Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur þú sagt mér allt um kívífuglinn og sýnt mér mynd af honum?

Jón Már Halldórsson

Kívífuglinn er í raun fimm tegundir ófleygra fugla sem tilheyra ættkvíslinni Apteryx. Nafnið á fuglinum er upprunið úr máli maóra og hljómar líkt og kall karlfuglsins sem er mjög áberandi í skógum Nýja-Sjálands.

Kívífuglar eru grábrúnir á lit og á stærð við hænu. Þeir eru á ferli á nóttinni og róta þá í skógarbotninum eftir ormum, skordýrum og berjum en á daginn halda þeir til í holu sinni. Kívífuglar hafa aðlagast næturlíferni á sama hátt og kattardýr, meðal annars hafa þeir þróað með sér veiðihár sem er einstakt meðal fugla.

Kvenfuglinn verpir einu til tveimur eggjum sem eru um 450 grömm að þyngd. Karlfuglinn liggur á eggjunum og tekur útungunin um 80 daga. Ungarnir klekjast úr eggjunum alfiðraðir og með opin augu. Kvenfuglar allra tegundanna eru stærri en karlfuglarnir. Kívífuglar eru einkvænisdýr og getur samband karl- og kvenfugls varað í meira en 20 ár.

Fyrir fáum áratugum var kívífuglinn í mikilli útrýmingarhættu en velheppnaðar verndurnaraðgerðir og hæfni fuglanna til að laga sig að nýjum búsvæðum, eins og akurlendi, hefur verið þeim til bjargar. Nokkrar tegundir eru þó enn í mikilli útrýmingarhættu.

Af kívifuglum eru til fimm tegundir sem allar lifa á Nýja-Sjálandi:

Tokoeka-kíví (Apteryx australis) hefur mesta útbreiðsluna. Hann finnst á Norður- og Suðureyju og á Stewarteyjum. Tvö afbrigði tokoekafuglins eru til: Suðræni-tokoeka og haast-tokoeka. Sá fyrrnefndi lifir í skóglendi Suðureyju en sá síðarnefndi finnst víðar. Stofnstærð hans er að vísu aðeins um 200-300 fuglar en suðræni-tokoekinn er mun stærri og virðist ekki vera í mikilli hættu.

Litli-blettakíví (Apteryx oveni) er útdauður á stærstu eyjunum en lífvænlegur stofn um þúsund fugla er á Kapitaeyju og um hundrað einstaklingar á nokkrum smáum eyjum sem hafa verið gerðar að þjóðgarði.

Stóri-blettakíví (Apteryx hasti) finnst á Suðurey. Stofnstærð hans er um 10-20 þúsund fuglar. Þetta er stærsta tegund kívífugla.

Brúni-kíví (Apteryx mantelli). Af honum eru til tvö afbrigði: Brúni-okarito-kívíinn og norræni-brúnkívíinn. Sá fyrrnefndi er brúngráleitur með einstaka hvítt andlitsfiður. Þessi afbrigði eru bæði í talsverðri útrýmingarhættu.

Rowi-kívi eða Okarito-kívi (Apteryx rowi) lifir í Okarito skógi á vesturströng Suðureyjar. Stofnstærð hans er aðeins um 350 fuglar og telst hann því vera í töluvert mikilli útrýmingarhættu.

Einangrun Nýja-Sjálands hefur gert kívífuglunum kleyft að þróast á sérstakan hátt og eru þeir á margan hátt ekki „fuglalegir“. Bandaríski dýrafræðingurinn Stephen Jay Gould hefur nefnt þá „heiðursspendýr“. Þeir grafa göng eins og greifingjar og hafa veiðihár eins og kattardýr. Fjaðrir kívífuglanna minna á feld og þess vegna líkjast þeir í raun rottum. Vistfræðilega séð hafa þeir sömu stöðu á Nýja-Sjálandi og mauraætur og broddgeltir hafa í vistkerfi Evrópu og Afríku.

Myndirnar eru fengnar af vefsetrunum

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.8.2002

Spyrjandi

Anna Einarsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt um kívífuglinn og sýnt mér mynd af honum?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2002, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2645.

