  • Reynolds, III, J. E. og S. A. Rommel. 1999. Biology of Marine Mammals. Smithsonian Institution Press: Washington og London
  • Mesonychid
  • Ambulocetus á vefsíðu Research Casting International
  • Archaeoceti á vefsetrinu The Big Blue
  • Basilosaurus á vefsetrinu Answers in Genesis
...