Sólin Sólin Rís 07:45 • sest 18:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 23:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:47 • Síðdegis: 20:08 í Reykjavík

Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?

Jón Már Halldórsson

Geirfugl

Síðustu geirfuglarnir voru
veiddir 1844.
© Jón Baldur Hlíðberg

Fyrir fáeinum árum gaf Náttúrufræðistofnun Íslands út válista yfir íslenskar dýrategundir, þar á meðal fugla. Þessi listi var tekinn saman af vísindamönnum Náttúrufræðistofnunar og byggir á stöðlum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna, IUCN (International Union for Conservation of Nature and Natural Resources).

Náttúrufræðistofnun: Válisti 2 - Fuglar.

Tegundir útdauðar í náttúrunni (Extinct)Forsenda
GeirfuglPinguinus impennisDó út 1844
Tegundir útdauðar sem varpfuglar í íslenskri náttúru (Extinct in wild)
HaftyrðillAlle alleHætti varpi á Íslandi um 1995
KeldusvínRallus aquaticusHætti varpi á Íslandi um 1970
Tegundir í bráðri hættu (Critically endangered)
BrandöndTadorna tadornaLítill stofn, færri en 50 fuglar
FjöruspóiNumenius arquata Lítill stofn, færri en 50 fuglar
GráspörPasser domesticusLítill stofn, færri en 50 fuglar
SkutulöndAythya ferinaLítill stofn, færri en 50 fuglar
SnæuglaBubo scandiacusLítill stofn, færri en 50 fuglar
StrandtittlingurAnthus petrosusLítill stofn, færri en 50 fuglar
Tegundir í hættu (Endangered)
HaförnHaliaeetus albicillaLítill stofn, færri en 250 fuglar
HelsingiBranta leucopsisLítill stofn, færri en 250 fuglar
HúsöndBucephala islandicaLítill stofn, takmörkuð útbreiðsla, samfelld fækkun, færri en 250 fuglar
SkeiðöndAnas clypeataLítill stofn, færri en 250 fuglar
ÞórshaniPhalaropus fulicariusLítill stofn, hefur fækkað, færri en 250 fuglar
Tegundir í yfirvofandi hættu (Vulnerable)
BranduglaAsio flammeusLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
Fálki Falco rusticolusLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
FlórgoðiPodiceps auritusLítill stofn, hefur fækkað, færri en 1.000 fuglar
GargöndAnas streperaLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
GrágæsAnser AnserHefur fækkað, meira en 20% fækkun á 10 árum
GulöndMergus merganserLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
HimbrimiGavia immerLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
HrafnCorvus coraxHefur fækkað, meira en 20% fækkun á 10 árum
HrafnsöndMelanitta nigraLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
SjósvalaOceanodroma leucorrhoaFáir varpstaðir
SkrofaPuffinus puffinusFáir varpstaðir
StormsvalaHydrobates pelagicusFáir varpstaðir
StuttnefjaUria lomviaHefur fækkað, meira en 20% fækkun á 10 árum
SúlaMorus bassanus eða Sula bassanaFáir varpstaðir
SvartbakurLarus marinusHefur fækkað mikið
Tegundir í nokkurri hættu (Low risk)
GraföndAnas acutaHáð vernd
StormmáfurLarus canusHáður vernd
StraumöndHistrionicus histrionicusHáð vernd, Ísland er eina varpland straumandar í Evrópu

Á þessum lista eru alls 32 tegundir í mismikilli hættu á að hverfa úr íslenskri náttúru sem varpfuglar. Þetta eru því tæplega 40% af þeim 76 fuglategundum sem sérfræðingar Náttúruverndarstofnunar telja að verpi hér á landi nú um stundir.Keldusvín.

Þrjár tegundir hafa horfið úr íslenskri varpfuglafánu. Framræsla mýrlendis og tilkoma minksins hafa sennilega hrakið keldusvínið á brott af landinu. Haftyrðillinn hefur líklega flúið land vegna hlýnandi veðráttu en stórir stofnar hans eru á svæðum norðan af Íslandi, aðallega á Grænlandi og Svalbarða. Þessar tvær fuglategundirnar eru þær einu sem hafa hætt að verpa hér á landi en haftyrðillinn er algengur gestur á veturna og keldusvínið sést einstaka sinnum í vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar. Geirfuglinn er þriðja tegundin sem horfið hefur úr íslenskri varpfuglafánu, en eins og flestum ætti að vera kunnugt um, dó hann út fyrir rúmlega einni og hálfri öld.

Heimildir, frekari upplýsingar og myndir:


Fjölmörg svör er að finna á Vísindavefnum um fugla og mismunandi fuglategundir, þeirra á meðal nokkrar þeirra sem hér eru nefndar. Lesendur eru hvattir til að notfæra sér leitarvélina til að finna fleiri svör. Einnig má smella á efnisorðin neðan við svarið. Sérstaklega skal vakin athygli á fyrrnefndri vefsíðu, Myndabanka Jóns Baldurs Hlíðbergs, en þar má finna myndir af öllum þessum fuglategundum og fleiri til.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.9.2003

Spyrjandi

Helgi Már Valdimarsson, f. 1984

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?“ Vísindavefurinn, 19. september 2003. Sótt 4. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=3746.

