Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina?

Gunnar Þór Hallgrímsson

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina? Hvernig komast andarungarnir á legg þar?
Landnám sílamáfa

Talið er að sílamáfar Larus fuscus graellsii (1. mynd) hafi fyrst orpið hér á landi á árunum upp úr 1920 en varp við sunnanverðan Faxaflóa hófst ekki fyrr en upp úr 1950 (Finnur Guðmundsson, 1955). Síðan þá hefur fjölgunin verið ör og er sílamáfur nú langalgengasti máfurinn á suðvesturhorni landsins á tímabilinu frá mánaðarmótum febrúar/mars fram í september.

Á veturna dvelja íslenskir sílamáfar að mestu við suðurhluta Pýreneaskaga og í NV-Afríku (Ævar Petersen, 1998) en fara einnig að einhverju leyti vestur um haf til N-Ameríku (Hallgrímur Gunnarsson & Gunnar Þór Hallgrímsson, 2005).



1. mynd: Sílamáfur (Larus Fuscus graellsii)

Heildarstofnstærð sílamáfs hérlendis hefur ekki verið könnuð ítarlega en stofnstærðarmælingar sem gerðar voru á Miðnesheiði á Reykjanesskaga sumarið 2004 gáfu þá niðurstöðu að þar væru um 36.600 varppör (Gunnar Þór Hallgrímsson og Páll Hersteinsson, 2005). Sílamáfsstofninn á Íslandi er talinn vera um 40 – 50 þúsund pör og heldur stærsti hluti stofnsins til á Miðnesheiði. Segja má að varpið þar hafi verið leiðandi í fjölgun sílamáfa og gefi því góða mynd af fjölgun sílamáfastofnsins hérlendis (2. mynd).

Fjölgun máfa við Tjörnina

Ljóst er að samfara mikilli fjölgun íslenska sílamáfastofnsins eykst viðvera þeirra inni í borgum og bæjum en þar er þó aðeins um lítinn hluta heildarstofnsins að ræða. Máfarnir sækja aðallega í úrgang sem fellur frá mannfólkinu og Reykjavíkurtjörn er einn af þeim stöðum þar sem auðvelt er að ná í fæðu. Brauð sem ætlað er öndunum endar þá oft í skolti máfanna sem eru mun aðgangsharðari í samkeppni um brauðið en endurnar. Fjölgun sílamáfa á Tjörninni er vafalaust afleiðing mikillar fjölgunar í stofninum.



2. mynd: Fjöldi verpandi sílamáfa á Miðnesheiði á Reykjanesskaga (Gunnar Þór Hallgrímsson & Páll Hersteinsson 2005).

Síðsumars 2005 og allt sumarið 2006 bar óvenju mikið á sílamáfum inni í borginni. Skýringin á þessari fjölgun er þó ekki sú að fjölgað hafi í sílamáfastofninum síðustu tvö ár. Þvert á móti fækkaði varpfuglum nokkuð 2005 og algjört hrun varð í varpinu sumarið 2006 (Gunnar Þór Hallgrímsson ofl., óbirt). Líklegasta skýringin á þessari skyndilegu aukningu máfa á höfuðborgarsvæðinu er því sú að þeir sæki í auknum mæli inn í borgina.

Ástæður þessarar hegðunar eru ekki að fullu ljósar, en svo virðist sem hrygning sandsíla Ammodytes spp. hafi brugðist (hafro.is) en sílin eru talin mikilvæg fæða sílamáfa við Ísland (Agnar Ingólfsson & Jón Gunnar Ottósson 1975, Gunnar Þór Hallgrímsson, óbirt). Sé þetta raunin eru ekki raunhæfar aðgerðir sem miða að því að draga úr ásökn máfa inn á höfuðborgarsvæðið með því að fækka í stofninum sjálfum.

