Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna?

Jón Már Halldórsson

Spyrjandi bætir við:
Hvaða dýrategundum hefur maðurinn útrýmt og hverjar hafa bara bókstaflega dáið út? Vegna breytts loftslags til dæmis?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að margir þættir geta legið að baki útrýmingu dýrategunda. Þó má ætla að sú útrýmingaralda sem við upplifum nú um stundir megi rekja beint eða óbeint til athafna mannsins.

Í þessu tilliti hafa menn best rannsakað spendýr (Mammalia) og er staðreyndin sú að á undanförnum öldum hefur tíðni útrýmingar aukist stórkostlega meðal þeirra. Auk þess hefur einstaklingum af langflestum eftirlifandi tegundum fækkað ótrúlega. Einstaka spendýr virðast þó hafa aðlagast lífi með manninum, tegundir eins og húsamús (Mus musculus), rauðrefur (Vulpes vulpes) og brúnrotta (Rattus norvegicus), svo einstaka dæmi séu tekin. Stór spendýr sem þurfa stórt búsvæði, hafa þurft að láta undan ágangi mannsins, til dæmis fílar og nashyrningar. Undantekningarlaust má sama segja um stórar kjötætur sem þurfa mikla fæðu eins og úlfa (Canis lupus), brúnbirni (skógarbirni, Ursus arctos), ljón og tígrisdýr (Panthera tigris).



Ljónum hefur fækkað stórkostlega á undanförnum árum og ef ekkert verður af gert munu flestar deilitegundir ljóna í Afríku verða útdauðar á þessari öld.

Fræðimenn eru nokkuð sammála um það að þær breytingar á loftslagi jarðar sem við erum að upplifa nú um stundir, séu fyrst og fremst af völdum mannsins. Þannig höfum við stuðlað beint og óbeint að útrýmingu dýrategunda, fyrst og fremst með breytingum á búsvæðum þeirra.

Samkvæmt rannsóknum á steingervingafánu spendýra, teldist eðlilegt að ein spendýrategund dæi út á hverjum 200 árum. Síðastliðin 400 ár hafa hins vegar horfið 89 spendýrategundir eða 45 sinnum fleiri en eðlilegt getur talist. Tíðnin virðist vera að aukast mikið nú um stundir því áætlað er að á síðastliðinni öld hafi 50 tegundir af þessum 89 hafi dáið út, sem jafngildir hundraðfaldri aukningu á tíðni útrýmingar.

Rostungur, tegund í útrýmingarhættu?

Rostungur, tegund í
útrýmingarhættu?

Vísindamenn telja að 21. öldin eigi eftir að reynast erfið fyrir villt spendýr jarðar og nú þegar eru sífellt fleiri tegundir við það að deyja út. Þetta á ekki bara við um spendýr heldur önnur hryggdýr líka og jafnvel lífverur í öðrum fylkingum eða undirfylkingum. Ofveiði tekur sinn toll hjá sumum þeirra. Ljónum hefur fækkað frá því að vera 200 þúsund talsins árið 1980 niður í 20 þúsund 2003. Hlýnun andrúmsloftsins á eftir að lenda hart á tegundum norðurhjarans, til dæmis rostungum (Odobenus rosmarus) og ísbjörnum (Ursus maritimus). Sífellt meiri ágangur manna á svæðum í heiminum þar sem mannfjölgun er mest, sviptir villt dýr búsvæðum þeirra, nefna má í því samhengi tígrisdýr og asíska fíla (Elephas maximus).

Heimildir og myndir:


Í svarinu er að finna hlekki á svör um tegundir sem koma við sögu. Lesendum skal bent á leitarvél Vísindavefsins en finna má þannig svör um þær dýrategundir sem ekki fengu sérstakan hlekk.

Á Vísindavefnum má einnig finna mörg svör um útrýmingu dýrategunda og útrýmingarhættu. Hér eru nokkur eftir höfund þessa svars en auk þess skal minnt aftur á leitarvélina, sem og efnisorðin neðst við svarið:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.11.2003

Spyrjandi

Kolbrún Arnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2003, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3842.

Jón Már Halldórsson. (2003, 6. nóvember). Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3842

Jón Már Halldórsson. „Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2003. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3842>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna?
Spyrjandi bætir við:

Hvaða dýrategundum hefur maðurinn útrýmt og hverjar hafa bara bókstaflega dáið út? Vegna breytts loftslags til dæmis?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að margir þættir geta legið að baki útrýmingu dýrategunda. Þó má ætla að sú útrýmingaralda sem við upplifum nú um stundir megi rekja beint eða óbeint til athafna mannsins.

Í þessu tilliti hafa menn best rannsakað spendýr (Mammalia) og er staðreyndin sú að á undanförnum öldum hefur tíðni útrýmingar aukist stórkostlega meðal þeirra. Auk þess hefur einstaklingum af langflestum eftirlifandi tegundum fækkað ótrúlega. Einstaka spendýr virðast þó hafa aðlagast lífi með manninum, tegundir eins og húsamús (Mus musculus), rauðrefur (Vulpes vulpes) og brúnrotta (Rattus norvegicus), svo einstaka dæmi séu tekin. Stór spendýr sem þurfa stórt búsvæði, hafa þurft að láta undan ágangi mannsins, til dæmis fílar og nashyrningar. Undantekningarlaust má sama segja um stórar kjötætur sem þurfa mikla fæðu eins og úlfa (Canis lupus), brúnbirni (skógarbirni, Ursus arctos), ljón og tígrisdýr (Panthera tigris).



Ljónum hefur fækkað stórkostlega á undanförnum árum og ef ekkert verður af gert munu flestar deilitegundir ljóna í Afríku verða útdauðar á þessari öld.

Fræðimenn eru nokkuð sammála um það að þær breytingar á loftslagi jarðar sem við erum að upplifa nú um stundir, séu fyrst og fremst af völdum mannsins. Þannig höfum við stuðlað beint og óbeint að útrýmingu dýrategunda, fyrst og fremst með breytingum á búsvæðum þeirra.

Samkvæmt rannsóknum á steingervingafánu spendýra, teldist eðlilegt að ein spendýrategund dæi út á hverjum 200 árum. Síðastliðin 400 ár hafa hins vegar horfið 89 spendýrategundir eða 45 sinnum fleiri en eðlilegt getur talist. Tíðnin virðist vera að aukast mikið nú um stundir því áætlað er að á síðastliðinni öld hafi 50 tegundir af þessum 89 hafi dáið út, sem jafngildir hundraðfaldri aukningu á tíðni útrýmingar.

Rostungur, tegund í útrýmingarhættu?

Rostungur, tegund í
útrýmingarhættu?

Vísindamenn telja að 21. öldin eigi eftir að reynast erfið fyrir villt spendýr jarðar og nú þegar eru sífellt fleiri tegundir við það að deyja út. Þetta á ekki bara við um spendýr heldur önnur hryggdýr líka og jafnvel lífverur í öðrum fylkingum eða undirfylkingum. Ofveiði tekur sinn toll hjá sumum þeirra. Ljónum hefur fækkað frá því að vera 200 þúsund talsins árið 1980 niður í 20 þúsund 2003. Hlýnun andrúmsloftsins á eftir að lenda hart á tegundum norðurhjarans, til dæmis rostungum (Odobenus rosmarus) og ísbjörnum (Ursus maritimus). Sífellt meiri ágangur manna á svæðum í heiminum þar sem mannfjölgun er mest, sviptir villt dýr búsvæðum þeirra, nefna má í því samhengi tígrisdýr og asíska fíla (Elephas maximus).

Heimildir og myndir:


Í svarinu er að finna hlekki á svör um tegundir sem koma við sögu. Lesendum skal bent á leitarvél Vísindavefsins en finna má þannig svör um þær dýrategundir sem ekki fengu sérstakan hlekk.

Á Vísindavefnum má einnig finna mörg svör um útrýmingu dýrategunda og útrýmingarhættu. Hér eru nokkur eftir höfund þessa svars en auk þess skal minnt aftur á leitarvélina, sem og efnisorðin neðst við svarið:...