Jón Már Halldórsson. (2003, 19. september). Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3746

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2003. Vefsíða. 4. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3746>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?

Geirfugl

Síðustu geirfuglarnir voru
veiddir 1844.
© Jón Baldur Hlíðberg

Fyrir fáeinum árum gaf Náttúrufræðistofnun Íslands út válista yfir íslenskar dýrategundir, þar á meðal fugla. Þessi listi var tekinn saman af vísindamönnum Náttúrufræðistofnunar og byggir á stöðlum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna, IUCN (International Union for Conservation of Nature and Natural Resources).

Náttúrufræðistofnun: Válisti 2 - Fuglar.

Tegundir útdauðar í náttúrunni (Extinct)Forsenda
GeirfuglPinguinus impennisDó út 1844
Tegundir útdauðar sem varpfuglar í íslenskri náttúru (Extinct in wild)
HaftyrðillAlle alleHætti varpi á Íslandi um 1995
KeldusvínRallus aquaticusHætti varpi á Íslandi um 1970
Tegundir í bráðri hættu (Critically endangered)
BrandöndTadorna tadornaLítill stofn, færri en 50 fuglar
FjöruspóiNumenius arquata Lítill stofn, færri en 50 fuglar
GráspörPasser domesticusLítill stofn, færri en 50 fuglar
SkutulöndAythya ferinaLítill stofn, færri en 50 fuglar
SnæuglaBubo scandiacusLítill stofn, færri en 50 fuglar
StrandtittlingurAnthus petrosusLítill stofn, færri en 50 fuglar
Tegundir í hættu (Endangered)
HaförnHaliaeetus albicillaLítill stofn, færri en 250 fuglar
HelsingiBranta leucopsisLítill stofn, færri en 250 fuglar
HúsöndBucephala islandicaLítill stofn, takmörkuð útbreiðsla, samfelld fækkun, færri en 250 fuglar
SkeiðöndAnas clypeataLítill stofn, færri en 250 fuglar
ÞórshaniPhalaropus fulicariusLítill stofn, hefur fækkað, færri en 250 fuglar
Tegundir í yfirvofandi hættu (Vulnerable)
BranduglaAsio flammeusLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
Fálki Falco rusticolusLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
FlórgoðiPodiceps auritusLítill stofn, hefur fækkað, færri en 1.000 fuglar
GargöndAnas streperaLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
GrágæsAnser AnserHefur fækkað, meira en 20% fækkun á 10 árum
GulöndMergus merganserLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
HimbrimiGavia immerLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
HrafnCorvus coraxHefur fækkað, meira en 20% fækkun á 10 árum
HrafnsöndMelanitta nigraLítill stofn, færri en 1.000 fuglar
SjósvalaOceanodroma leucorrhoaFáir varpstaðir
SkrofaPuffinus puffinusFáir varpstaðir
StormsvalaHydrobates pelagicusFáir varpstaðir
StuttnefjaUria lomviaHefur fækkað, meira en 20% fækkun á 10 árum
SúlaMorus bassanus eða Sula bassanaFáir varpstaðir
SvartbakurLarus marinusHefur fækkað mikið
Tegundir í nokkurri hættu (Low risk)
GraföndAnas acutaHáð vernd
StormmáfurLarus canusHáður vernd
StraumöndHistrionicus histrionicusHáð vernd, Ísland er eina varpland straumandar í Evrópu

Á þessum lista eru alls 32 tegundir í mismikilli hættu á að hverfa úr íslenskri náttúru sem varpfuglar. Þetta eru því tæplega 40% af þeim 76 fuglategundum sem sérfræðingar Náttúruverndarstofnunar telja að verpi hér á landi nú um stundir.Keldusvín.

Þrjár tegundir hafa horfið úr íslenskri varpfuglafánu. Framræsla mýrlendis og tilkoma minksins hafa sennilega hrakið keldusvínið á brott af landinu. Haftyrðillinn hefur líklega flúið land vegna hlýnandi veðráttu en stórir stofnar hans eru á svæðum norðan af Íslandi, aðallega á Grænlandi og Svalbarða. Þessar tvær fuglategundirnar eru þær einu sem hafa hætt að verpa hér á landi en haftyrðillinn er algengur gestur á veturna og keldusvínið sést einstaka sinnum í vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar. Geirfuglinn er þriðja tegundin sem horfið hefur úr íslenskri varpfuglafánu, en eins og flestum ætti að vera kunnugt um, dó hann út fyrir rúmlega einni og hálfri öld.

Heimildir, frekari upplýsingar og myndir:


Fjölmörg svör er að finna á Vísindavefnum um fugla og mismunandi fuglategundir, þeirra á meðal nokkrar þeirra sem hér eru nefndar. Lesendur eru hvattir til að notfæra sér leitarvélina til að finna fleiri svör. Einnig má smella á efnisorðin neðan við svarið. Sérstaklega skal vakin athygli á fyrrnefndri vefsíðu, Myndabanka Jóns Baldurs Hlíðbergs, en þar má finna myndir af öllum þessum fuglategundum og fleiri til....