Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er selurinn í útrýmingarhættu?

MBS

Selir eru einn af fáum hópum spendýra sem geta lifað bæði í sjó og á landi. Þetta er afar fjölbreyttur hópur dýra sem hefur mikla útbreiðslu um heim allan. Til eru tvær ættir sela, svokallaðir eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Samtals telja þessar ættir 35 tegundir sela, 19 þeirra tilheyra ætt eiginlegra sela en 16 tegundir flokkast sem eyrnaselir. Þar að auki eru tvær tegundir sela nú þegar útdauðar, karíbaselur (Monachus tropicalis) og japanskt sæljón (Zalophus japonicus. Síðasti karíbaselurinn sást árið 1952 og er talið að hann hafi dáið út vegna mikils ágangs skipulagðra fiskveiða á útbreiðslusvæði hans. Japanska sæljónið hefur ekki sést síðan á 6. áratug síðustu aldar en síðasta áreiðanlega heimildin fyrir tilvist þeirra er frá árinu 1951.

Landselurinn telst vera í hættu við Íslandsstrendur en á heimsvísu fellur stofninn í flokk LC (e. least concern) og því ekki talinn í hættu.

Samkvæmt Rauða lista (e. Red List of endangered species) Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. International Union for Conservation of Nature, IUCN) teljast sjö tegundir eru í hættu (e. endangered (EN)) og tvær tegundir sela teljast vera í nokkurri hættu (e. vulnerable (VU)). Alls eru það því níu tegundir sela sem teljast vera í hættu og huga þarf að verndun þeirra.

Tvær tegundir sela lifa á og við Ísland, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Landselur við Íslandsstrendur telst vera í hættu (EN) en útselur í nokkurri hættu (VU) samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

3.3.2008

Spyrjandi

Eva Grímsdóttir, f. 1995

Tilvísun

MBS. „Er selurinn í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7138.

MBS. (2008, 3. mars). Er selurinn í útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7138

MBS. „Er selurinn í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7138>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er selurinn í útrýmingarhættu?
Selir eru einn af fáum hópum spendýra sem geta lifað bæði í sjó og á landi. Þetta er afar fjölbreyttur hópur dýra sem hefur mikla útbreiðslu um heim allan. Til eru tvær ættir sela, svokallaðir eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Samtals telja þessar ættir 35 tegundir sela, 19 þeirra tilheyra ætt eiginlegra sela en 16 tegundir flokkast sem eyrnaselir. Þar að auki eru tvær tegundir sela nú þegar útdauðar, karíbaselur (Monachus tropicalis) og japanskt sæljón (Zalophus japonicus. Síðasti karíbaselurinn sást árið 1952 og er talið að hann hafi dáið út vegna mikils ágangs skipulagðra fiskveiða á útbreiðslusvæði hans. Japanska sæljónið hefur ekki sést síðan á 6. áratug síðustu aldar en síðasta áreiðanlega heimildin fyrir tilvist þeirra er frá árinu 1951.

Landselurinn telst vera í hættu við Íslandsstrendur en á heimsvísu fellur stofninn í flokk LC (e. least concern) og því ekki talinn í hættu.

Samkvæmt Rauða lista (e. Red List of endangered species) Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. International Union for Conservation of Nature, IUCN) teljast sjö tegundir eru í hættu (e. endangered (EN)) og tvær tegundir sela teljast vera í nokkurri hættu (e. vulnerable (VU)). Alls eru það því níu tegundir sela sem teljast vera í hættu og huga þarf að verndun þeirra.

Tvær tegundir sela lifa á og við Ísland, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Landselur við Íslandsstrendur telst vera í hættu (EN) en útselur í nokkurri hættu (VU) samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....