Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?

Jón Már Halldórsson

Í svari við spurningunni Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi? var eilítið fjallað um smávaxna hnísutegund sem lifir á afmörkuðu svæði í Mexíkóflóa undan ströndum N-Ameríku og kallast á erlendum tungumálum Vaquita (Phocoena sinus). Þessi tegund hefur yfirleitt verið talin sjaldgæfasta sjávarspendýrið enda er heildarstofnstærð tegundarinnar vart meira en 200 dýr.

Nokkrar tegundir sela hafa verið taldar á barmi útdauða svo sem Hawaii-munkaselurinn (Monachus schauinslandi) og Miðjarðarhafs-munkaselurinn (Monachus monachus). Stofnstærð Miðjarðarhafs-munkaselsins er vart meiri en 500 dýr og stofnstærðarmat á Hawaii-munkaselnum frá 1994 bendir til þess að stofninn sé um 1400 dýr.



Yfirleitt er einstaklingsfjöldi smárra hryggleysingja miklu meiri en meðalstórra sjávarspendýra og byggist stofnstærðarmat á þeim, auk fiska, á allt annarri einingu en meðal sjávarspendýra. Vísindamenn meta stofnstærð nytjafiska við Íslandsstrendur í tonnum en telja fjölda einstaklinga hjá selastofnum.

Fjölmargar tegundir fiska eru í mikilli útrýmingu. Síberíustyrjan (Acipenser baerii baerii) er til dæmis við það að hverfa úr rússneskum ám eins og Volgu. Alabama-styrjan (Scaphirhynchus suttkusi), villikarpinn (Cyprinus carpio) og silfurháfurinn (Balantiocheilos melanopterus) eru dæmi um fisktegundir í mikilli útrýmingarhættu en nákvæm stofnstærð liggur ekki fyrir.

Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á sjávarhryggleysingjum nema ef vera skyldi nokkrum nytjastofnum eins og rækju- eða humartegundum, þess vegna er erfitt að meta hvert ástandið meðal þúsunda tegunda sjávarhryggleysingja er í reynd.

Myndin er fengin af vefsetrinu Alonissos.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.11.2002

Spyrjandi

Þórdís Holm, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2002. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2869.

Jón Már Halldórsson. (2002, 18. nóvember). Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2869

Jón Már Halldórsson. „Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2002. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2869>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?
Í svari við spurningunni Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi? var eilítið fjallað um smávaxna hnísutegund sem lifir á afmörkuðu svæði í Mexíkóflóa undan ströndum N-Ameríku og kallast á erlendum tungumálum Vaquita (Phocoena sinus). Þessi tegund hefur yfirleitt verið talin sjaldgæfasta sjávarspendýrið enda er heildarstofnstærð tegundarinnar vart meira en 200 dýr.

Nokkrar tegundir sela hafa verið taldar á barmi útdauða svo sem Hawaii-munkaselurinn (Monachus schauinslandi) og Miðjarðarhafs-munkaselurinn (Monachus monachus). Stofnstærð Miðjarðarhafs-munkaselsins er vart meiri en 500 dýr og stofnstærðarmat á Hawaii-munkaselnum frá 1994 bendir til þess að stofninn sé um 1400 dýr.



Yfirleitt er einstaklingsfjöldi smárra hryggleysingja miklu meiri en meðalstórra sjávarspendýra og byggist stofnstærðarmat á þeim, auk fiska, á allt annarri einingu en meðal sjávarspendýra. Vísindamenn meta stofnstærð nytjafiska við Íslandsstrendur í tonnum en telja fjölda einstaklinga hjá selastofnum.

Fjölmargar tegundir fiska eru í mikilli útrýmingu. Síberíustyrjan (Acipenser baerii baerii) er til dæmis við það að hverfa úr rússneskum ám eins og Volgu. Alabama-styrjan (Scaphirhynchus suttkusi), villikarpinn (Cyprinus carpio) og silfurháfurinn (Balantiocheilos melanopterus) eru dæmi um fisktegundir í mikilli útrýmingarhættu en nákvæm stofnstærð liggur ekki fyrir.

Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á sjávarhryggleysingjum nema ef vera skyldi nokkrum nytjastofnum eins og rækju- eða humartegundum, þess vegna er erfitt að meta hvert ástandið meðal þúsunda tegunda sjávarhryggleysingja er í reynd.

Myndin er fengin af vefsetrinu Alonissos.

...