Samkeppni og afrán

Ágengni ýmissa máfategunda gagnvart öðrum fuglategundum hefur löngum verið notuð sem rök með því að gripið verði til aðgerða til að fækka í stofninum. Almennt er talið að þeir hafi neikvæð áhrif á margar aðrar fuglategundir (Finney o.fl. 2003). Margar andategundir sækjast hins vegar sérstaklega eftir því að verpa innan máfavarpa og er talið að það veiti þeim vernd gegn ýmsum öðrum fuglategundum, til dæmis hröfnungum (Corvidae), og sumum landafræningjum (Swennen 1989).

Það er þó ljóst að máfar ræna einnig andarungum, í mismiklum mæli þó eftir tegundum og svæðum. Svartbakar Larus marinus eru til dæmis þekktir fyrir að éta æðarunga á sumrin og hefur fæðuval þeirra verið rannsakað sérstaklega hérlendis (Agnar Ingólfsson 1976).

Talið er líklegt að máfar og æðarfuglar hafi lifað lengi saman þar sem búsvæði þeirra skarast mjög mikið (Swennen 1989). Ekkert bendir þó til að mikil fjölgun máfa á síðustu 100 árum hafi haft teljandi áhrif á æðarstofna (Cramp & Simmons 1982). Eitt stærsta æðarvarp landsins er til dæmis við Bessastaði á Álftanesi, um 3000 hreiður árið 1990, og á sama svæði er sílamáfavarp með um 350-500 pörum (Kristbjörn Egilsson o.fl. 2004).

Hérlendis hafa engar rannsóknir verið birtar á beinum áhrifum máfa á aðrar fuglategundir. Erfitt að segja til um það hversu mikil áhrif máfarnir hafa á endur sem lifa á Tjörninni í venjulega árferði. Sumarið 2006 sker sig úr hvað fjölda andarunga á Tjörninni varðar, en aldrei hafa færri ungar komist á legg síðan mælingar hófust árið 1973 (Ólafur K. Nielsen, munnl. uppl.).

Telja má líklegt að ásókn máfa í andarunga hafi verið meiri á þessu ári vegna fæðuskorts og að mikið afrán af þeirra völdum geti skýrt slakan varpárangur hjá öndunum á Tjörninni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Agnar Ingólfsson & Jón Gunnar Ottósson. 1975. Rannsóknir á umferð fugla við Keflavíkurflugvöll. Líffræðistofnun Háskólans. 40 bls.
  • Agnar Ingólfsson. 1976. The feeding habits og great black-backed gulls, Larus marinus, and glaucous gulls, L. hyperboreus, in Iceland. Acta Naturalia Islandica nr 24. Museum of Natural History.
  • Cramp S. & K.E.L. Simmons. 1982. The Birds of the Western Palearctic. Vol. III. 913 bls.
  • Finney, S.K., M.P. Harris, L.F. Keller, D.A. Elston, P. Monaghan & S. Wanless. 2003. Reducing the density of breeding gulls influences the pattern of recruitment of immature Atlantic puffins (Fratercula arctica) to a breeding colony. Journal of Applied Ecology. 40: 545-552.
  • Finnur Guðmundsson. 1955. Íslenskir fuglar XII. Sílamáfur (Larus fuscus). Náttúrufræðingurinn. 25: 215-226.
  • Gunnar Þór Hallgrímsson & Páll Hersteinsson. 2005. Varpstofn sílamáfs á Miðnesheiði sumarið 2004 – könnun á stærð og útbreiðslu varpsins. Skýrsla til Flugmálastjórnar. 8 bls.
  • Hallgrímur Gunnarsson & Gunnar Þór Hallgrímsson. 2005. Íslenskur sílamáfur á Puerto Rico. Bliki 26: 71.
  • Kristbjörn Egilsson, Guðmundur Guðjónsson og Guðmundur A. Guðmundsson. 2004 Gróður og fuglalíf á Álftanesi. Skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands nr .04012.
  • Swennen, C. 1989. Gull predation upon eider (Somateria mollissima) ducklings: destruction or elimination of the unfit?. Ardea. 77: 21-45
  • Ævar Petersen. 1998. Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell, Reykjavík. 312 bls.

Höfundur

líffræðingur við Náttúrustofu Reykjaness og Líffræðistofnun Háskóla Íslands

Útgáfudagur

30.8.2006

Spyrjandi

Margrét Hugrún

Tilvísun

Gunnar Þór Hallgrímsson. „Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2006, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6160.

Gunnar Þór Hallgrímsson. (2006, 30. ágúst). Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6160

Gunnar Þór Hallgrímsson. „Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2006. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6160>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina? Hvernig komast andarungarnir á legg þar?
Landnám sílamáfa

Talið er að sílamáfar Larus fuscus graellsii (1. mynd) hafi fyrst orpið hér á landi á árunum upp úr 1920 en varp við sunnanverðan Faxaflóa hófst ekki fyrr en upp úr 1950 (Finnur Guðmundsson, 1955). Síðan þá hefur fjölgunin verið ör og er sílamáfur nú langalgengasti máfurinn á suðvesturhorni landsins á tímabilinu frá mánaðarmótum febrúar/mars fram í september.

Á veturna dvelja íslenskir sílamáfar að mestu við suðurhluta Pýreneaskaga og í NV-Afríku (Ævar Petersen, 1998) en fara einnig að einhverju leyti vestur um haf til N-Ameríku (Hallgrímur Gunnarsson & Gunnar Þór Hallgrímsson, 2005).



1. mynd: Sílamáfur (Larus Fuscus graellsii)

Heildarstofnstærð sílamáfs hérlendis hefur ekki verið könnuð ítarlega en stofnstærðarmælingar sem gerðar voru á Miðnesheiði á Reykjanesskaga sumarið 2004 gáfu þá niðurstöðu að þar væru um 36.600 varppör (Gunnar Þór Hallgrímsson og Páll Hersteinsson, 2005). Sílamáfsstofninn á Íslandi er talinn vera um 40 – 50 þúsund pör og heldur stærsti hluti stofnsins til á Miðnesheiði. Segja má að varpið þar hafi verið leiðandi í fjölgun sílamáfa og gefi því góða mynd af fjölgun sílamáfastofnsins hérlendis (2. mynd).

Fjölgun máfa við Tjörnina

Ljóst er að samfara mikilli fjölgun íslenska sílamáfastofnsins eykst viðvera þeirra inni í borgum og bæjum en þar er þó aðeins um lítinn hluta heildarstofnsins að ræða. Máfarnir sækja aðallega í úrgang sem fellur frá mannfólkinu og Reykjavíkurtjörn er einn af þeim stöðum þar sem auðvelt er að ná í fæðu. Brauð sem ætlað er öndunum endar þá oft í skolti máfanna sem eru mun aðgangsharðari í samkeppni um brauðið en endurnar. Fjölgun sílamáfa á Tjörninni er vafalaust afleiðing mikillar fjölgunar í stofninum.



2. mynd: Fjöldi verpandi sílamáfa á Miðnesheiði á Reykjanesskaga (Gunnar Þór Hallgrímsson & Páll Hersteinsson 2005).

Síðsumars 2005 og allt sumarið 2006 bar óvenju mikið á sílamáfum inni í borginni. Skýringin á þessari fjölgun er þó ekki sú að fjölgað hafi í sílamáfastofninum síðustu tvö ár. Þvert á móti fækkaði varpfuglum nokkuð 2005 og algjört hrun varð í varpinu sumarið 2006 (Gunnar Þór Hallgrímsson ofl., óbirt). Líklegasta skýringin á þessari skyndilegu aukningu máfa á höfuðborgarsvæðinu er því sú að þeir sæki í auknum mæli inn í borgina.

Ástæður þessarar hegðunar eru ekki að fullu ljósar, en svo virðist sem hrygning sandsíla Ammodytes spp. hafi brugðist (hafro.is) en sílin eru talin mikilvæg fæða sílamáfa við Ísland (Agnar Ingólfsson & Jón Gunnar Ottósson 1975, Gunnar Þór Hallgrímsson, óbirt). Sé þetta raunin eru ekki raunhæfar aðgerðir sem miða að því að draga úr ásökn máfa inn á höfuðborgarsvæðið með því að fækka í stofninum sjálfum.

