Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju?

Jón Már Halldórsson

Rauðíkorni eða evrópski rauðíkorninn (Sciurus vulgaris) er tiltölulega algengur í skóglendi um gjörvalla Evrópu og langt austur til Síberíu. Útbreiðsla þessarar tegundar hefur þó breyst talsvert á síðustu hundrað árum og þrátt fyrir að vera enn algengir í Mið-Evrópu eru rauðíkornar á hröðu undanhaldi á Bretlandseyjum.

Rauðíkornar vega um 280 til 350 grömm og líkamslengdin er frá 205 til 220 mm án skotts, en skottið sjálft er um 180 mm langt.

Rauðíkornar halda að mestu til í trjám og þá aðallega í þroskuðum sumargrænum trjám og barrtrjám. Þar hafa þeir skjól gegn afræningjum, auk þess fæðuframboðs sem þroskað skóglendi býður upp á.

Kvendýr rauðíkorna gjóta venjulega tvisvar á ári og þá 5-7 ungum í hvert skipti. Á góðu ári getur fjölgun einstakra stofna því verið afar mikil. Meðgöngutíminn er á bilinu 36-39 dagar. Ungarnir fæðast hárlausir og blindir og vega aðeins um 8-12 grömm.

Dánartíðni ungra rauðíkorna er mjög há fyrsta árið eins og algengt er um ungviði smærri spendýra. Rannsóknir hafa sýnt að afföllin hjá rauðíkornum eru um 75% á fyrsta ári. Helsta skýringin á þessu er talin mikið afrán, en fjölmörg rándýr byggja afkomu sína meðal annars á íkornum. Komist rauðíkornar hins vegar í gegnum fyrsta æviár sitt geta þeir vænst þess að lifa í um 2-4 ár að meðaltali, en fundist hafa allt að 7 ára gömul dýr.

Rauðíkorni (Sciurus vulgaris).

Rauðíkornar eru yfirleitt virkastir í ljósaskiptunum og eyða þá mestum tíma í fæðuleit. Á sumrin halda þeir kyrru fyrir í hreiðurholum sínum yfir daginn þegar heitast er í veðri, en á veturna eru þeir mun virkari og eyða því meiri tíma í fæðuleit eða landamæraerjur við nágranna sína. Líkt og aðrir trjáíkornar eyða rauðíkornar stærstum hluta lífs síns í trjám þótt þeir fari reglulega niður á jörðina í leit að fæðu.

Helsta fæða rauðíkorna eru barrkönglar, akörn og hnetur, en þeir eru afar leiknir í þeirri list að opna hnetur. Til þess nota þeir neðri vígtennurnar sem telst nokkuð sérstakt. Rauðíkornar leita einnig í fuglsegg, grænmeti og garðablóm, en það hefur ekki gert þá sérlega vinsæla hjá garðeigendum í þéttbýli víða í Evrópu.

Íkornar safna sér vetrarforða á haustin og eru forðabúr þeirra ýmist grafin í jörðu eða falin á bak við trjábörk. Rannsóknir hafa sýnt að fæðuinntaka er mest hjá íkornum á vorin þegar dýrin hafa lagt af eftir erfiðan vetur. Þeir innbyrða þá um 80 grömm af fæðu á dag, en fæðuinntakan á veturna er hins vegar aðeins um 35 grömm á degi hverjum.

Skógarmörður (Martes martes).

Rauðíkornar eiga sér fjölmarga óvini. Marðardýr eru skæðustu óvinir rauðíkorna og má þar helst nefna skógarmörðinn (Martes martes). Ránfuglar eru einnig hættulegir íkornum auk þess sem ungar eru oft teknir af snákum.

Helsta ástæða hnignunar rauðíkornans á Bretlandseyjum er talin vera innflutningur gráíkornans (Sciurus carolinensis) á 19. öld. Gráíkorninn nýtir sér sömu vist og rauðíkorninn og virðist hafa haft betur í samkeppninni enda talsvert stærri.

Víða í gömlu Sovétríkjunum hefur rauðíkornanum einnig fækkað á stórum svæðum vegna ofveiði, en feldur hans er afar eftirsóttur í ýmis konar fatnað. Einhver fækkun hefur einnig átt sér stað í vestanverðri Evrópu, en þar er helsta ástæðan talin umfangsmikil búsvæðaröskun.

Rauðíkorninn er enn sem komið er ekki í útrýmingarhættu samkvæmt IUCN (The International Union for the Conservation of Nature and Natural Resources) en hann er sagður vera á mörkum þess að vera ógnað (e. near threatened).

Heimildir og myndir:

  • Gromwall, O. og A. Pehrson. 1993. Nutrient content in fungi as a primary food of the red squirrel (Sciurus vulgaris). Oceologica, 64(2): 230-31.
  • Nowak, R. M. 1991. Walker's Mammals of the World. 5. útgáfa. The Johns Hopkins University Press, Baltimore.
  • Parker, S. P. 1990. Grzimek's Encyclopedia of Mammals, 2. bindi. McGraw-Hill Publishing Co. NY.
  • Tonkin, J. M. 1983. Activity patterns of the red squirrel (Sciurus vulgaris). Mammal Review, 13: 99-111.
  • Wikipedia Encyclopedia
  • Mynd: Squirrel posing.jpg. Höfundur myndar: Peter Trimming. Birt undir Creative Commons Attribution 2.0 Generic leyfi. (Sótt 12.8.2021)
  • Flickr.com. Höfundur myndar: Charlie Marshall. Birt undir: Creative Commons Attribution 2.0 Generic. (Sótt 12.8.2021.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.1.2006

Síðast uppfært

12.8.2021

Spyrjandi

Júlía Ingadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2006, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5585.

