Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?

Jón Már Halldórsson

Árið 2018 gaf Náttúrufræðistofnun Íslands út válista fyrir íslenskar fuglategundir og byggir það á leiðbeiningum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna, IUCN (International Union for Conservation of Nature and Natural Resources). Alls var 91 tegund metin og er 41 þeirra á válista, það er í hættu á að hverfa úr íslenskri náttúru sem varpfuglar þótt hættan sé mismikil.

Keldusvín (Rallus aquaticus).

Ein tegund á válistanum er útdauð í heiminum en það er geirfuglinn sem dó út fyrir rúmlega einni og hálfri öld. Þrjár tegundir, gráspör (Passer domesticus), haftyrðill (Alle alle) og keldusvín (Rallus aquaticus), verpa ekki lengur á Íslandi og flokkast því sem útdauðar tegundir hér á landi þótt þær lifi góðu lífi annars staðar. Framræsla mýrlendis og tilkoma minksins hafa sennilega hrakið keldusvín á brott af landinu. Talið er að keldusvínið hafi hætt varpi hér á landi um 1970 og er það nú sjaldgæfur en árviss flækingsfugl. Haftyrðillinn hefur líklega flúið land vegna hlýnandi veðráttu en stórir stofnar hans eru á svæðum norður af Íslandi, aðallega á Grænlandi og Svalbarða. Talið er að hann hafi hætt varpi hér um 1995 en hann er algengur gestur á veturna. Nokkur gráspörvapör verptu hér á landi á seinni hluta síðustu aldar og byrjun þessarar en hættu varpi um 2015.

Á válistanum eru þrjár tegundir í bráðri hættu, 11 tegundir í hættu og 23 tegundir í nokkurri hættu. Listinn er eftirfarandi:

Útdauð tegund (Extinct - EX)
Geirfugl (Pinguinus impennis)
Tegundir útdauðar á Íslandi (Regionally Extinct – RE)
Gráspör (Passer domesticus)
Haftyrðill (Alle alle)
Keldusvín (Rallus aquaticus)
Tegundir í bráðri hættu (Critically endangered - CR)
Fjöruspói (Numenius arquata)
Lundi (Anser albifrons)
Skúmur (Catharacta skua)
Tegundir í hættu (Endangered - EN)
Blesgæs (Anser albifrons)
Duggönd (Aythya marila)
Fýll (Fulmarus glacialis)
Haförn (Haliaeetus albicilla)
Hvítmáfur (Larus hyperboreus)
Kjói (Stercorarius parasiticus)
Sendlingur (Calidris maritima)
Stuttnefja (Uria lomvia)
Svartbakur (Larus marinus)
Teista (Cepphus grylle)
Þórshani (Phalaropus fulicarius)
Tegundir í nokkurri hættu (Vulnerable - VU)
Barrfinka (Spinus spinus)
Dvergmáfur (Hydrocoloeus minutus)
Eyrugla (Asio otus)
Fálki (Falco rusticolus)
Fjallkjói (Stercorarius longicaudus)
Gulönd (Mergus merganser)
Himbrimi (Gavia immer)
Hrafn (Corvus corax)
Húsönd (Bucephala islandica)
Kría (Sterna paradisaea)
Langvía (Uria aalge)
Rita (Rissa tridactyla)
Sjósvala (Oceanodroma leucorrhoa)
Skeiðönd (Spatula clypeata)
Skógarsnípa (Scolopax rusticola)
Skrofa (Puffinus puffinus)
Snjótittlingur (Plectrophenax nivalis)
Snæugla (Bubo scandiacus)
Stormsvala (Hydrobates pelagicus)
Súla (Morus bassanus)
Tjaldur (Haematopus ostralegus)
Toppskarfur (Phalacrocorax aristotelis)
Æðarfugl (Somateria mollissima)

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.9.2003

Síðast uppfært

8.8.2024

Spyrjandi

Helgi Már Valdimarsson, f. 1984

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?“ Vísindavefurinn, 19. september 2003, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3746.

