Sólin Sólin Rís 03:32 • sest 23:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:00 • Sest 07:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:38 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:37 í Reykjavík

Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi?

Róbert Arnar Stefánsson og Menja von Schmalensee

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna eru stundaðar skipulegar veiðar á mink á Íslandi? Er hann svona mikill skaðvaldur? Að hvaða leyti?
Lesa má um veiðar á mink í svari sömu höfunda við spurningunni: Hvernig er minkaveiðum háttað á Íslandi?

Almennt gildir að möguleikar rándýrs til að hafa áhrif á stofnstærð bráðar aukast eftir því sem stofn bráðarinnar er fáliðaðri og skörun milli kjörlendis hennar og rándýrsins er meiri. Minkur er ósérhæfður í fæðuvali og veiðir helst tegundir sem eru algengar og/eða aðgengilegar fyrir hann en þessi eiginleiki minnkar líkurnar á að minkurinn hafi verulega neikvæð áhrif á stofn bráðar. Fiskar eru mikilvægasti fæðuflokkurinn fyrir mink og mikill meirihluti fæðunnar á ársgrundvelli. Fuglar eru þó mikilvægur hluti, sérstaklega að vor- og sumarlagi (Karl Skírnisson 1979, 1980; Róbert A. Stefánsson 2000).

Þótt minkur sé ósérhæfður er ljóst að hann hefur haft áhrif á íslenskt vistkerfi. Erfitt er að meta hversu mikil þau áhrif eru en líklega hafa þau verið mest fyrst eftir að minkurinn breiddist um landið. Allar líkur eru á að hann hafi valdið fækkun í stofnum sumra tegunda en breytt útbreiðslu annarra. Slíkar ályktanir eru þó byggðar á fremur takmörkuðum gögnum og liggja til að mynda engin gögn fyrir um hugsanleg áhrif á sjávardýr en fremur ólíklegt verður að telja að þau hafi verið mikil.

Við ákveðnar aðstæður getur minkur valdið verulegum skaða á dýralífi og er það ástæða þess að hann er veiddur. Þetta á sérstaklega við um fuglategundir sem verpa í þéttum byggðum, sem fyrir komu minksins voru óaðgengilegar fyrir eina landrándýrið, tófuna. Minkurinn getur synt út í eyjar og urðu því fáir staðir öruggir með komu hans.

Það getur verið mjög erfitt og kostnaðarsamt að meta hversu skaðleg áhrif minks á lífríki landsins eru og er það aðalástæða þess að engar beinar rannsóknir hafa enn verið gerðar á skaðsemi minks á Íslandi. Í sumum tilfellum er þó auðvelt að meta tjón af völdum hans, einkum þegar hann hefur drepið alifugla heima á bæjum, veitt verðmæt silungs- eða laxaseiði í eldisstöðvum eða sleppitjörnum eða sundrað æðarvarpi með þeim afleiðingum að dúntekja hefur minnkað.

Nokkrar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á skaðsemi minksins, sérstaklega á svæðum þar sem grunur lék á að hann ylli miklu tjóni. Rannsóknirnar benda til þess að hann hafi haft verulega neikvæð áhrif á vörp máfa og kríu við strendur Skotlands (Craik 1995, 1997).

Sömuleiðis sýndu rannsóknir töluverðar breytingar á fuglalífi í skerjagörðum við Eystrasalt með komu minksins. Í sænska skerjagarðinum fækkaði mjög í stofnum sílamáfs, álku og teistu en æðarfugli, grágæs og svartbak fjölgaði. Útbreiðsla æðurs og silfurmáfs breyttist einnig (Andersson 1992). Nýlegar rannsóknir í skerjagarðinum við Finnland sýndu að á svæðum sem hreinsuð voru af mink fjölgaði í stofnum sandlóu, kjóa, kríu og strandtittlings og álka og teista hófu varp á svæðinu á ný. Engar breytingar urðu á fjölda svartbaka, tjalda og maríuerla (Nordström o.fl. 2003).

Eina rannsóknin sem kunnugt er um á áhrifum minks á ferskvatnsfiska var gerð í Noregi en þar virtist minkur geta komið í veg fyrir nýliðun laxfiska í litlum lækjum (Heggenes & Borgstrøm 1988) en skaðleg áhrif eru ólíklegri í stærri vatnakerfum.

