Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:35 • Sest 13:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:12 í Reykjavík

Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars?

Jón Már Halldórsson

Þegar greina á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars, má sjá að blettatígurinn (Acinonyx jubatus) sker sig þó nokkuð frá hinum tveimur hvað varðar útlit og líkamsbyggingu. Í reynd er munurinn það mikill að hann hefur verið flokkaður í aðra undirætt en stórkettirnir. Hlébarði (Panthera pardus) og jagúar (Panthera onca) eru hins vegar nokkuð skyldar tegundir og flokkaðar innan sömu ættkvíslar.Blettatígur (Acinonyx jubatus)

Blettatígurinn er mjóslegnari, höfuðminni og hlutfallslega lappalengri en hinar tegundirnar tvær enda er hann mun sprettharðari og hleypur bráð sína uppi. Slíkar veiðiaðferðir eru nær óþekktar meðal hlébarða og jagúara sem kjósa að veiða úr launsátri. Blettatígurinn hefur hins vegar þurft að fórna styrk fyrir hraða og er öllu veikbyggðari heldur en hinar tegundirnar tvær.Jagúar (Panthera onca)Hlébarði eða pardusdýr (Panthera pardus)

Margir eiga hins vegar erfitt með að greina á milli hlébarða og jagúars. Það er þó munur á líkamsbyggingu þessara stórvöxnu kattardýra. Jagúarinn er kubbslegri og hærri en hlébarðinn og höfuðið er breiðara og stærra. Jagúarinn er allur stærri og getur orðið allt að 120 kg þyngd, en hlébarðinn er venjulega á bilinu 28 til 90 kg að þyngd, breytilegt eftir deilitegundum. Mynstrið á feldi þeirra er einnig nokkuð frábrugðið þar sem rósettumynstur jagúarsins er mun stærra en hjá hlébarðanum. Loks má geta þess að hlébarðar lifa í Afríku og Asíu en jagúar í Ameríku.


Feldur hlébarða til vinstri og feldur jagúars til hægri.

Önnur svör á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.5.2006

Spyrjandi

Bjarki Þorsteinsson, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2006. Sótt 2. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5983.

Jón Már Halldórsson. (2006, 30. maí). Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5983

Jón Már Halldórsson. „Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2006. Vefsíða. 2. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5983>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars?
Þegar greina á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars, má sjá að blettatígurinn (Acinonyx jubatus) sker sig þó nokkuð frá hinum tveimur hvað varðar útlit og líkamsbyggingu. Í reynd er munurinn það mikill að hann hefur verið flokkaður í aðra undirætt en stórkettirnir. Hlébarði (Panthera pardus) og jagúar (Panthera onca) eru hins vegar nokkuð skyldar tegundir og flokkaðar innan sömu ættkvíslar.Blettatígur (Acinonyx jubatus)

Blettatígurinn er mjóslegnari, höfuðminni og hlutfallslega lappalengri en hinar tegundirnar tvær enda er hann mun sprettharðari og hleypur bráð sína uppi. Slíkar veiðiaðferðir eru nær óþekktar meðal hlébarða og jagúara sem kjósa að veiða úr launsátri. Blettatígurinn hefur hins vegar þurft að fórna styrk fyrir hraða og er öllu veikbyggðari heldur en hinar tegundirnar tvær.Jagúar (Panthera onca)Hlébarði eða pardusdýr (Panthera pardus)

Margir eiga hins vegar erfitt með að greina á milli hlébarða og jagúars. Það er þó munur á líkamsbyggingu þessara stórvöxnu kattardýra. Jagúarinn er kubbslegri og hærri en hlébarðinn og höfuðið er breiðara og stærra. Jagúarinn er allur stærri og getur orðið allt að 120 kg þyngd, en hlébarðinn er venjulega á bilinu 28 til 90 kg að þyngd, breytilegt eftir deilitegundum. Mynstrið á feldi þeirra er einnig nokkuð frábrugðið þar sem rósettumynstur jagúarsins er mun stærra en hjá hlébarðanum. Loks má geta þess að hlébarðar lifa í Afríku og Asíu en jagúar í Ameríku.


Feldur hlébarða til vinstri og feldur jagúars til hægri.

Önnur svör á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir:

...