Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hver er saga hlébarðans?

Jón Már Halldórsson

Hlébarðinn (Panthera pardus) er útbreiddastur stóru kattardýranna. Útbreiðsla hans er um alla Afríku, um Arabíuskaga og austur að Kyrrahafsströnd Asíu. Tegundin greinist nú í 27 deilitegundir sem hafa aðlagast fjölbreyttum búsvæðum svo sem staktrjáasléttum (savanna) og þéttum skógum í Afríku sunnan Sahara og suðaustanverðri Asíu. Hlébarðar lifa einnig á eyðimerkursvæðum í vestanverðri Asíu og fjalllendi í allt að 3.000 m hæð í Túrkmenistan, Rússlandi og í Íran. Hlébarðar þurfa meira að segja að takast á við töluverðar frosthörkur en Amur-hlébarðinn (P. pardus orientalis) sem lifir í Ussuri í Austur-Rússlandi þarf að þreyja þorrann í síberískum vetrarkuldum þar sem frostið getur farið niður fyrir -30°C.

Panthera pardus orientalis.

Hlébarðinn, líkt og aðrir stórkettir af ættkvíslinni Panthera, telst vera ung tegund og hefur sennilega þróast frá sameiginlegum forföður fyrir rúmum 3 milljónum ára. Elstu steingerðu leifar dýrs sem minnir nokkuð á hlébarða fundust á hinum kunna steingervingastað Laetoli í Tansaníu ásamt leifum af ljóni. Samkvæmt aldursgreiningu eru þessar leifar um tveggja milljón ára gamlar. Elstu leifar hlébarða í Asíu fundust á Indlandi og reynast þær vera um það bil 300 þúsund ára gamlar. Vísindamenn telja að elstu hlébarðarnir hafi í útliti minnt á núlifandi jagúara (Panthera onca) og útdauða stórköttinn Panthera gombazogensis.

Um mitt Pleistocene-tímabilið, fyrir um 825.000-475.000 árum, voru hlébarðar svo sannarlega komnir fram eins og við þekkjum þá í Afríku og hafa síðan borist til Evrópu og austur um Asíu. Þeir voru búnir að fullnema Asíu fyrir um 300.000-170.000 árum. Sjálfsagt hafa hlébarðar ásamt annarri afrískri fánu og flóru, svo sem ljónum og gasellum, borist um Sinai-landbrúna yfir til Mið-Austurlanda fyrir um 500.000-250.000 árum. Sennilega hafa forfeður okkar farið sömu leið úr Afríku og á svipuðum tíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Johnson, W.E., Eizirik, E., Pecon-Slattery, J., Murphy, W.J., Antunes, A., Teeling, E. & O'Brien, S.J. 2006. "The Late Miocene radiation of modern Felidae: A genetic assessment." Science 311(5757): 73–77
  • Olga Uphyrkina, Warren E. Johnson, Howard Quigley, Dale Miquelle, Laurie Marker, Mitchel Bush og Stephen J. O’Brien. 2001. "Phylogenetics, genome diversity and origin of modern leopard, Panthera pardus." Molecular Ecology 10, Blackwell Science, Ltd. 2617–2633.
  • Turner A, Anton M. 1997. The Big Cats and Their Fossil Relatives. Columbia University Press, New York.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.6.2010

Spyrjandi

Hanna Maggý Einarsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er saga hlébarðans?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2010. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56241.

Jón Már Halldórsson. (2010, 30. júní). Hver er saga hlébarðans? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56241

Jón Már Halldórsson. „Hver er saga hlébarðans?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2010. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56241>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er saga hlébarðans?
Hlébarðinn (Panthera pardus) er útbreiddastur stóru kattardýranna. Útbreiðsla hans er um alla Afríku, um Arabíuskaga og austur að Kyrrahafsströnd Asíu. Tegundin greinist nú í 27 deilitegundir sem hafa aðlagast fjölbreyttum búsvæðum svo sem staktrjáasléttum (savanna) og þéttum skógum í Afríku sunnan Sahara og suðaustanverðri Asíu. Hlébarðar lifa einnig á eyðimerkursvæðum í vestanverðri Asíu og fjalllendi í allt að 3.000 m hæð í Túrkmenistan, Rússlandi og í Íran. Hlébarðar þurfa meira að segja að takast á við töluverðar frosthörkur en Amur-hlébarðinn (P. pardus orientalis) sem lifir í Ussuri í Austur-Rússlandi þarf að þreyja þorrann í síberískum vetrarkuldum þar sem frostið getur farið niður fyrir -30°C.

Panthera pardus orientalis.

Hlébarðinn, líkt og aðrir stórkettir af ættkvíslinni Panthera, telst vera ung tegund og hefur sennilega þróast frá sameiginlegum forföður fyrir rúmum 3 milljónum ára. Elstu steingerðu leifar dýrs sem minnir nokkuð á hlébarða fundust á hinum kunna steingervingastað Laetoli í Tansaníu ásamt leifum af ljóni. Samkvæmt aldursgreiningu eru þessar leifar um tveggja milljón ára gamlar. Elstu leifar hlébarða í Asíu fundust á Indlandi og reynast þær vera um það bil 300 þúsund ára gamlar. Vísindamenn telja að elstu hlébarðarnir hafi í útliti minnt á núlifandi jagúara (Panthera onca) og útdauða stórköttinn Panthera gombazogensis.

Um mitt Pleistocene-tímabilið, fyrir um 825.000-475.000 árum, voru hlébarðar svo sannarlega komnir fram eins og við þekkjum þá í Afríku og hafa síðan borist til Evrópu og austur um Asíu. Þeir voru búnir að fullnema Asíu fyrir um 300.000-170.000 árum. Sjálfsagt hafa hlébarðar ásamt annarri afrískri fánu og flóru, svo sem ljónum og gasellum, borist um Sinai-landbrúna yfir til Mið-Austurlanda fyrir um 500.000-250.000 árum. Sennilega hafa forfeður okkar farið sömu leið úr Afríku og á svipuðum tíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Johnson, W.E., Eizirik, E., Pecon-Slattery, J., Murphy, W.J., Antunes, A., Teeling, E. & O'Brien, S.J. 2006. "The Late Miocene radiation of modern Felidae: A genetic assessment." Science 311(5757): 73–77
  • Olga Uphyrkina, Warren E. Johnson, Howard Quigley, Dale Miquelle, Laurie Marker, Mitchel Bush og Stephen J. O’Brien. 2001. "Phylogenetics, genome diversity and origin of modern leopard, Panthera pardus." Molecular Ecology 10, Blackwell Science, Ltd. 2617–2633.
  • Turner A, Anton M. 1997. The Big Cats and Their Fossil Relatives. Columbia University Press, New York.

Mynd:...