Ýmsar fuglategundir hafa verið nefndar í sambandi við skaðleg áhrif minksins á Íslandi en fjórar þó oftast: æðarfugl, keldusvín, flórgoði og teista. Æðarfugl hefur verið nefndur vegna þess að minkur getur spillt fyrir nytjun hans en hinar tegundirnar vegna þess að þær deila búsvæði með minknum og virðast viðkvæmar fyrir afráni hans.

Fyrirliggjandi upplýsingar benda ekki til þess að minkur hafi haft áhrif á heildarstofnstærð æðarfugls en hann hefur tvímælalaust breytt útbreiðslu hans. Áhrif heimsóknar minks í æðarvarp eru oft þau að varpið sundrast og fuglarnir verpa oft annars staðar ári seinna, sem hefur í för með sér mikið tjón fyrir eiganda varpsins. Með hjálp mannsins og miklu veiðiátaki um varptíma má þó ná góðum árangri í æðarrækt.

Keldusvín er votlendisfugl sem talinn er hafa dáið út sem íslenskur varpfugl fyrir 1970, aðallega vegna framræslu votlendis og afráns minks (Kristinn H. Skarphéðinsson og Einar Ó. Þorleifsson 1998) en erfitt er að greina áhrif hvors um sig. Það sama á við um flórgoða en honum fækkaði verulega á síðustu öld. Á fyrri hluta 20. aldar er talið að flórgoðapör á landinu hafi verið 1.000-2.000 en um 1990 töldust þau aðeins um 300. Ekki er ólíklegt að minkurinn hafi þarna átt hlut að máli en framræsla votlendis fór að langmestu leyti fram á sama tímabili og hefur örugglega einnig leikið stórt hlutverk í fækkuninni. Aðrir orsakaþættir gætu verið netaveiði og önnur truflun af mannavöldum (Ólafur K. Nielsen 1998).

Teista er sá íslenski sjófugl sem líklega hefur orðið fyrir mestum skakkaföllum vegna minksins, enda verpir hún í holum við sjávarsíðuna þar sem minkur á auðvelt með að fara um. Dæmi eru um stór teistuvörp sem horfið hafa á síðustu áratugum og vilja margir tengja það minknum. Reyndar hefur teistum fækkað mjög við Norðaustur-Atlantshafið á síðustu áratugum og ber minkur tæplega ábyrgð á þeirri fækkun á öllum svæðum. Til dæmis hefur teistum nú fækkað í Flatey í 12 ár í röð þótt þar sé enginn minkur (Ævar Petersen, munnl. uppl.). Á öðrum svæðum bendir margt til þess að minkur hafi átt þátt í fækkuninni. Aukin netaveiði, sérstaklega vegna grásleppuveiða, gæti einnig hafa haft neikvæð áhrif.

Þrátt fyrir að stofn sé stór og sterkur, getur minkurinn valdið töluverðu staðbundnu tjóni. Í þessu sambandi má nefna sjófugla, til dæmis lundann sem er algengasti fugl landsins. Minkur gæti sennilega seint valdið miklum stofnbreytingum hjá honum en þrátt fyrir það er minkur talinn hafa lagt í eyði lundabyggðir í sumum eyjum Breiðafjarðar og ef til vill víðar (Ævar Petersen, munnl. uppl.).

Ólíklegt er að minkur geti haft afgerandi áhrif á stofnstærð hagamúsa eða algengra fugla á borð við þúfutittling, skógarþröst, heiðlóu eða fýl, en allar þessar tegundir eru mikilvæg fæða minks á Íslandi. Afrán beinist fyrst og fremst að eggjum og ungum fuglanna og stórir fuglastofnar þola veruleg afföll unga og eggja áður en breytinga verður vart á stofnstærð þeirra. Þá er rétt að minnast á að minkar helga sér óðul þannig að takmörk eru fyrir því hve margir minkar safnast á tiltekið landsvæði á varptíma.

Ef minkar komast í þéttar fuglabyggðir geta þeir stundum náð að drepa fjölda fugla á skömmum tíma. Þetta atferli er vel þekkt hjá mörgum öðrum rándýrum (Kruuk 1972) – og reyndar manninum líka. Líklega tengist þetta aðlögun að umhverfi þar sem fæða er takmarkandi og sveiflukennd auðlind. Þegar færi gefst til að krækja sér í fæðu í miklum mæli, sem alla jafna er torfengin, sleppir tækifærissinnað rándýr því ekki.

