Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim?

Edda Elísabet Magnúsdóttir

Skíðishvalir eru meðal stærstu dýra jarðar. Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) er skíðishvalur og er hún stærsta dýrið sem vitað er til að hafi lifað á jörðinni. Vegna stærðarinnar eru skíðishvalir betur í stakk búnir til að takast á við köld búsvæði en því stærra sem yfirborð líkamans er, því lengur er líkaminn að tapa hita. Þar sem skíðishvalir halda sjaldnast til í hópum þurfa þeir gjarnan að treysta á sjálfa sig til að verjast ýmsum ógnum í sjónum. Þá kemur stór líkami sér einnig vel.



Steypireyðurin getur náð allt að 34 m lengd og vegið allt að 190 tonn.

Helsta einkenni skíðishvala eru skíðin sem vaxa í hundraðatali niður úr efri kjálkanum í stað tanna, en fjöldi skíða er breytilegur milli tegunda. Á fósturskeiði mótar fyrir tönnum í skíðishvölum en við fæðingu hafa tennurnar horfið. Þessi þróunarlega vísbending gefur til kynna skyldleika tann- og skíðishvala en erfðafræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir eiga sér sameiginlegan forföður.



Þversnið af skolti reyðarhvals.



Hnúfubakur sýnir skíðin þegar hann sækir sér æti við yfirborðið.

Þær núlifandi skíðishvalategundir sem þekkjast í dag eru flokkaðar í fjórar ættir sem hér eru taldar upp, ásamt tegundunum sem tilheyra þeim:

  • Sléttbakaætt (Balaenidae)
    • norðhvalur (Balaena mysticetus), norður-atlantshafssléttbakur (Eubalena glacialis), norður-kyrrahafssléttbakur (Eubalena japonica) og sunnan sléttbakur (Eubalena australis)

  • Reyðarhvalaætt (Balaenopteridae)
    • steypireyður, langreyður (Balaenoptera physalus), sandreyður (Balaenoptera borealis), norður-atlantshafshrefna/hrafnreyður (Balaenoptera acutorostrata), suðurhvelshrefna/hrafnreyður (Balaenoptera bonaerensis), þrjár tegundir skorureyðarhvala (Balaenoptera brydei, Balaenoptera edeni og Balaenoptera omurai) og hnúfubakur (Megaptera novaeangliae)

  • Sandlægjuætt (Eschrichtiidae)
    • sandlægja (Eschrichtius robustus)

  • Smásléttbakaætt (Neobalaenidae)
    • smásléttbakur (Caperea marginata)

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Baleen whales. 2005. A Sea World Education Department Publication. 25 pp.
  • Clapham, P.J.,Young, S. and Brownell Jr, R.I. 1999. Baleen whales: conservation issues and the status of the most endangered populations. Mammal Rev., 29: 35–60.
  • Corkeron, P.J. and Connor, R. 1999. Why do baleen whales migrate? Marine Mammal Science, 15:1228-1245.
  • Edda Elísabet Magnúsdóttir, 2007. Year-round distribution of white-beaked dolphins (Lageorhynchus albirostris) off the SW-coast of Iceland. M.Paed. thesis. University of Iceland.
  • Edda Elísabet Magnúsdóttir, Rasmussen, M.H., and Lammers, M.O. 2010. Combining visual and fixed passive acoustic methods to measure annual variability of cetacean occurrence at the NE-coast of Iceland. Lecture at the 159th Meeting of the Acoustical Society of America, Baltimore, Maryland, 19. - 23. April 2010.
  • George, J.C., Bada, J., Zeh, J., Scott, L., Brown, S.E., O'Hara, T. and Suydam, R. 1999. Age and growth estimates of bowhead whales (Balaena mysticetus) via aspartic acid racemization. Canadian Journal of Zoology, 77:571-580.
  • Hamilton, P.K., Knowlton, A.R., Markx, M.K. and Kraus, S.D. 1998. Age structure and longevity in North Atlantic right whales Eubalaena glacialis and their relation to reproduction. Mar Ecol Prog Ser., 171: 285-292.
  • Japanese Research on Antarctic Whale Resources. 1991. Institute of Cetacean Research.
  • Leatherwood, S. and Reeves, R.R. 1983. The Sierra Club Handbook of Whales and Dolphins. Sierra Club Books, San Francisco, California. 320 pp.
  • Mann, J., Connor, R., & Tyack, P. and Whitehead, H. (Eds.) 2000. Cetacean Societies: Field studies of dolphins and whales. The University of Chicago Press, Chicago. 443 pp.
  • Ralls, K. 1976. Mammals in which females are larger than males. Quarterly Review of Biology, 51:245–270.

Myndir:

Höfundur

Edda Elísabet Magnúsdóttir

doktor í líffræði

Útgáfudagur

2.6.2010

Spyrjandi

Sigrún Dís Hauksdóttir, f. 1995, Rebekka Ormslev, f. 1995

Tilvísun

Edda Elísabet Magnúsdóttir. „Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=24157.

