Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:24 • Sest 08:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:12 í Reykjavík

Hvað eru margir selir við Ísland?

Jón Már Halldórsson

Við Íslandsstrendur kæpa tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Allt frá árinu 1980 hefur reglulega verið lagt mat á stærð landselstofnsins við Ísland. Út frá talningu árið 2020 var stofnstærðin metin um 10.300 dýr. Það er mikil fækkun frá því talningar hófust en 1980 var áætlað að stofninn teldi rétt rúmlega 33.000 dýr. Útsel hefur einnig fækkað mikið. Samkvæmt stofnstærðarmati frá 2017 var íslenski útselstofninn talinn um 6.200 dýr til samanburðar við 9.200 dýr árið 1982.

Landselir (Phoca vitulina).

Innan fiskveiðilögsögunnar má reyndar finna nokkrar tegundir til viðbótar, svokallaðar fartegundir, og ber þar helst að nefna blöðrusel og vöðusel. Þeir stofnar eru mjög stórir á nærliggjandi hafsvæðum og slæðast reglulega inn í lögsöguna. Á Íslandsmiðum má einnig rekast á fleiri tegundir, svo sem hringanóra, kampsel og jafnvel rostung, en komur þeirra eru sjaldgæfar.

Heimildir og mynd:


Þetta svar var birt árið 2001. Tölur um stofnstærð voru uppfærðar 2023.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.1.2001

Spyrjandi

Þorsteinn Víðir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margir selir við Ísland?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2001. Sótt 29. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1298.

Jón Már Halldórsson. (2001, 26. janúar). Hvað eru margir selir við Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1298

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margir selir við Ísland?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2001. Vefsíða. 29. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1298>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir selir við Ísland?
Við Íslandsstrendur kæpa tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Allt frá árinu 1980 hefur reglulega verið lagt mat á stærð landselstofnsins við Ísland. Út frá talningu árið 2020 var stofnstærðin metin um 10.300 dýr. Það er mikil fækkun frá því talningar hófust en 1980 var áætlað að stofninn teldi rétt rúmlega 33.000 dýr. Útsel hefur einnig fækkað mikið. Samkvæmt stofnstærðarmati frá 2017 var íslenski útselstofninn talinn um 6.200 dýr til samanburðar við 9.200 dýr árið 1982.

Landselir (Phoca vitulina).

Innan fiskveiðilögsögunnar má reyndar finna nokkrar tegundir til viðbótar, svokallaðar fartegundir, og ber þar helst að nefna blöðrusel og vöðusel. Þeir stofnar eru mjög stórir á nærliggjandi hafsvæðum og slæðast reglulega inn í lögsöguna. Á Íslandsmiðum má einnig rekast á fleiri tegundir, svo sem hringanóra, kampsel og jafnvel rostung, en komur þeirra eru sjaldgæfar.

Heimildir og mynd:


Þetta svar var birt árið 2001. Tölur um stofnstærð voru uppfærðar 2023....