Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?

Edda Elísabet Magnúsdóttir

Skíðishvalir eru mjög algengir á köldum búsvæðum sem umlykja norður- og suðurpólinn. Á kaldari hafsvæðum, líkt og umhverfis Ísland, er gjarnan mikið æti að finna. Þar er mikið um smærri sjávardýr sem halda sig saman í stórum torfum, til að mynda sandsíli (Ammodytes spp.), krabbaflær (hópur smárra krabbadýrategunda), loðnu (Mallotus villosus), síld (Clupea harengus) og annan smáan torfufisk. Skíðin henta einkar vel til að sía þessar smærri lífverur úr sjónum.

Það er breytilegt milli ætta hvernig skíðishvalir nærast. Skíðishvalir af reyðarhvalaætt svo sem hrefnur, hnúfubakar og steypireyðar nærast með því að opna kjaftinn upp á gátt og fylla hann af sjó. Við það teygist úr renginu, en rengi eru fellingar undir neðri kjálka, það gerir reyðarhvalnum kleift að taka stóran gúlp af sjó.


Skýringarmynd sem sýnir hvernig rengi reyðarhvals þenst út þegar hann sækir sér fæðu, myndin er af langreyði.

Með sjógúlpnum berst fjöldinn allur af smáum lífverum upp í hvalinn. Því næst þrýstir hann vatninu út á milli skíðanna en fæðan situr eftir á skíðunum, hvalurinn notar svo tunguna til að ná fæðunni af skíðunum og til að kyngja henni. Reyðarhvalir geta með þessu móti viðhaldið straumlínulöguðum líkama, sem hentar vel þegar þeir synda og það er aðeins á því augnabliki sem þeir ná sér í fæðu að þeir margfalda rúmmál líkama síns.

Skíðishvali af sléttbakaætt (Balaenidae), það er norðhvalur og sléttbakar, skortir rengi en þeir hafa aftur á móti gríðarstóran kjaft og ákaflega löng skíði. Þessi líkamlegu eiginleikar gera það að verkum að norðhvalurinn og sléttbakarnir eru mun þunglamalegri og hægari á sundi en reyðarhvalir. Í stað þess að þenja kjaftinn út, líkt og reyðarhvalir, þá synda hvalir af sléttbakaætt um með opinn kjaftinn og sía þannig smáar sjávarlífverur úr sjónum.


Sléttbakurinn hefur ekkert rengi. Þess í stað hefur hann gríðarstóran skolt.

Flestir reyðarhvalir eru lítt matvandir og sækja meira eða minna í það sem að kjafti kemur. Steypireyðurin er þó undantekning frá þessu því hún er vandlát á fæðu og sækir fyrst og fremst í krabbaflær (til dæmis Copepoda og Euphausiacea). Hinar hvalaættirnar eru líkt og steypireyðurin mjög sérhæfðar í fæðuvali. Sléttbakaættin og smásléttbakaættin nærast nær eingöngu á krabbaflóm.

Smásléttbakaættin telur aðeins eina tegund, það er smásléttbakur, hann er líkt og sléttbakar og sandlægjur, án rengis. Mjög lítið er vitað um þennan dularafulla smáskíðishval en hann hefur aðeins fundist við suðurheimskautið. Fjórða ætt skíðishvala, sandlægjuættin, telur einnig aðeins eina tegund. Þessi ætt er talin útdauð í Norður-Atlantshafi og finnst nær eingöngu í Kyrrahafinu. Ólíkt öðrum skíðishvölum nærist sandlægjan eingöngu á botndýrum, þá helst marflóm. Þær veiðir hún með því að róta upp í sandbotninum með skoltinum og sía svo marflærnar úr upprótinu.


Skorureyður er eini reyðarhvalurinn sem aðeins finnst sunnan miðbaugs. Hér veltir hún sér við yfirborðið um leið og hún ræðst til atlögu á fiskivöðu. Talið er að reyðarhvalir velti sér á þennan hátt þegar þeir éta til að rugla bráðina í ríminu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir

Höfundur

Edda Elísabet Magnúsdóttir

doktor í líffræði

Útgáfudagur

16.6.2010

Spyrjandi

Ritstjórn, Thelma Ósk Sigurjónsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Edda Elísabet Magnúsdóttir. „Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2010, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56600.

