Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar hljóð gefur minkurinn frá sér?

Rannveig Magnúsdóttir

Minkurinn gefur að jafnaði ekki frá sér mikið af hljóðum en þegar hann er æstur, hræddur eða kvalinn getur hann gefið frá sér eftirtalin hljóð:
  • Hvæs: stutt og kraftlítið hljóð sem aðallega karldýr gefa frá sér þegar þeim er ógnað. Hvæsið er um 0,8 sekúndur að lengd og tíðni þess er 0,6 kHz.
  • Öskur: flókið, mislangt ógnandi hljóð, að meðaltali 1 sekúnda að lengd, sem minkurinn notar í vörn. Styrkurinn fer upp í 20 desíbel (dB) og tíðnin rís snögglega úr 0,15 upp í 0,325 kHz með yfirtónum upp í 2 kHz.
  • Ískur: tengist yfirleitt sársauka eða hræðslu dýranna. Þessi hljóð eru stutt eða um 0,05-0,3 sekúndur að lengd og ískrið myndar stakkatóhviður. Tíðnin rís og fellur skyndilega og tíðnin fer upp í 0,65 kHz.

Minkar gefa einnig frá sér ýmis hljóð þegar þeir eru í tímgunarástandi. Karldýrin gefa frá sér sérstakt hláturkjölt þegar þeir vilja ná sambandi við kvendýrin og tímguninni fylgja mikil læti.


Minkurinn gefur að jafnaði ekki frá sér mikið af hljóðum.

Heimild:
  • Dunstone, N. 1993. The mink. T & AD Poyser Ltd. London.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

19.7.2011

Spyrjandi

Sverrir Þórisson

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvers konar hljóð gefur minkurinn frá sér?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2011, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60216.

Rannveig Magnúsdóttir. (2011, 19. júlí). Hvers konar hljóð gefur minkurinn frá sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60216

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvers konar hljóð gefur minkurinn frá sér?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2011. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60216>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar hljóð gefur minkurinn frá sér?
Minkurinn gefur að jafnaði ekki frá sér mikið af hljóðum en þegar hann er æstur, hræddur eða kvalinn getur hann gefið frá sér eftirtalin hljóð:

  • Hvæs: stutt og kraftlítið hljóð sem aðallega karldýr gefa frá sér þegar þeim er ógnað. Hvæsið er um 0,8 sekúndur að lengd og tíðni þess er 0,6 kHz.
  • Öskur: flókið, mislangt ógnandi hljóð, að meðaltali 1 sekúnda að lengd, sem minkurinn notar í vörn. Styrkurinn fer upp í 20 desíbel (dB) og tíðnin rís snögglega úr 0,15 upp í 0,325 kHz með yfirtónum upp í 2 kHz.
  • Ískur: tengist yfirleitt sársauka eða hræðslu dýranna. Þessi hljóð eru stutt eða um 0,05-0,3 sekúndur að lengd og ískrið myndar stakkatóhviður. Tíðnin rís og fellur skyndilega og tíðnin fer upp í 0,65 kHz.

Minkar gefa einnig frá sér ýmis hljóð þegar þeir eru í tímgunarástandi. Karldýrin gefa frá sér sérstakt hláturkjölt þegar þeir vilja ná sambandi við kvendýrin og tímguninni fylgja mikil læti.


Minkurinn gefur að jafnaði ekki frá sér mikið af hljóðum.

Heimild:
  • Dunstone, N. 1993. The mink. T & AD Poyser Ltd. London.

Mynd:...