Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða löndum búa leðurblökur?

Jón Már Halldórsson

Leðurblökur (Chiroptera) eru tegundaauðugasti ættbálkur spendýra á eftir nagdýrum. Til ættbálks leðurblaka teljast um 1.200 tegundir eða liðlega 20% allra spendýrategunda. Leðurblökur finnast í öllum heimsálfunum að Suðurskautslandinu undanskildu.

Appelsínuguli liturinn á kortinu sýnir hvar leðurblökur finnast.

Tegundafjölbreytnin er langmest á regnskógarsvæðunum, í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, en minnkar í réttu hlutfalli við aukna fjarlægð frá regnskógum. Höfundur hefur ekki upplýsingar um fjölda tegunda sem finnast á þessum svæðum en sem dæmi má taka að á takmörkuðu regnskógasvæði í Vestur-Afríku eru þekktar 97 tegundir. Til samanburðar þá eru þekktar 47 tegundir í Bandaríkjunum og 45 tegundir í Evrópu.

Sú tegund í Evrópu sem teygir sig nyrst er norræna blakan (Eptesicus nilssonii). Vitað er til þess að hún hafi átt unga í Finnmörku, nærri 68-70°N. Það eru nyrstu mörk útbreiðslu hennar. Að auki hefur norræna blakan mesta útbreiðslu leðurblaka, hún finnst allt frá Bretlandseyjum í vestri austur til Hokkaido-eyju í Japan.

Leðurblökur lifa ekki á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og öðrum norðlægum og suðlægum eyjum. Þær lifa heldur ekki á túndrusvæðum Norður-Ameríku og Evrasíu.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.10.2009

Síðast uppfært

1.12.2022

Spyrjandi

Andri Freyr Sveinsson, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða löndum búa leðurblökur?“ Vísindavefurinn, 30. október 2009, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54046.

Jón Már Halldórsson. (2009, 30. október). Í hvaða löndum búa leðurblökur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54046

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða löndum búa leðurblökur?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2009. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54046>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða löndum búa leðurblökur?
Leðurblökur (Chiroptera) eru tegundaauðugasti ættbálkur spendýra á eftir nagdýrum. Til ættbálks leðurblaka teljast um 1.200 tegundir eða liðlega 20% allra spendýrategunda. Leðurblökur finnast í öllum heimsálfunum að Suðurskautslandinu undanskildu.

Appelsínuguli liturinn á kortinu sýnir hvar leðurblökur finnast.

Tegundafjölbreytnin er langmest á regnskógarsvæðunum, í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, en minnkar í réttu hlutfalli við aukna fjarlægð frá regnskógum. Höfundur hefur ekki upplýsingar um fjölda tegunda sem finnast á þessum svæðum en sem dæmi má taka að á takmörkuðu regnskógasvæði í Vestur-Afríku eru þekktar 97 tegundir. Til samanburðar þá eru þekktar 47 tegundir í Bandaríkjunum og 45 tegundir í Evrópu.

Sú tegund í Evrópu sem teygir sig nyrst er norræna blakan (Eptesicus nilssonii). Vitað er til þess að hún hafi átt unga í Finnmörku, nærri 68-70°N. Það eru nyrstu mörk útbreiðslu hennar. Að auki hefur norræna blakan mesta útbreiðslu leðurblaka, hún finnst allt frá Bretlandseyjum í vestri austur til Hokkaido-eyju í Japan.

Leðurblökur lifa ekki á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og öðrum norðlægum og suðlægum eyjum. Þær lifa heldur ekki á túndrusvæðum Norður-Ameríku og Evrasíu.

Heimildir og mynd:

...