Jón Már Halldórsson. (2003, 19. september). Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3746

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2003. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3746>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?
Árið 2018 gaf Náttúrufræðistofnun Íslands út válista fyrir íslenskar fuglategundir og byggir það á leiðbeiningum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna, IUCN (International Union for Conservation of Nature and Natural Resources). Alls var 91 tegund metin og er 41 þeirra á válista, það er í hættu á að hverfa úr íslenskri náttúru sem varpfuglar þótt hættan sé mismikil.

Keldusvín (Rallus aquaticus).

Ein tegund á válistanum er útdauð í heiminum en það er geirfuglinn sem dó út fyrir rúmlega einni og hálfri öld. Þrjár tegundir, gráspör (Passer domesticus), haftyrðill (Alle alle) og keldusvín (Rallus aquaticus), verpa ekki lengur á Íslandi og flokkast því sem útdauðar tegundir hér á landi þótt þær lifi góðu lífi annars staðar. Framræsla mýrlendis og tilkoma minksins hafa sennilega hrakið keldusvín á brott af landinu. Talið er að keldusvínið hafi hætt varpi hér á landi um 1970 og er það nú sjaldgæfur en árviss flækingsfugl. Haftyrðillinn hefur líklega flúið land vegna hlýnandi veðráttu en stórir stofnar hans eru á svæðum norður af Íslandi, aðallega á Grænlandi og Svalbarða. Talið er að hann hafi hætt varpi hér um 1995 en hann er algengur gestur á veturna. Nokkur gráspörvapör verptu hér á landi á seinni hluta síðustu aldar og byrjun þessarar en hættu varpi um 2015.

Á válistanum eru þrjár tegundir í bráðri hættu, 11 tegundir í hættu og 23 tegundir í nokkurri hættu. Listinn er eftirfarandi:

Útdauð tegund (Extinct - EX)
Geirfugl (Pinguinus impennis)
Tegundir útdauðar á Íslandi (Regionally Extinct – RE)
Gráspör (Passer domesticus)
Haftyrðill (Alle alle)
Keldusvín (Rallus aquaticus)
Tegundir í bráðri hættu (Critically endangered - CR)
Fjöruspói (Numenius arquata)
Lundi (Anser albifrons)
Skúmur (Catharacta skua)
Tegundir í hættu (Endangered - EN)
Blesgæs (Anser albifrons)
Duggönd (Aythya marila)
Fýll (Fulmarus glacialis)
Haförn (Haliaeetus albicilla)
Hvítmáfur (Larus hyperboreus)
Kjói (Stercorarius parasiticus)
Sendlingur (Calidris maritima)
Stuttnefja (Uria lomvia)
Svartbakur (Larus marinus)
Teista (Cepphus grylle)
Þórshani (Phalaropus fulicarius)
Tegundir í nokkurri hættu (Vulnerable - VU)
Barrfinka (Spinus spinus)
Dvergmáfur (Hydrocoloeus minutus)
Eyrugla (Asio otus)
Fálki (Falco rusticolus)
Fjallkjói (Stercorarius longicaudus)
Gulönd (Mergus merganser)
Himbrimi (Gavia immer)
Hrafn (Corvus corax)
Húsönd (Bucephala islandica)
Kría (Sterna paradisaea)
Langvía (Uria aalge)
Rita (Rissa tridactyla)
Sjósvala (Oceanodroma leucorrhoa)
Skeiðönd (Spatula clypeata)
Skógarsnípa (Scolopax rusticola)
Skrofa (Puffinus puffinus)
Snjótittlingur (Plectrophenax nivalis)
Snæugla (Bubo scandiacus)
Stormsvala (Hydrobates pelagicus)
Súla (Morus bassanus)
Tjaldur (Haematopus ostralegus)
Toppskarfur (Phalacrocorax aristotelis)
Æðarfugl (Somateria mollissima)

Heimildir og mynd:...