Edda Elísabet Magnúsdóttir. (2010, 16. júní). Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56600

Edda Elísabet Magnúsdóttir. „Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2010. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56600>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?
Skíðishvalir eru mjög algengir á köldum búsvæðum sem umlykja norður- og suðurpólinn. Á kaldari hafsvæðum, líkt og umhverfis Ísland, er gjarnan mikið æti að finna. Þar er mikið um smærri sjávardýr sem halda sig saman í stórum torfum, til að mynda sandsíli (Ammodytes spp.), krabbaflær (hópur smárra krabbadýrategunda), loðnu (Mallotus villosus), síld (Clupea harengus) og annan smáan torfufisk. Skíðin henta einkar vel til að sía þessar smærri lífverur úr sjónum.

Það er breytilegt milli ætta hvernig skíðishvalir nærast. Skíðishvalir af reyðarhvalaætt svo sem hrefnur, hnúfubakar og steypireyðar nærast með því að opna kjaftinn upp á gátt og fylla hann af sjó. Við það teygist úr renginu, en rengi eru fellingar undir neðri kjálka, það gerir reyðarhvalnum kleift að taka stóran gúlp af sjó.


Skýringarmynd sem sýnir hvernig rengi reyðarhvals þenst út þegar hann sækir sér fæðu, myndin er af langreyði.

Með sjógúlpnum berst fjöldinn allur af smáum lífverum upp í hvalinn. Því næst þrýstir hann vatninu út á milli skíðanna en fæðan situr eftir á skíðunum, hvalurinn notar svo tunguna til að ná fæðunni af skíðunum og til að kyngja henni. Reyðarhvalir geta með þessu móti viðhaldið straumlínulöguðum líkama, sem hentar vel þegar þeir synda og það er aðeins á því augnabliki sem þeir ná sér í fæðu að þeir margfalda rúmmál líkama síns.

Skíðishvali af sléttbakaætt (Balaenidae), það er norðhvalur og sléttbakar, skortir rengi en þeir hafa aftur á móti gríðarstóran kjaft og ákaflega löng skíði. Þessi líkamlegu eiginleikar gera það að verkum að norðhvalurinn og sléttbakarnir eru mun þunglamalegri og hægari á sundi en reyðarhvalir. Í stað þess að þenja kjaftinn út, líkt og reyðarhvalir, þá synda hvalir af sléttbakaætt um með opinn kjaftinn og sía þannig smáar sjávarlífverur úr sjónum.


Sléttbakurinn hefur ekkert rengi. Þess í stað hefur hann gríðarstóran skolt.

Flestir reyðarhvalir eru lítt matvandir og sækja meira eða minna í það sem að kjafti kemur. Steypireyðurin er þó undantekning frá þessu því hún er vandlát á fæðu og sækir fyrst og fremst í krabbaflær (til dæmis Copepoda og Euphausiacea). Hinar hvalaættirnar eru líkt og steypireyðurin mjög sérhæfðar í fæðuvali. Sléttbakaættin og smásléttbakaættin nærast nær eingöngu á krabbaflóm.

Smásléttbakaættin telur aðeins eina tegund, það er smásléttbakur, hann er líkt og sléttbakar og sandlægjur, án rengis. Mjög lítið er vitað um þennan dularafulla smáskíðishval en hann hefur aðeins fundist við suðurheimskautið. Fjórða ætt skíðishvala, sandlægjuættin, telur einnig aðeins eina tegund. Þessi ætt er talin útdauð í Norður-Atlantshafi og finnst nær eingöngu í Kyrrahafinu. Ólíkt öðrum skíðishvölum nærist sandlægjan eingöngu á botndýrum, þá helst marflóm. Þær veiðir hún með því að róta upp í sandbotninum með skoltinum og sía svo marflærnar úr upprótinu.


Skorureyður er eini reyðarhvalurinn sem aðeins finnst sunnan miðbaugs. Hér veltir hún sér við yfirborðið um leið og hún ræðst til atlögu á fiskivöðu. Talið er að reyðarhvalir velti sér á þennan hátt þegar þeir éta til að rugla bráðina í ríminu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir