Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?

Rannveig Magnúsdóttir

Minkurinn (Mustela vison) er rándýr og öll rándýr éta önnur dýr en það þýðir þó ekki endilega að þau séu grimm. Öll villt rándýr geta sýnt árásargjarna hegðun ef þau eru svöng eða þeim er ógnað.

Minkurinn stundar stundum afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) sem þekkist einnig meðal fjölda annarra dýrategunda eins og manna, hvítabjarna, ljóna, hlébarða, úlfa, köngulóa og fleiri. Afrán umfram þarfir kallast það þegar dýr drepur meira en það þarf í eina máltíð. Þó þetta atferli virðist kannski grimmt og tilgangslaust geta ástæður þess verið fjölmargar og skiljanlegar þegar atferlið er rannsakað nánar. Sum dýr grafa bráðina í jörðu og éta hana seinna en hjá öðrum er þetta aðferð til að afla reynslu og þekkingar og til að kenna ungum að veiða. Stundum fæst meiri orka í mörgum hálfétnum en einni heilli bráð, eins og við þekkjum sjálf þegar við viljum ekki eyða tíma og orku í að ná öllu kjötinu af kjúklingabeinum, og stór bráð sem veiðist seinna getur verið orkumeiri en margar litlar. Það geta einnig legið erfðafræðilegar ástæður að baki því að dýr stundi afrán umfram þarfir. Dýr sem lifa í fæðulitlu umhverfi, til dæmis sumar köngulær, drepa þegar færi gefst hvort sem þau eru svöng eða ekki. Hér getur verið um líf eða dauða að ræða. Einstaklingar af sömu tegund sem lifa í umhverfi með mikilli fæðu drepa einungis bráð sína þegar þeir eru svangir. Þessir eiginleikar erfast milli kynslóða, óháð því hve mikil bráð finnst í umhverfi þeirra.


Minkur með lax sem hann hefur veitt.

Minkar eru greindari en frettur, skunkar, kettir og sumir prímatar og þeir aðlaga sig aðstæðum mjög vel. Ef aðkomuminkar sem ekki þekkja til aðstæðna komast inn í hænsnakofa eða æðarvörp þá geta þeir valdið miklum skaða á stuttum tíma. Rannsóknir hafa aftur á móti sýnt að staðbundnir minkar sem þekkja til aðstæðna eru líklegri til að nýta sér fæðuauðlindir án þess að valda miklum usla. Þekkt eru dæmi um minka sem hafa komið sér fyrir undir hænsnakofum og tekið bara eina og eina hænu í einu.

Minkalæða verður að vera búin að safna matarforða í greni sitt áður en kemur að goti því hvolparnir fæðast hárlausir og hjálparvana. Ef læðan bregður sér á veiðar er hætta á að þeir drepist úr kulda á meðan. Það er því góð ástæða fyrir því að minkalæður stundi afrán umfram þarfir á vorin. Þær eru einungis að reyna að halda lífi í hvolpunum sínum.

Kynmök minka virðast ofbeldisfull þar sem steggurinn bítur í hnakka læðunnar. Þetta hefur þróast á löngum tíma og er kallað örvað egglos en án þessa atferlis verður ekki egglos í læðunni. Yfirleitt eru bæði kyn örmagna eftir mökunina sem getur tekið klukkustund eða meira og karldýrin reyna að makast við sem flest kvendýr. Ofbeldisfullt mökunaratferli í líkingu við þetta er þekkt víða í dýraríkinu og hefur að líkindum þróast til að hámarka æxlunarárangur hjá báðum kynjum, það er að þau eignist sem flest og sterkust afkvæmi.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

7.7.2011

Spyrjandi

Elín Hanna Ríkarðsdóttir, f. 1998

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2011, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54426.

Rannveig Magnúsdóttir. (2011, 7. júlí). Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54426

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2011. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54426>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?
Minkurinn (Mustela vison) er rándýr og öll rándýr éta önnur dýr en það þýðir þó ekki endilega að þau séu grimm. Öll villt rándýr geta sýnt árásargjarna hegðun ef þau eru svöng eða þeim er ógnað.

Minkurinn stundar stundum afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) sem þekkist einnig meðal fjölda annarra dýrategunda eins og manna, hvítabjarna, ljóna, hlébarða, úlfa, köngulóa og fleiri. Afrán umfram þarfir kallast það þegar dýr drepur meira en það þarf í eina máltíð. Þó þetta atferli virðist kannski grimmt og tilgangslaust geta ástæður þess verið fjölmargar og skiljanlegar þegar atferlið er rannsakað nánar. Sum dýr grafa bráðina í jörðu og éta hana seinna en hjá öðrum er þetta aðferð til að afla reynslu og þekkingar og til að kenna ungum að veiða. Stundum fæst meiri orka í mörgum hálfétnum en einni heilli bráð, eins og við þekkjum sjálf þegar við viljum ekki eyða tíma og orku í að ná öllu kjötinu af kjúklingabeinum, og stór bráð sem veiðist seinna getur verið orkumeiri en margar litlar. Það geta einnig legið erfðafræðilegar ástæður að baki því að dýr stundi afrán umfram þarfir. Dýr sem lifa í fæðulitlu umhverfi, til dæmis sumar köngulær, drepa þegar færi gefst hvort sem þau eru svöng eða ekki. Hér getur verið um líf eða dauða að ræða. Einstaklingar af sömu tegund sem lifa í umhverfi með mikilli fæðu drepa einungis bráð sína þegar þeir eru svangir. Þessir eiginleikar erfast milli kynslóða, óháð því hve mikil bráð finnst í umhverfi þeirra.


Minkur með lax sem hann hefur veitt.

Minkar eru greindari en frettur, skunkar, kettir og sumir prímatar og þeir aðlaga sig aðstæðum mjög vel. Ef aðkomuminkar sem ekki þekkja til aðstæðna komast inn í hænsnakofa eða æðarvörp þá geta þeir valdið miklum skaða á stuttum tíma. Rannsóknir hafa aftur á móti sýnt að staðbundnir minkar sem þekkja til aðstæðna eru líklegri til að nýta sér fæðuauðlindir án þess að valda miklum usla. Þekkt eru dæmi um minka sem hafa komið sér fyrir undir hænsnakofum og tekið bara eina og eina hænu í einu.

Minkalæða verður að vera búin að safna matarforða í greni sitt áður en kemur að goti því hvolparnir fæðast hárlausir og hjálparvana. Ef læðan bregður sér á veiðar er hætta á að þeir drepist úr kulda á meðan. Það er því góð ástæða fyrir því að minkalæður stundi afrán umfram þarfir á vorin. Þær eru einungis að reyna að halda lífi í hvolpunum sínum.

Kynmök minka virðast ofbeldisfull þar sem steggurinn bítur í hnakka læðunnar. Þetta hefur þróast á löngum tíma og er kallað örvað egglos en án þessa atferlis verður ekki egglos í læðunni. Yfirleitt eru bæði kyn örmagna eftir mökunina sem getur tekið klukkustund eða meira og karldýrin reyna að makast við sem flest kvendýr. Ofbeldisfullt mökunaratferli í líkingu við þetta er þekkt víða í dýraríkinu og hefur að líkindum þróast til að hámarka æxlunarárangur hjá báðum kynjum, það er að þau eignist sem flest og sterkust afkvæmi.

Heimildir:

Mynd: