Sólin Sólin Rís 10:39 • sest 15:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:40 • Sest 22:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:26 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:56 • Síðdegis: 16:54 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað kallast hvalaættkvíslin "Right whale" á íslensku?

Sléttbakur (Eubalaena glacialis) er ein þriggja tegunda innan ættkvíslarinnar Eubalaena sem á íslensku hefur verkið kölluð höttungar en á ensku right whale. Sléttbakurinn, sem einnig hefur gengið undir nöfnum eins og íslandssléttbakur, hafurfiskur, hafurkitti, höddunefur og norðkaprari, á heimkynni sín í Norður-Atlantshafinu, aðallega við austurströnd Norður-Ameríku og suðurodda Grænlands. Hinar tegundirnar tvær lifa í Norður-Kyrrahafi (Eubalaena japonica) og á suðurhveli jarðar (Eubalaena australis).

Sléttbakurinn er mjög stór skepna. Kýrnar eru að jafnaði stærri en tarfarnir og geta orðið um eða yfir 80 tonn að þyngd og 18 metrar að lengd.

Teikning sem sýnir stærðarhlutföll sléttbaks og manneskju.

Sléttbakur er skíðishvalur sem þýðir að í stað tanna er hann með skíði sem vaxa í hundraðatali niður úr efri kjálkanum. Hann nærist með því að synda með opið ginið og sía fæði úr sjónum sem rennur inn um kjaftinn og síðan út milli skíðanna. Meginfæða sléttbaksins eru sviflæg krabbadýr sem finnast í efstu lögum sjávar og þá aðallega ljósáta en einnig rauðáta. Stærðar skepna eins og fullorðinn sléttbakur þarf allt að tvö tonn af æti á dag.

Sléttbakar verða meira en 70 ára gamlir en kynþroska 6-9 ára. Talið er að sléttbakskýr beri á 2-4 ára fresti og er meðgangan um það bil 12 mánuðir. Við burð er kálfurinn um fjögurra metra langur og rúmlega eitt tonn að þyngd. Svo virðist sem samband móður og kálfs sé mjög náið hjá tegundinni en kálfurinn er á spena í allt að 12 mánuði.

Sléttbakskýr og kálfur.

Sléttbakurinn er sagður vera forvitin skepna og auðvelt að nálgast hann. Einnig er hann hægsyndur og það feitur að hann sekkur ekki auðveldlega þótt búið sé að veiða hann. Allt þetta gerði hann að auðveldri bráð enda var hann mjög mikið veiddur fyrr á tímum. Af einmitt þeirri ástæðu var þeim gefið enska heitið Right whale eða „hinn rétti hvalur“ til að veiða.

Á miðöldum var sléttbakurinn mjög algengur í heit og kaldtempruðum sjó Atlantshafsins, meðal annars á hafsvæðinu í kringum Ísland. Miklar veiðar hófust á honum strax á 11. öld og voru Baskar hvað atkvæðamestir í þessum veiðum. Seinna bættust aðrar þjóðir við svo sem Hollendingar, Danir og Englendingar. Fyrst var sléttbaknum eytt í Biskajaflóa en svo leituðu hvalfangarar lengra norður á bóginn. Talið er að um aldamótin 1700 hafi stofninn verið að mestu hruninn á austanverðu Atlantshafi og öld síðar við austurströnd Norður-Ameríku.

Stöðugt vaxandi eftirspurn eftir afurðum sléttbaksins olli þessari rányrkju á honum. Meðal annars var hvallýsið sérstaklega gott sem ljósgjafi og hafði yfirburði miðað við aðra ljósgjafa sem voru í boði á þessum tímum. Lýsið brann með bjartari loga og minni reyk en aðrir ljósgjafar, meðal annars tólgarkerti. Síðar urðu skíði hvalsins eftirsótt en þau eru í senn sterk og sveigjanleg og hentuðu meðal annars í lífstykki, regnhlífar og veiðistangir.

Sléttbakur var ofveiddur öldum saman og tegundin hefur ekki náð sér þrátt fyrir að hafa verið friðuð frá 1935.

Sléttbakurinn á Norður-Atlantshafi hefur ekki náð sér aftur eftir ofveiði síðustu alda þrátt fyrir að hafa verð friðaður síðan 1935. Tegundinni er skipt upp í vesturstofn og austurstofn. Ástand vesturstofnsins, það er að segja dýra við austurströnd Norður-Ameríku, er mun betra og telur sennilega rúmlega fjögur hundruð dýr en af þeim eru þó aðeins um helmingurinn frjó dýr sem gætu mögulega fjölgað sér. Auk þess hefur þeirra meginfæðusvæði í Main-flóa á austurströnd Bandaríkjanna hlýnað þrefalt hraðar en önnur hafsvæði og því breytt tegundasamsetningu svæðisins með minnkuðu fæðuframboði fyrir sléttbakana. Tegundin tlest því formlega vera á barmi útrýmingar. Þessi stofn hefur árstíðarbundið far meðfram ströndum Norður-Ameríku, fer í norður í fæðuleit yfir sumartímann en heldur í suður um fengitíma og burð að vetri. Á þessum slóðum, úti fyrir austurströnd Norður-Ameríku, er mikil skipaumferð og er það ein helsta ógn við sléttbakinn en árið 2017 drápust 17 dýr vegna árekstra við skip eða festust í veiðarfærum.

Austurstofninn, sá stofn sem mætti kalla íslandssléttbak, er fræðilega séð nánast útdauður, en heildarfjöldinn telur sennilega í kringum fáeina tugi dýra. Litlar upplýsingar eru þess vegna um far þeirra og lítið hefur sést til þeirra. Forn burðarsvæði þeirra eru við strendur Vestur-Sahara en ekki hefur sést til neinna dýra þar í áratugi.

Lítið hefur sést til sléttbaks hér við land undanfarin ár og áratugi en eitt dýr sást í Faxaflóa í hvalaskoðunarferð sumarið 2018. Bandarískir vísindamenn þekktu þennan hval af myndum en fram að þessu hafði hann verið við strendur Norður-Ameríku og haldið til við Kanada á sumrin. Talið er að þessi hvalur hafi verið í leit að nýjum fæðulendum þar sem þeirra helstu fæðulendur við austurströnd Norður-Ameríku virðast vera að bresta. Þetta mun hafa vera fyrsta Íslandsferð þessa tíu ára gamla hvals.

Heimildir og myndir:

Höfundur þakkar Eddu Elísabet Magnúsdóttur, aðjúnkt í líffræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.9.2020

Spyrjandi

Gudmundur Reynisson, Selma Rún Bjarnadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?“ Vísindavefurinn, 24. september 2020. Sótt 29. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=76163.

Jón Már Halldórsson. (2020, 24. september). Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76163

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2020. Vefsíða. 29. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76163>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um íslandssléttbak?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað kallast hvalaættkvíslin "Right whale" á íslensku?

Sléttbakur (Eubalaena glacialis) er ein þriggja tegunda innan ættkvíslarinnar Eubalaena sem á íslensku hefur verkið kölluð höttungar en á ensku right whale. Sléttbakurinn, sem einnig hefur gengið undir nöfnum eins og íslandssléttbakur, hafurfiskur, hafurkitti, höddunefur og norðkaprari, á heimkynni sín í Norður-Atlantshafinu, aðallega við austurströnd Norður-Ameríku og suðurodda Grænlands. Hinar tegundirnar tvær lifa í Norður-Kyrrahafi (Eubalaena japonica) og á suðurhveli jarðar (Eubalaena australis).

Sléttbakurinn er mjög stór skepna. Kýrnar eru að jafnaði stærri en tarfarnir og geta orðið um eða yfir 80 tonn að þyngd og 18 metrar að lengd.

Teikning sem sýnir stærðarhlutföll sléttbaks og manneskju.

Sléttbakur er skíðishvalur sem þýðir að í stað tanna er hann með skíði sem vaxa í hundraðatali niður úr efri kjálkanum. Hann nærist með því að synda með opið ginið og sía fæði úr sjónum sem rennur inn um kjaftinn og síðan út milli skíðanna. Meginfæða sléttbaksins eru sviflæg krabbadýr sem finnast í efstu lögum sjávar og þá aðallega ljósáta en einnig rauðáta. Stærðar skepna eins og fullorðinn sléttbakur þarf allt að tvö tonn af æti á dag.

Sléttbakar verða meira en 70 ára gamlir en kynþroska 6-9 ára. Talið er að sléttbakskýr beri á 2-4 ára fresti og er meðgangan um það bil 12 mánuðir. Við burð er kálfurinn um fjögurra metra langur og rúmlega eitt tonn að þyngd. Svo virðist sem samband móður og kálfs sé mjög náið hjá tegundinni en kálfurinn er á spena í allt að 12 mánuði.

Sléttbakskýr og kálfur.

Sléttbakurinn er sagður vera forvitin skepna og auðvelt að nálgast hann. Einnig er hann hægsyndur og það feitur að hann sekkur ekki auðveldlega þótt búið sé að veiða hann. Allt þetta gerði hann að auðveldri bráð enda var hann mjög mikið veiddur fyrr á tímum. Af einmitt þeirri ástæðu var þeim gefið enska heitið Right whale eða „hinn rétti hvalur“ til að veiða.

Á miðöldum var sléttbakurinn mjög algengur í heit og kaldtempruðum sjó Atlantshafsins, meðal annars á hafsvæðinu í kringum Ísland. Miklar veiðar hófust á honum strax á 11. öld og voru Baskar hvað atkvæðamestir í þessum veiðum. Seinna bættust aðrar þjóðir við svo sem Hollendingar, Danir og Englendingar. Fyrst var sléttbaknum eytt í Biskajaflóa en svo leituðu hvalfangarar lengra norður á bóginn. Talið er að um aldamótin 1700 hafi stofninn verið að mestu hruninn á austanverðu Atlantshafi og öld síðar við austurströnd Norður-Ameríku.

Stöðugt vaxandi eftirspurn eftir afurðum sléttbaksins olli þessari rányrkju á honum. Meðal annars var hvallýsið sérstaklega gott sem ljósgjafi og hafði yfirburði miðað við aðra ljósgjafa sem voru í boði á þessum tímum. Lýsið brann með bjartari loga og minni reyk en aðrir ljósgjafar, meðal annars tólgarkerti. Síðar urðu skíði hvalsins eftirsótt en þau eru í senn sterk og sveigjanleg og hentuðu meðal annars í lífstykki, regnhlífar og veiðistangir.

Sléttbakur var ofveiddur öldum saman og tegundin hefur ekki náð sér þrátt fyrir að hafa verið friðuð frá 1935.

Sléttbakurinn á Norður-Atlantshafi hefur ekki náð sér aftur eftir ofveiði síðustu alda þrátt fyrir að hafa verð friðaður síðan 1935. Tegundinni er skipt upp í vesturstofn og austurstofn. Ástand vesturstofnsins, það er að segja dýra við austurströnd Norður-Ameríku, er mun betra og telur sennilega rúmlega fjögur hundruð dýr en af þeim eru þó aðeins um helmingurinn frjó dýr sem gætu mögulega fjölgað sér. Auk þess hefur þeirra meginfæðusvæði í Main-flóa á austurströnd Bandaríkjanna hlýnað þrefalt hraðar en önnur hafsvæði og því breytt tegundasamsetningu svæðisins með minnkuðu fæðuframboði fyrir sléttbakana. Tegundin tlest því formlega vera á barmi útrýmingar. Þessi stofn hefur árstíðarbundið far meðfram ströndum Norður-Ameríku, fer í norður í fæðuleit yfir sumartímann en heldur í suður um fengitíma og burð að vetri. Á þessum slóðum, úti fyrir austurströnd Norður-Ameríku, er mikil skipaumferð og er það ein helsta ógn við sléttbakinn en árið 2017 drápust 17 dýr vegna árekstra við skip eða festust í veiðarfærum.

Austurstofninn, sá stofn sem mætti kalla íslandssléttbak, er fræðilega séð nánast útdauður, en heildarfjöldinn telur sennilega í kringum fáeina tugi dýra. Litlar upplýsingar eru þess vegna um far þeirra og lítið hefur sést til þeirra. Forn burðarsvæði þeirra eru við strendur Vestur-Sahara en ekki hefur sést til neinna dýra þar í áratugi.

Lítið hefur sést til sléttbaks hér við land undanfarin ár og áratugi en eitt dýr sást í Faxaflóa í hvalaskoðunarferð sumarið 2018. Bandarískir vísindamenn þekktu þennan hval af myndum en fram að þessu hafði hann verið við strendur Norður-Ameríku og haldið til við Kanada á sumrin. Talið er að þessi hvalur hafi verið í leit að nýjum fæðulendum þar sem þeirra helstu fæðulendur við austurströnd Norður-Ameríku virðast vera að bresta. Þetta mun hafa vera fyrsta Íslandsferð þessa tíu ára gamla hvals.

Heimildir og myndir:

Höfundur þakkar Eddu Elísabet Magnúsdóttur, aðjúnkt í líffræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar....