Yfirleitt er einstaklingsfjöldi smárra hryggleysingja miklu meiri en meðalstórra sjávarspendýra og byggist stofnstærðarmat á þeim, auk fiska, á allt annarri einingu en meðal sjávarspendýra. Vísindamenn meta stofnstærð nytjafiska við Íslandsstrendur í tonnum en telja fjölda einstaklinga hjá selastofnum. Fjölmargar tegundir fiska eru í mikilli útrýmingu. Síberíustyrjan (Acipenser baerii baerii) er til dæmis við það að hverfa úr rússneskum ám eins og Volgu. Alabama-styrjan (Scaphirhynchus suttkusi), villikarpinn (Cyprinus carpio) og silfurháfurinn (Balantiocheilos melanopterus) eru dæmi um fisktegundir í mikilli útrýmingarhættu en nákvæm stofnstærð liggur ekki fyrir. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á sjávarhryggleysingjum nema ef vera skyldi nokkrum nytjastofnum eins og rækju- eða humartegundum, þess vegna er erfitt að meta hvert ástandið meðal þúsunda tegunda sjávarhryggleysingja er í reynd. Myndin er fengin af vefsetrinu Alonissos.
Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?
Yfirleitt er einstaklingsfjöldi smárra hryggleysingja miklu meiri en meðalstórra sjávarspendýra og byggist stofnstærðarmat á þeim, auk fiska, á allt annarri einingu en meðal sjávarspendýra. Vísindamenn meta stofnstærð nytjafiska við Íslandsstrendur í tonnum en telja fjölda einstaklinga hjá selastofnum. Fjölmargar tegundir fiska eru í mikilli útrýmingu. Síberíustyrjan (Acipenser baerii baerii) er til dæmis við það að hverfa úr rússneskum ám eins og Volgu. Alabama-styrjan (Scaphirhynchus suttkusi), villikarpinn (Cyprinus carpio) og silfurháfurinn (Balantiocheilos melanopterus) eru dæmi um fisktegundir í mikilli útrýmingarhættu en nákvæm stofnstærð liggur ekki fyrir. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á sjávarhryggleysingjum nema ef vera skyldi nokkrum nytjastofnum eins og rækju- eða humartegundum, þess vegna er erfitt að meta hvert ástandið meðal þúsunda tegunda sjávarhryggleysingja er í reynd. Myndin er fengin af vefsetrinu Alonissos.
Útgáfudagur
18.11.2002
Spyrjandi
Þórdís Holm, f. 1992
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2002, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2869.
Jón Már Halldórsson. (2002, 18. nóvember). Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2869
Jón Már Halldórsson. „Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2002. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2869>.