Jón Már Halldórsson. (2002, 14. ágúst). Getur þú sagt mér allt um kívífuglinn og sýnt mér mynd af honum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2645

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér allt um kívífuglinn og sýnt mér mynd af honum?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2002. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2645>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér allt um kívífuglinn og sýnt mér mynd af honum?
Kívífuglinn er í raun fimm tegundir ófleygra fugla sem tilheyra ættkvíslinni Apteryx. Nafnið á fuglinum er upprunið úr máli maóra og hljómar líkt og kall karlfuglsins sem er mjög áberandi í skógum Nýja-Sjálands.

Kívífuglar eru grábrúnir á lit og á stærð við hænu. Þeir eru á ferli á nóttinni og róta þá í skógarbotninum eftir ormum, skordýrum og berjum en á daginn halda þeir til í holu sinni. Kívífuglar hafa aðlagast næturlíferni á sama hátt og kattardýr, meðal annars hafa þeir þróað með sér veiðihár sem er einstakt meðal fugla.

Kvenfuglinn verpir einu til tveimur eggjum sem eru um 450 grömm að þyngd. Karlfuglinn liggur á eggjunum og tekur útungunin um 80 daga. Ungarnir klekjast úr eggjunum alfiðraðir og með opin augu. Kvenfuglar allra tegundanna eru stærri en karlfuglarnir. Kívífuglar eru einkvænisdýr og getur samband karl- og kvenfugls varað í meira en 20 ár.

Fyrir fáum áratugum var kívífuglinn í mikilli útrýmingarhættu en velheppnaðar verndurnaraðgerðir og hæfni fuglanna til að laga sig að nýjum búsvæðum, eins og akurlendi, hefur verið þeim til bjargar. Nokkrar tegundir eru þó enn í mikilli útrýmingarhættu.

Af kívifuglum eru til fimm tegundir sem allar lifa á Nýja-Sjálandi:

Tokoeka-kíví (Apteryx australis) hefur mesta útbreiðsluna. Hann finnst á Norður- og Suðureyju og á Stewarteyjum. Tvö afbrigði tokoekafuglins eru til: Suðræni-tokoeka og haast-tokoeka. Sá fyrrnefndi lifir í skóglendi Suðureyju en sá síðarnefndi finnst víðar. Stofnstærð hans er að vísu aðeins um 200-300 fuglar en suðræni-tokoekinn er mun stærri og virðist ekki vera í mikilli hættu.

Litli-blettakíví (Apteryx oveni) er útdauður á stærstu eyjunum en lífvænlegur stofn um þúsund fugla er á Kapitaeyju og um hundrað einstaklingar á nokkrum smáum eyjum sem hafa verið gerðar að þjóðgarði.

Stóri-blettakíví (Apteryx hasti) finnst á Suðurey. Stofnstærð hans er um 10-20 þúsund fuglar. Þetta er stærsta tegund kívífugla.

Brúni-kíví (Apteryx mantelli). Af honum eru til tvö afbrigði: Brúni-okarito-kívíinn og norræni-brúnkívíinn. Sá fyrrnefndi er brúngráleitur með einstaka hvítt andlitsfiður. Þessi afbrigði eru bæði í talsverðri útrýmingarhættu.

Rowi-kívi eða Okarito-kívi (Apteryx rowi) lifir í Okarito skógi á vesturströng Suðureyjar. Stofnstærð hans er aðeins um 350 fuglar og telst hann því vera í töluvert mikilli útrýmingarhættu.

Einangrun Nýja-Sjálands hefur gert kívífuglunum kleyft að þróast á sérstakan hátt og eru þeir á margan hátt ekki „fuglalegir“. Bandaríski dýrafræðingurinn Stephen Jay Gould hefur nefnt þá „heiðursspendýr“. Þeir grafa göng eins og greifingjar og hafa veiðihár eins og kattardýr. Fjaðrir kívífuglanna minna á feld og þess vegna líkjast þeir í raun rottum. Vistfræðilega séð hafa þeir sömu stöðu á Nýja-Sjálandi og mauraætur og broddgeltir hafa í vistkerfi Evrópu og Afríku.

Myndirnar eru fengnar af vefsetrunum...