Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Verpir krían líka á suðlægum slóðum?

Jón Már Halldórsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Verpir krían líka á suðlægum slóðum sem hún heimsækir þegar vetur ríkir á Íslandi?

Krían (Sterna paradisaea) verpir einungis á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada, í Alaska og norðarlega á austurströnd Bandaríkjanna. Á haustin flýgur hún í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á Suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur til baka á varpstöðvarnar.

Krían verpir aðeins á norðlægum svæðum í Evrópu, Asíu og Ameríku (dökk gulur litur á kortinu). Yfir vetrartímann dvelur hún á suðlægum slóðum (ljósar gulur litur) en verpir ekki þar. Líklega er syðsta varpsvæði kríunnar í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Áætlað er að heimsstofn kríunnar sé yfir tvær milljónir einstaklinga. Þar af er stofninn í Evrópu talinn vera á bilinu 564-900 þúsund pör. Áður var talið að allt að 500 þúsund pör verptu hér á landi en nú er álitið að það hafi verið of hátt mat og 150.000-250.000 pör séu nærri lagi. Þetta er engu að síður góður hluti evrópskra kría enda er hún nokkuð áberandi varpfugl á Íslandi. Fáeinir tugir þúsunda para verpa á Bretlandseyjum og á Írlandi en einnig í Danmörku og Skandinavíu og meðfram ströndum Eystrasaltsins auk túndrusvæða í Norður-Ameríku og í Rússlandi eins og áður er getið. Í Ameríku teygir varpsvæðið sig þó aðeins sunnar og sennilega er syðsta varpsvæði hennar í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Kría í árásarham.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.7.2022

Spyrjandi

Sveinn Sævar Ingólfsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Verpir krían líka á suðlægum slóðum? “ Vísindavefurinn, 1. júlí 2022. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83808.

Jón Már Halldórsson. (2022, 1. júlí). Verpir krían líka á suðlægum slóðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83808

Jón Már Halldórsson. „Verpir krían líka á suðlægum slóðum? “ Vísindavefurinn. 1. júl. 2022. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83808>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Verpir krían líka á suðlægum slóðum?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Verpir krían líka á suðlægum slóðum sem hún heimsækir þegar vetur ríkir á Íslandi?

Krían (Sterna paradisaea) verpir einungis á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada, í Alaska og norðarlega á austurströnd Bandaríkjanna. Á haustin flýgur hún í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á Suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur til baka á varpstöðvarnar.

Krían verpir aðeins á norðlægum svæðum í Evrópu, Asíu og Ameríku (dökk gulur litur á kortinu). Yfir vetrartímann dvelur hún á suðlægum slóðum (ljósar gulur litur) en verpir ekki þar. Líklega er syðsta varpsvæði kríunnar í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Áætlað er að heimsstofn kríunnar sé yfir tvær milljónir einstaklinga. Þar af er stofninn í Evrópu talinn vera á bilinu 564-900 þúsund pör. Áður var talið að allt að 500 þúsund pör verptu hér á landi en nú er álitið að það hafi verið of hátt mat og 150.000-250.000 pör séu nærri lagi. Þetta er engu að síður góður hluti evrópskra kría enda er hún nokkuð áberandi varpfugl á Íslandi. Fáeinir tugir þúsunda para verpa á Bretlandseyjum og á Írlandi en einnig í Danmörku og Skandinavíu og meðfram ströndum Eystrasaltsins auk túndrusvæða í Norður-Ameríku og í Rússlandi eins og áður er getið. Í Ameríku teygir varpsvæðið sig þó aðeins sunnar og sennilega er syðsta varpsvæði hennar í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Kría í árásarham.

Heimildir og mynd:

...