Samkeppni og afrán

Ágengni ýmissa máfategunda gagnvart öðrum fuglategundum hefur löngum verið notuð sem rök með því að gripið verði til aðgerða til að fækka í stofninum. Almennt er talið að þeir hafi neikvæð áhrif á margar aðrar fuglategundir (Finney o.fl. 2003). Margar andategundir sækjast hins vegar sérstaklega eftir því að verpa innan máfavarpa og er talið að það veiti þeim vernd gegn ýmsum öðrum fuglategundum, til dæmis hröfnungum (Corvidae), og sumum landafræningjum (Swennen 1989).

Það er þó ljóst að máfar ræna einnig andarungum, í mismiklum mæli þó eftir tegundum og svæðum. Svartbakar Larus marinus eru til dæmis þekktir fyrir að éta æðarunga á sumrin og hefur fæðuval þeirra verið rannsakað sérstaklega hérlendis (Agnar Ingólfsson 1976).

Talið er líklegt að máfar og æðarfuglar hafi lifað lengi saman þar sem búsvæði þeirra skarast mjög mikið (Swennen 1989). Ekkert bendir þó til að mikil fjölgun máfa á síðustu 100 árum hafi haft teljandi áhrif á æðarstofna (Cramp & Simmons 1982). Eitt stærsta æðarvarp landsins er til dæmis við Bessastaði á Álftanesi, um 3000 hreiður árið 1990, og á sama svæði er sílamáfavarp með um 350-500 pörum (Kristbjörn Egilsson o.fl. 2004).

Hérlendis hafa engar rannsóknir verið birtar á beinum áhrifum máfa á aðrar fuglategundir. Erfitt að segja til um það hversu mikil áhrif máfarnir hafa á endur sem lifa á Tjörninni í venjulega árferði. Sumarið 2006 sker sig úr hvað fjölda andarunga á Tjörninni varðar, en aldrei hafa færri ungar komist á legg síðan mælingar hófust árið 1973 (Ólafur K. Nielsen, munnl. uppl.).

Telja má líklegt að ásókn máfa í andarunga hafi verið meiri á þessu ári vegna fæðuskorts og að mikið afrán af þeirra völdum geti skýrt slakan varpárangur hjá öndunum á Tjörninni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Agnar Ingólfsson & Jón Gunnar Ottósson. 1975. Rannsóknir á umferð fugla við Keflavíkurflugvöll. Líffræðistofnun Háskólans. 40 bls.
  • Agnar Ingólfsson. 1976. The feeding habits og great black-backed gulls, Larus marinus, and glaucous gulls, L. hyperboreus, in Iceland. Acta Naturalia Islandica nr 24. Museum of Natural History.
  • Cramp S. & K.E.L. Simmons. 1982. The Birds of the Western Palearctic. Vol. III. 913 bls.
  • Finney, S.K., M.P. Harris, L.F. Keller, D.A. Elston, P. Monaghan & S. Wanless. 2003. Reducing the density of breeding gulls influences the pattern of recruitment of immature Atlantic puffins (Fratercula arctica) to a breeding colony. Journal of Applied Ecology. 40: 545-552.
  • Finnur Guðmundsson. 1955. Íslenskir fuglar XII. Sílamáfur (Larus fuscus). Náttúrufræðingurinn. 25: 215-226.
  • Gunnar Þór Hallgrímsson & Páll Hersteinsson. 2005. Varpstofn sílamáfs á Miðnesheiði sumarið 2004 – könnun á stærð og útbreiðslu varpsins. Skýrsla til Flugmálastjórnar. 8 bls.
  • Hallgrímur Gunnarsson & Gunnar Þór Hallgrímsson. 2005. Íslenskur sílamáfur á Puerto Rico. Bliki 26: 71.
  • Kristbjörn Egilsson, Guðmundur Guðjónsson og Guðmundur A. Guðmundsson. 2004 Gróður og fuglalíf á Álftanesi. Skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands nr .04012.
  • Swennen, C. 1989. Gull predation upon eider (Somateria mollissima) ducklings: destruction or elimination of the unfit?. Ardea. 77: 21-45
  • Ævar Petersen. 1998. Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell, Reykjavík. 312 bls.
...