Edda Elísabet Magnúsdóttir. (2010, 2. júní). Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24157

Edda Elísabet Magnúsdóttir. „Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24157>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim?
Skíðishvalir eru meðal stærstu dýra jarðar. Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) er skíðishvalur og er hún stærsta dýrið sem vitað er til að hafi lifað á jörðinni. Vegna stærðarinnar eru skíðishvalir betur í stakk búnir til að takast á við köld búsvæði en því stærra sem yfirborð líkamans er, því lengur er líkaminn að tapa hita. Þar sem skíðishvalir halda sjaldnast til í hópum þurfa þeir gjarnan að treysta á sjálfa sig til að verjast ýmsum ógnum í sjónum. Þá kemur stór líkami sér einnig vel.



Steypireyðurin getur náð allt að 34 m lengd og vegið allt að 190 tonn.

Helsta einkenni skíðishvala eru skíðin sem vaxa í hundraðatali niður úr efri kjálkanum í stað tanna, en fjöldi skíða er breytilegur milli tegunda. Á fósturskeiði mótar fyrir tönnum í skíðishvölum en við fæðingu hafa tennurnar horfið. Þessi þróunarlega vísbending gefur til kynna skyldleika tann- og skíðishvala en erfðafræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir eiga sér sameiginlegan forföður.



Þversnið af skolti reyðarhvals.



Hnúfubakur sýnir skíðin þegar hann sækir sér æti við yfirborðið.

Þær núlifandi skíðishvalategundir sem þekkjast í dag eru flokkaðar í fjórar ættir sem hér eru taldar upp, ásamt tegundunum sem tilheyra þeim:

  • Sléttbakaætt (Balaenidae)
    • norðhvalur (Balaena mysticetus), norður-atlantshafssléttbakur (Eubalena glacialis), norður-kyrrahafssléttbakur (Eubalena japonica) og sunnan sléttbakur (Eubalena australis)

  • Reyðarhvalaætt (Balaenopteridae)
    • steypireyður, langreyður (Balaenoptera physalus), sandreyður (Balaenoptera borealis), norður-atlantshafshrefna/hrafnreyður (Balaenoptera acutorostrata), suðurhvelshrefna/hrafnreyður (Balaenoptera bonaerensis), þrjár tegundir skorureyðarhvala (Balaenoptera brydei, Balaenoptera edeni og Balaenoptera omurai) og hnúfubakur (Megaptera novaeangliae)

  • Sandlægjuætt (Eschrichtiidae)
    • sandlægja (Eschrichtius robustus)

  • Smásléttbakaætt (Neobalaenidae)
    • smásléttbakur (Caperea marginata)

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Baleen whales. 2005. A Sea World Education Department Publication. 25 pp.
  • Clapham, P.J.,Young, S. and Brownell Jr, R.I. 1999. Baleen whales: conservation issues and the status of the most endangered populations. Mammal Rev., 29: 35–60.
  • Corkeron, P.J. and Connor, R. 1999. Why do baleen whales migrate? Marine Mammal Science, 15:1228-1245.
  • Edda Elísabet Magnúsdóttir, 2007. Year-round distribution of white-beaked dolphins (Lageorhynchus albirostris) off the SW-coast of Iceland. M.Paed. thesis. University of Iceland.
  • Edda Elísabet Magnúsdóttir, Rasmussen, M.H., and Lammers, M.O. 2010. Combining visual and fixed passive acoustic methods to measure annual variability of cetacean occurrence at the NE-coast of Iceland. Lecture at the 159th Meeting of the Acoustical Society of America, Baltimore, Maryland, 19. - 23. April 2010.
  • George, J.C., Bada, J., Zeh, J., Scott, L., Brown, S.E., O'Hara, T. and Suydam, R. 1999. Age and growth estimates of bowhead whales (Balaena mysticetus) via aspartic acid racemization. Canadian Journal of Zoology, 77:571-580.
  • Hamilton, P.K., Knowlton, A.R., Markx, M.K. and Kraus, S.D. 1998. Age structure and longevity in North Atlantic right whales Eubalaena glacialis and their relation to reproduction. Mar Ecol Prog Ser., 171: 285-292.
  • Japanese Research on Antarctic Whale Resources. 1991. Institute of Cetacean Research.
  • Leatherwood, S. and Reeves, R.R. 1983. The Sierra Club Handbook of Whales and Dolphins. Sierra Club Books, San Francisco, California. 320 pp.
  • Mann, J., Connor, R., & Tyack, P. and Whitehead, H. (Eds.) 2000. Cetacean Societies: Field studies of dolphins and whales. The University of Chicago Press, Chicago. 443 pp.
  • Ralls, K. 1976. Mammals in which females are larger than males. Quarterly Review of Biology, 51:245–270.

Myndir:

...