Heimildir:
 • Andersson, Å. 1992. Sjöfågelbeståndets utveckling i Bullerö skärgård efter invandring av mink. Ornis Svecica 2: 107-118.
 • Craik, J.C.A. 1995. Effects of North American mink on the breeding success of terns and smaller gulls in west Scotlan. Seabird 17: 3-11.
 • Craik, J.C.A. 1997. Long-term effects of North American mink Mustela vison on seabirds in western Scotland. Bird Study 44: 303-309.
 • Heggenes, J. & R. Borgstrøm 1988. Effect of mink, Mustela vison Schreber, predation on cohorts of juvenile Atlantic salmon, Salmo salar L., and brown trout, S. trutta L., in three small streams. J. Fish Biol. 33: 885-894.
 • Karl Skírnisson 1979. Fæðuval minks við Grindavík. Náttúrufræðingurinn 49: 194-203.
 • Karl Skírnisson 1980. Fæðuval minks við Sogið. Náttúrufræðingurinn 50: 46-56.
 • Kristinn H. Skarphéðinsson og Einar Ó. Þorleifsson 1998. Keldusvín – útdauður varpfugl á Íslandi. Í: G.S. Árnason (ritstj.): Kvískerjabók, bls. 266-296. Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu, Höfn.
 • Kruuk, H. 1972. Surplus killing by carnivores. J. Zool., Lond. 166: 233-244
 • Nordström, M., J. Högmander, J. Laine, J. Nummelin, N. Laanetu & E. Korpimäki 2003. Effects of feral mink removal on seabirds, waders and passerines on small islands in the Baltic Sea. Biological Conservation 109: 359-368.
 • Ólafur K. Nielsen 1998. Hrun flórgoðastofnsins á Íslandi. Í: Jón S. Ólafsson (ritstj.): Íslensk votlendi – verndun og nýting. Háskólaútgáfan, Reykjavík. Bls. 197-205.
 • Róbert A. Stefánsson 2000. Ferðir og fæða íslenska minksins (Mustela vison). M.S. námsritgerð við líffræðiskor Háskóla Íslands. 301 bls.

Höfundar

forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands

líffræðingur á Náttúrustofu Vesturlands

Útgáfudagur

1.9.2003

Spyrjandi

Ingunn Ósk Árnadóttir

Tilvísun

Róbert Arnar Stefánsson og Menja von Schmalensee. „Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi? “ Vísindavefurinn, 1. september 2003. Sótt 28. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3695.

Róbert Arnar Stefánsson og Menja von Schmalensee. (2003, 1. september). Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3695

Róbert Arnar Stefánsson og Menja von Schmalensee. „Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi? “ Vísindavefurinn. 1. sep. 2003. Vefsíða. 28. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3695>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvers vegna eru stundaðar skipulegar veiðar á mink á Íslandi? Er hann svona mikill skaðvaldur? Að hvaða leyti?
Lesa má um veiðar á mink í svari sömu höfunda við spurningunni: Hvernig er minkaveiðum háttað á Íslandi?

Almennt gildir að möguleikar rándýrs til að hafa áhrif á stofnstærð bráðar aukast eftir því sem stofn bráðarinnar er fáliðaðri og skörun milli kjörlendis hennar og rándýrsins er meiri. Minkur er ósérhæfður í fæðuvali og veiðir helst tegundir sem eru algengar og/eða aðgengilegar fyrir hann en þessi eiginleiki minnkar líkurnar á að minkurinn hafi verulega neikvæð áhrif á stofn bráðar. Fiskar eru mikilvægasti fæðuflokkurinn fyrir mink og mikill meirihluti fæðunnar á ársgrundvelli. Fuglar eru þó mikilvægur hluti, sérstaklega að vor- og sumarlagi (Karl Skírnisson 1979, 1980; Róbert A. Stefánsson 2000).

Þótt minkur sé ósérhæfður er ljóst að hann hefur haft áhrif á íslenskt vistkerfi. Erfitt er að meta hversu mikil þau áhrif eru en líklega hafa þau verið mest fyrst eftir að minkurinn breiddist um landið. Allar líkur eru á að hann hafi valdið fækkun í stofnum sumra tegunda en breytt útbreiðslu annarra. Slíkar ályktanir eru þó byggðar á fremur takmörkuðum gögnum og liggja til að mynda engin gögn fyrir um hugsanleg áhrif á sjávardýr en fremur ólíklegt verður að telja að þau hafi verið mikil.