Jón Már Halldórsson. (2006, 23. janúar). Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5585

Jón Már Halldórsson. „Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2006. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5585>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju?
Rauðíkorni eða evrópski rauðíkorninn (Sciurus vulgaris) er tiltölulega algengur í skóglendi um gjörvalla Evrópu og langt austur til Síberíu. Útbreiðsla þessarar tegundar hefur þó breyst talsvert á síðustu hundrað árum og þrátt fyrir að vera enn algengir í Mið-Evrópu eru rauðíkornar á hröðu undanhaldi á Bretlandseyjum.

Rauðíkornar vega um 280 til 350 grömm og líkamslengdin er frá 205 til 220 mm án skotts, en skottið sjálft er um 180 mm langt.

Rauðíkornar halda að mestu til í trjám og þá aðallega í þroskuðum sumargrænum trjám og barrtrjám. Þar hafa þeir skjól gegn afræningjum, auk þess fæðuframboðs sem þroskað skóglendi býður upp á.

Kvendýr rauðíkorna gjóta venjulega tvisvar á ári og þá 5-7 ungum í hvert skipti. Á góðu ári getur fjölgun einstakra stofna því verið afar mikil. Meðgöngutíminn er á bilinu 36-39 dagar. Ungarnir fæðast hárlausir og blindir og vega aðeins um 8-12 grömm.

Dánartíðni ungra rauðíkorna er mjög há fyrsta árið eins og algengt er um ungviði smærri spendýra. Rannsóknir hafa sýnt að afföllin hjá rauðíkornum eru um 75% á fyrsta ári. Helsta skýringin á þessu er talin mikið afrán, en fjölmörg rándýr byggja afkomu sína meðal annars á íkornum. Komist rauðíkornar hins vegar í gegnum fyrsta æviár sitt geta þeir vænst þess að lifa í um 2-4 ár að meðaltali, en fundist hafa allt að 7 ára gömul dýr.

Rauðíkorni (Sciurus vulgaris).

Rauðíkornar eru yfirleitt virkastir í ljósaskiptunum og eyða þá mestum tíma í fæðuleit. Á sumrin halda þeir kyrru fyrir í hreiðurholum sínum yfir daginn þegar heitast er í veðri, en á veturna eru þeir mun virkari og eyða því meiri tíma í fæðuleit eða landamæraerjur við nágranna sína. Líkt og aðrir trjáíkornar eyða rauðíkornar stærstum hluta lífs síns í trjám þótt þeir fari reglulega niður á jörðina í leit að fæðu.

Helsta fæða rauðíkorna eru barrkönglar, akörn og hnetur, en þeir eru afar leiknir í þeirri list að opna hnetur. Til þess nota þeir neðri vígtennurnar sem telst nokkuð sérstakt. Rauðíkornar leita einnig í fuglsegg, grænmeti og garðablóm, en það hefur ekki gert þá sérlega vinsæla hjá garðeigendum í þéttbýli víða í Evrópu.

Íkornar safna sér vetrarforða á haustin og eru forðabúr þeirra ýmist grafin í jörðu eða falin á bak við trjábörk. Rannsóknir hafa sýnt að fæðuinntaka er mest hjá íkornum á vorin þegar dýrin hafa lagt af eftir erfiðan vetur. Þeir innbyrða þá um 80 grömm af fæðu á dag, en fæðuinntakan á veturna er hins vegar aðeins um 35 grömm á degi hverjum.

Skógarmörður (Martes martes).

Rauðíkornar eiga sér fjölmarga óvini. Marðardýr eru skæðustu óvinir rauðíkorna og má þar helst nefna skógarmörðinn (Martes martes). Ránfuglar eru einnig hættulegir íkornum auk þess sem ungar eru oft teknir af snákum.

Helsta ástæða hnignunar rauðíkornans á Bretlandseyjum er talin vera innflutningur gráíkornans (Sciurus carolinensis) á 19. öld. Gráíkorninn nýtir sér sömu vist og rauðíkorninn og virðist hafa haft betur í samkeppninni enda talsvert stærri.

Víða í gömlu Sovétríkjunum hefur rauðíkornanum einnig fækkað á stórum svæðum vegna ofveiði, en feldur hans er afar eftirsóttur í ýmis konar fatnað. Einhver fækkun hefur einnig átt sér stað í vestanverðri Evrópu, en þar er helsta ástæðan talin umfangsmikil búsvæðaröskun.

Rauðíkorninn er enn sem komið er ekki í útrýmingarhættu samkvæmt IUCN (The International Union for the Conservation of Nature and Natural Resources) en hann er sagður vera á mörkum þess að vera ógnað (e. near threatened).

Heimildir og myndir:

  • Gromwall, O. og A. Pehrson. 1993. Nutrient content in fungi as a primary food of the red squirrel (Sciurus vulgaris). Oceologica, 64(2): 230-31.
  • Nowak, R. M. 1991. Walker's Mammals of the World. 5. útgáfa. The Johns Hopkins University Press, Baltimore.
  • Parker, S. P. 1990. Grzimek's Encyclopedia of Mammals, 2. bindi. McGraw-Hill Publishing Co. NY.
  • Tonkin, J. M. 1983. Activity patterns of the red squirrel (Sciurus vulgaris). Mammal Review, 13: 99-111.
  • Wikipedia Encyclopedia
  • Mynd: Squirrel posing.jpg. Höfundur myndar: Peter Trimming. Birt undir Creative Commons Attribution 2.0 Generic leyfi. (Sótt 12.8.2021)
  • Flickr.com. Höfundur myndar: Charlie Marshall. Birt undir: Creative Commons Attribution 2.0 Generic. (Sótt 12.8.2021.
...