Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Válistar eru skrár yfir lífverutegundir sem eiga undir högg að sækja eða eru taldar vera í útrýmingarhættu í tilteknu landi eða á tilteknu svæði. Á slíkum válistum er verndarstaða tegundanna skráð í nokkra mismunandi hættuflokka eftir því hve alvarleg ógnin er sem tegundin stendur frammi fyrir. Hættuflokkarnir geta verið allt frá því að tegundin sé í „bráðri útrýmingarhættu“ (e. critically endangered) til þess að vera í „nokkurri hættu“ (e. lower risk).

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út válista yfir þær tegundir íslenskra fugla sem eiga undir högg að sækja hér á landi, eru í útrýmingarhættu eða hefur verið útrýmt. Á þeim lista eru sex tegundir í bráðri útrýmingarhættu. Stofn þessara tegunda hér á landi er hver um sig innan við 50 fuglar en það er afar smár varpstofn sem þolir vart mikil áföll.

Þessar tegundir eru brandönd (Tadorna tadorna), fjöruspói (Umenius arquata), gráspör (Passer domesticus), skutulönd (Aythya ferina), snæugla (Bubo scandiacus) og strandtittlingur (Anthus petrosus).

Af þessum tegundum þá verpir smár varpstofn gráspörs aðeins að Hofi í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu. Örfá snæuglupör verpa á hálendinu svo dæmi séu tekin.

Brandönd (Tadorna tadorna) er ein þeirra sex fuglategunda sem eru í mikilli útrýmingarhættu á Íslandi samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Náttúrufræðistofnun hefur ekki gefið út válista fyrir skordýr eða aðra hryggleysingja. Ekki hefur heldur verið gefinn út válisti yfir ferskvatnsfiska enda teljast þær tegundir fiska sem lifa hér vart í mikilli útrýmingarhættu. Þó mætti kannski setja álinn í þennan hóp þar sem hann er orðinn mun sjaldséðari nú en fyrir nokkrum áratugum.

Hins vegar hefur verið gefinn út válisti yfir plöntur á Íslandi. Samkvæmt þeim lista eru fimm tegundir háplantna í bráðri útrýmingarhættu í íslenskri náttúru. Það eru skeggburkni (Asplenium septentrionale), mýramaðra (Galium palustre), mosaburkni (Hymenophyllum wilsonii), glitrós (Rosa dumalis) og vatnsögn (Tillaea aquatica).

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.5.2013

Spyrjandi

Elín Aðalsteina, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2013. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65276.

Jón Már Halldórsson. (2013, 30. maí). Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65276

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2013. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65276>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?
Válistar eru skrár yfir lífverutegundir sem eiga undir högg að sækja eða eru taldar vera í útrýmingarhættu í tilteknu landi eða á tilteknu svæði. Á slíkum válistum er verndarstaða tegundanna skráð í nokkra mismunandi hættuflokka eftir því hve alvarleg ógnin er sem tegundin stendur frammi fyrir. Hættuflokkarnir geta verið allt frá því að tegundin sé í „bráðri útrýmingarhættu“ (e. critically endangered) til þess að vera í „nokkurri hættu“ (e. lower risk).

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út válista yfir þær tegundir íslenskra fugla sem eiga undir högg að sækja hér á landi, eru í útrýmingarhættu eða hefur verið útrýmt. Á þeim lista eru sex tegundir í bráðri útrýmingarhættu. Stofn þessara tegunda hér á landi er hver um sig innan við 50 fuglar en það er afar smár varpstofn sem þolir vart mikil áföll.

Þessar tegundir eru brandönd (Tadorna tadorna), fjöruspói (Umenius arquata), gráspör (Passer domesticus), skutulönd (Aythya ferina), snæugla (Bubo scandiacus) og strandtittlingur (Anthus petrosus).

Af þessum tegundum þá verpir smár varpstofn gráspörs aðeins að Hofi í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu. Örfá snæuglupör verpa á hálendinu svo dæmi séu tekin.

Brandönd (Tadorna tadorna) er ein þeirra sex fuglategunda sem eru í mikilli útrýmingarhættu á Íslandi samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Náttúrufræðistofnun hefur ekki gefið út válista fyrir skordýr eða aðra hryggleysingja. Ekki hefur heldur verið gefinn út válisti yfir ferskvatnsfiska enda teljast þær tegundir fiska sem lifa hér vart í mikilli útrýmingarhættu. Þó mætti kannski setja álinn í þennan hóp þar sem hann er orðinn mun sjaldséðari nú en fyrir nokkrum áratugum.

Hins vegar hefur verið gefinn út válisti yfir plöntur á Íslandi. Samkvæmt þeim lista eru fimm tegundir háplantna í bráðri útrýmingarhættu í íslenskri náttúru. Það eru skeggburkni (Asplenium septentrionale), mýramaðra (Galium palustre), mosaburkni (Hymenophyllum wilsonii), glitrós (Rosa dumalis) og vatnsögn (Tillaea aquatica).

Heimildir og mynd:...