Við ákveðnar aðstæður getur minkur valdið verulegum skaða á dýralífi og er það ástæða þess að hann er veiddur. Þetta á sérstaklega við um fuglategundir sem verpa í þéttum byggðum, sem fyrir komu minksins voru óaðgengilegar fyrir eina landrándýrið, tófuna. Minkurinn getur synt út í eyjar og urðu því fáir staðir öruggir með komu hans.

Það getur verið mjög erfitt og kostnaðarsamt að meta hversu skaðleg áhrif minks á lífríki landsins eru og er það aðalástæða þess að engar beinar rannsóknir hafa enn verið gerðar á skaðsemi minks á Íslandi. Í sumum tilfellum er þó auðvelt að meta tjón af völdum hans, einkum þegar hann hefur drepið alifugla heima á bæjum, veitt verðmæt silungs- eða laxaseiði í eldisstöðvum eða sleppitjörnum eða sundrað æðarvarpi með þeim afleiðingum að dúntekja hefur minnkað.

Nokkrar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á skaðsemi minksins, sérstaklega á svæðum þar sem grunur lék á að hann ylli miklu tjóni. Rannsóknirnar benda til þess að hann hafi haft verulega neikvæð áhrif á vörp máfa og kríu við strendur Skotlands (Craik 1995, 1997).

Sömuleiðis sýndu rannsóknir töluverðar breytingar á fuglalífi í skerjagörðum við Eystrasalt með komu minksins. Í sænska skerjagarðinum fækkaði mjög í stofnum sílamáfs, álku og teistu en æðarfugli, grágæs og svartbak fjölgaði. Útbreiðsla æðurs og silfurmáfs breyttist einnig (Andersson 1992). Nýlegar rannsóknir í skerjagarðinum við Finnland sýndu að á svæðum sem hreinsuð voru af mink fjölgaði í stofnum sandlóu, kjóa, kríu og strandtittlings og álka og teista hófu varp á svæðinu á ný. Engar breytingar urðu á fjölda svartbaka, tjalda og maríuerla (Nordström o.fl. 2003).

Eina rannsóknin sem kunnugt er um á áhrifum minks á ferskvatnsfiska var gerð í Noregi en þar virtist minkur geta komið í veg fyrir nýliðun laxfiska í litlum lækjum (Heggenes & Borgstrøm 1988) en skaðleg áhrif eru ólíklegri í stærri vatnakerfum.

Ýmsar fuglategundir hafa verið nefndar í sambandi við skaðleg áhrif minksins á Íslandi en fjórar þó oftast: æðarfugl, keldusvín, flórgoði og teista. Æðarfugl hefur verið nefndur vegna þess að minkur getur spillt fyrir nytjun hans en hinar tegundirnar vegna þess að þær deila búsvæði með minknum og virðast viðkvæmar fyrir afráni hans.

Fyrirliggjandi upplýsingar benda ekki til þess að minkur hafi haft áhrif á heildarstofnstærð æðarfugls en hann hefur tvímælalaust breytt útbreiðslu hans. Áhrif heimsóknar minks í æðarvarp eru oft þau að varpið sundrast og fuglarnir verpa oft annars staðar ári seinna, sem hefur í för með sér mikið tjón fyrir eiganda varpsins. Með hjálp mannsins og miklu veiðiátaki um varptíma má þó ná góðum árangri í æðarrækt.

Keldusvín er votlendisfugl sem talinn er hafa dáið út sem íslenskur varpfugl fyrir 1970, aðallega vegna framræslu votlendis og afráns minks (Kristinn H. Skarphéðinsson og Einar Ó. Þorleifsson 1998) en erfitt er að greina áhrif hvors um sig. Það sama á við um flórgoða en honum fækkaði verulega á síðustu öld. Á fyrri hluta 20. aldar er talið að flórgoðapör á landinu hafi verið 1.000-2.000 en um 1990 töldust þau aðeins um 300. Ekki er ólíklegt að minkurinn hafi þarna átt hlut að máli en framræsla votlendis fór að langmestu leyti fram á sama tímabili og hefur örugglega einnig leikið stórt hlutverk í fækkuninni. Aðrir orsakaþættir gætu verið netaveiði og önnur truflun af mannavöldum (Ólafur K. Nielsen 1998).

Teista er sá íslenski sjófugl sem líklega hefur orðið fyrir mestum skakkaföllum vegna minksins, enda verpir hún í holum við sjávarsíðuna þar sem minkur á auðvelt með að fara um. Dæmi eru um stór teistuvörp sem horfið hafa á síðustu áratugum og vilja margir tengja það minknum. Reyndar hefur teistum fækkað mjög við Norðaustur-Atlantshafið á síðustu áratugum og ber minkur tæplega ábyrgð á þeirri fækkun á öllum svæðum. Til dæmis hefur teistum nú fækkað í Flatey í 12 ár í röð þótt þar sé enginn minkur (Ævar Petersen, munnl. uppl.). Á öðrum svæðum bendir margt til þess að minkur hafi átt þátt í fækkuninni. Aukin netaveiði, sérstaklega vegna grásleppuveiða, gæti einnig hafa haft neikvæð áhrif.

Þrátt fyrir að stofn sé stór og sterkur, getur minkurinn valdið töluverðu staðbundnu tjóni. Í þessu sambandi má nefna sjófugla, til dæmis lundann sem er algengasti fugl landsins. Minkur gæti sennilega seint valdið miklum stofnbreytingum hjá honum en þrátt fyrir það er minkur talinn hafa lagt í eyði lundabyggðir í sumum eyjum Breiðafjarðar og ef til vill víðar (Ævar Petersen, munnl. uppl.).

Ólíklegt er að minkur geti haft afgerandi áhrif á stofnstærð hagamúsa eða algengra fugla á borð við þúfutittling, skógarþröst, heiðlóu eða fýl, en allar þessar tegundir eru mikilvæg fæða minks á Íslandi. Afrán beinist fyrst og fremst að eggjum og ungum fuglanna og stórir fuglastofnar þola veruleg afföll unga og eggja áður en breytinga verður vart á stofnstærð þeirra. Þá er rétt að minnast á að minkar helga sér óðul þannig að takmörk eru fyrir því hve margir minkar safnast á tiltekið landsvæði á varptíma.

Ef minkar komast í þéttar fuglabyggðir geta þeir stundum náð að drepa fjölda fugla á skömmum tíma. Þetta atferli er vel þekkt hjá mörgum öðrum rándýrum (Kruuk 1972) – og reyndar manninum líka. Líklega tengist þetta aðlögun að umhverfi þar sem fæða er takmarkandi og sveiflukennd auðlind. Þegar færi gefst til að krækja sér í fæðu í miklum mæli, sem alla jafna er torfengin, sleppir tækifærissinnað rándýr því ekki.

Heimildir:
 • Andersson, Å. 1992. Sjöfågelbeståndets utveckling i Bullerö skärgård efter invandring av mink. Ornis Svecica 2: 107-118.
 • Craik, J.C.A. 1995. Effects of North American mink on the breeding success of terns and smaller gulls in west Scotlan. Seabird 17: 3-11.
 • Craik, J.C.A. 1997. Long-term effects of North American mink Mustela vison on seabirds in western Scotland. Bird Study 44: 303-309.
 • Heggenes, J. & R. Borgstrøm 1988. Effect of mink, Mustela vison Schreber, predation on cohorts of juvenile Atlantic salmon, Salmo salar L., and brown trout, S. trutta L., in three small streams. J. Fish Biol. 33: 885-894.
 • Karl Skírnisson 1979. Fæðuval minks við Grindavík. Náttúrufræðingurinn 49: 194-203.
 • Karl Skírnisson 1980. Fæðuval minks við Sogið. Náttúrufræðingurinn 50: 46-56.
 • Kristinn H. Skarphéðinsson og Einar Ó. Þorleifsson 1998. Keldusvín – útdauður varpfugl á Íslandi. Í: G.S. Árnason (ritstj.): Kvískerjabók, bls. 266-296. Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu, Höfn.
 • Kruuk, H. 1972. Surplus killing by carnivores. J. Zool., Lond. 166: 233-244
 • Nordström, M., J. Högmander, J. Laine, J. Nummelin, N. Laanetu & E. Korpimäki 2003. Effects of feral mink removal on seabirds, waders and passerines on small islands in the Baltic Sea. Biological Conservation 109: 359-368.
 • Ólafur K. Nielsen 1998. Hrun flórgoðastofnsins á Íslandi. Í: Jón S. Ólafsson (ritstj.): Íslensk votlendi – verndun og nýting. Háskólaútgáfan, Reykjavík. Bls. 197-205.
 • Róbert A. Stefánsson 2000. Ferðir og fæða íslenska minksins (Mustela vison). M.S. námsritgerð við líffræðiskor Háskóla Íslands. 301 bls.
...