Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík

Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins?

Jón Már Halldórsson

Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían (Sterna paradisaea). Flugleiðin frá varpstöðvum á norðurhjaranum suður að ísbreiðunum við Suðurskautslandið getur verið rúmlega 35 þúsund km og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári. Krían eltir því í raun sumarið og birtuna þar sem hún heldur í sumarið á Suðurskautslandinu þegar vetur er hér og kemur svo aftur í vorið á norðurhveli þegar haustar á suðurhveli jarðar.

Leiðir kríunnar á milli varpstöðva og vetrarstöðva.

Fuglafræðingar hafa rannsakað þetta langa ferðalag kríunnar, bæði farleiðina og hversu langan tíma ferðalagið tekur. Að vori er ferðatíminn um 60 dagar. Hún leggur upp í byrjun mars og kemur hingað til lands um mánaðamótin apríl/maí. Haustfar kríunnar er hægara og tekur um 90 daga. Hún fer þá héðan í lok ágúst og er venjulega komin til Suður-Afríku í nóvember eða desember. Þannig ver krían samtals 5 mánuðum á ári í ferðalög.

Krían fer þessa löngu leið hægt og bítandi og leitar fæðu á leiðinni. Flughraði hennar í logni er einhvers staðar á bilinu 50-60 km á klukkustund. Ferðin til og frá Suðurskautslandinu er hins vegar í mörgum áföngum og því verður meðalhraði ferðalagsins lágur.

Höfundur þakkar Guðmundi A. Guðmundssyni fuglafræðingi hjá Náttúrfræðistofnun aðstoð við gerð þessa svars.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.3.2006

Spyrjandi

Oddný Lind, f. 1995
Brynja Garðasdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins? “ Vísindavefurinn, 28. mars 2006. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=5737.

Jón Már Halldórsson. (2006, 28. mars). Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5737

Jón Már Halldórsson. „Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins? “ Vísindavefurinn. 28. mar. 2006. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5737>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins?
Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían (Sterna paradisaea). Flugleiðin frá varpstöðvum á norðurhjaranum suður að ísbreiðunum við Suðurskautslandið getur verið rúmlega 35 þúsund km og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári. Krían eltir því í raun sumarið og birtuna þar sem hún heldur í sumarið á Suðurskautslandinu þegar vetur er hér og kemur svo aftur í vorið á norðurhveli þegar haustar á suðurhveli jarðar.

Leiðir kríunnar á milli varpstöðva og vetrarstöðva.

Fuglafræðingar hafa rannsakað þetta langa ferðalag kríunnar, bæði farleiðina og hversu langan tíma ferðalagið tekur. Að vori er ferðatíminn um 60 dagar. Hún leggur upp í byrjun mars og kemur hingað til lands um mánaðamótin apríl/maí. Haustfar kríunnar er hægara og tekur um 90 daga. Hún fer þá héðan í lok ágúst og er venjulega komin til Suður-Afríku í nóvember eða desember. Þannig ver krían samtals 5 mánuðum á ári í ferðalög.

Krían fer þessa löngu leið hægt og bítandi og leitar fæðu á leiðinni. Flughraði hennar í logni er einhvers staðar á bilinu 50-60 km á klukkustund. Ferðin til og frá Suðurskautslandinu er hins vegar í mörgum áföngum og því verður meðalhraði ferðalagsins lágur.

Höfundur þakkar Guðmundi A. Guðmundssyni fuglafræðingi hjá Náttúrfræðistofnun aðstoð við gerð þessa svars.

Mynd:

...