Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta selir verið lengi í kafi í einu?

Jón Már Halldórsson

Rannsóknir á landselum sem meðal annars lifa hér við land hafa sýnt að þeir geta verið í kafi í allt að 25 mínútur í einu og farið niður á 300 metra dýpi í leit að fæðu.

Enginn selur kafar þó lengur en Weddelselurinn sem lifir við suðurheimskautið. Hann er vanalega 20 mínútur í kafi en mælingar hafa sýnt að hann getur verið allt að 73 mínútur undir yfirborði sjávar í einu.

En hvernig fara selir að því að vera svona lengi í kafi?

Þegar selir kafa anda þeir fyrst frá sér lofti til að minnka flotdrægni sína. Köfunarhæfni sína eiga selirnir því að þakka að í þeim er meira blóð á hvert líkamskíló en hjá landspendýrum, til dæmis hafa þeir allt að helmingi meira blóð en við mennirnir. Í selablóði er auk þess mun meira af blóðrauða (hemóglóbíni) og vöðvarauða (mýóglóbíni) en hjá okkur og það gerir selunum kleift að geyma mikið súrefni í æðum og líkamsvefjum í stað þess að fylla lungun en þá ættu þeir erfitt með að kafa.

Þegar selir kafar fellur hjartsláttartíðni þeirra niður um 10-20% af venjulegri tíðni. Þá eyða þeir minna af súrefni en ella. Selir þurfa að kafa eftir nær allri sinni fæðu og þess vegna hefur líkami þeirra aðlagað sig að löngum köfunarferðum. Selir lifa um allan heim, þeir eru við flestar strendur veraldar og meira að segja í nokkrum stöðuvötnum, svo sem í Finnlandi og í Baikalvatni í Síberíu.

Hægt er að lesa meira um seli í svörum við spurningunum:
  • Hvað eru margir selir við Ísland? eftir Jón Má Halldórsson
  • Sjá selir í lit?
  • Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?
  • Mynd: Aerobic & Anaerobic Metabolism

    Höfundur

    Jón Már Halldórsson

    líffræðingur

    Útgáfudagur

    20.4.2004

    Spyrjandi

    Leikskólinn Ásborg

    Tilvísun

    Jón Már Halldórsson. „Hvað geta selir verið lengi í kafi í einu?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2004, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4156.

    Jón Már Halldórsson. (2004, 20. apríl). Hvað geta selir verið lengi í kafi í einu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4156

    Jón Már Halldórsson. „Hvað geta selir verið lengi í kafi í einu?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2004. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4156>.

    Chicago | APA | MLA

    Senda grein til vinar

    =

    Hvað geta selir verið lengi í kafi í einu?
    Rannsóknir á landselum sem meðal annars lifa hér við land hafa sýnt að þeir geta verið í kafi í allt að 25 mínútur í einu og farið niður á 300 metra dýpi í leit að fæðu.

    Enginn selur kafar þó lengur en Weddelselurinn sem lifir við suðurheimskautið. Hann er vanalega 20 mínútur í kafi en mælingar hafa sýnt að hann getur verið allt að 73 mínútur undir yfirborði sjávar í einu.

    En hvernig fara selir að því að vera svona lengi í kafi?

    Þegar selir kafa anda þeir fyrst frá sér lofti til að minnka flotdrægni sína. Köfunarhæfni sína eiga selirnir því að þakka að í þeim er meira blóð á hvert líkamskíló en hjá landspendýrum, til dæmis hafa þeir allt að helmingi meira blóð en við mennirnir. Í selablóði er auk þess mun meira af blóðrauða (hemóglóbíni) og vöðvarauða (mýóglóbíni) en hjá okkur og það gerir selunum kleift að geyma mikið súrefni í æðum og líkamsvefjum í stað þess að fylla lungun en þá ættu þeir erfitt með að kafa.

    Þegar selir kafar fellur hjartsláttartíðni þeirra niður um 10-20% af venjulegri tíðni. Þá eyða þeir minna af súrefni en ella. Selir þurfa að kafa eftir nær allri sinni fæðu og þess vegna hefur líkami þeirra aðlagað sig að löngum köfunarferðum. Selir lifa um allan heim, þeir eru við flestar strendur veraldar og meira að segja í nokkrum stöðuvötnum, svo sem í Finnlandi og í Baikalvatni í Síberíu.

    Hægt er að lesa meira um seli í svörum við spurningunum:
  • Hvað eru margir selir við Ísland? eftir Jón Má Halldórsson
  • Sjá selir í lit?
  • Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?
  • Mynd: Aerobic & Anaerobic Metabolism

    ...