Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvernig er jagúar flokkaður?

Jón Már Halldórsson

Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin Acinonychinae sem inniheldur aðeins eina tegund, blettatígurinn (Acinonyx jubatus).Jagúar (Panthera onca).

Það er að hluta til rangnefni að kalla Panterhinae undirættina stórketti þar sem þær tegundir sem henni tilheyra eru æði misjafnar að stærð, allt frá hinum stóru síberíutígrisdýrum (Panthera tigris altaica) niður í hlébarðaketti (Pardofelis marmorata) sem vega á bilinu 2-5 kg. Til samanburðar geta bæði fjallaljón og gaupur, sem eru innan undirættar smákatta, orðið vel yfir 50 kg að þyngd.

Nánar er flokkunarfræði jagúarsins þessi:

Ríki (Kingdom)Animalia (Dýr)
Fylking (Phylum)Chordata (Seildýr)
Undirfylking (Subphylum)Vertebrata (Hryggdýr)
Hópur (Class)Mammalia (Spendýr)
Ættbálkur (Order)Carnivora (Rándýr)
Ætt (Family)Felidae (Kattardýr)
Undirætt (Subfamily)Pantherinae (Stórkettir)
Ættkvísl (genus)Panthera (Stórkettir)
Tegund (Species)Panthera onca (Jagúar )

Flokkunarfræði dýra er síbreytileg og heimildir um hvernig beri að flokka þau eru ekki endilega samhljóða. Samkvæmt vefnum Animal Diversity Web sem háskólinn í Michigan heldur úti er flokkunargrind undirættarinnar Pantherinae eftirfarandi:

UndirættÆttkvíslTegund
Pantherinae

(Stórkettir)
Neofelis Neofelis nebulosa (skuggahlébarði)
PantheraPanthera leo (ljón)
Panthera tigris (Tígrisdýr)
Panthera pardus (hlébarði)
Panthera onca (jagúar)
UnciaUncia uncia (Snæhlébarði)
Pardofelis Pardofelis marmorata (hlébarðaköttur)

Það hefur lengi verið hefð að flokka snæhlébarða (Uncia/Panthera uncia) í sömu ættkvísl og aðra stórketti, svo sem ljón og tígrisdýr. Að skipa snæhlébörðum í sérstaka ættkvísl nýtur hins vegar sífellt meira fylgis meðal líffræðinga. Ennfremur er hlébarðakötturinn (Pardofelis marmorata) stundum hafður innan undirættar smákatta (Felinae), en á fyrrgreindri heimasíðu er hann flokkaður með stórköttum.

Frekari fróðleik má finna í svörum sama höfundar við spurningunum:

Mynd: European Studbook Programmes

Heimildir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.12.2005

Spyrjandi

Dagný Rós, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er jagúar flokkaður?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2005. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5493.

Jón Már Halldórsson. (2005, 16. desember). Hvernig er jagúar flokkaður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5493

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er jagúar flokkaður?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2005. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5493>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er jagúar flokkaður?
Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin Acinonychinae sem inniheldur aðeins eina tegund, blettatígurinn (Acinonyx jubatus).Jagúar (Panthera onca).

Það er að hluta til rangnefni að kalla Panterhinae undirættina stórketti þar sem þær tegundir sem henni tilheyra eru æði misjafnar að stærð, allt frá hinum stóru síberíutígrisdýrum (Panthera tigris altaica) niður í hlébarðaketti (Pardofelis marmorata) sem vega á bilinu 2-5 kg. Til samanburðar geta bæði fjallaljón og gaupur, sem eru innan undirættar smákatta, orðið vel yfir 50 kg að þyngd.

Nánar er flokkunarfræði jagúarsins þessi:

Ríki (Kingdom)Animalia (Dýr)
Fylking (Phylum)Chordata (Seildýr)
Undirfylking (Subphylum)Vertebrata (Hryggdýr)
Hópur (Class)Mammalia (Spendýr)
Ættbálkur (Order)Carnivora (Rándýr)
Ætt (Family)Felidae (Kattardýr)
Undirætt (Subfamily)Pantherinae (Stórkettir)
Ættkvísl (genus)Panthera (Stórkettir)
Tegund (Species)Panthera onca (Jagúar )

Flokkunarfræði dýra er síbreytileg og heimildir um hvernig beri að flokka þau eru ekki endilega samhljóða. Samkvæmt vefnum Animal Diversity Web sem háskólinn í Michigan heldur úti er flokkunargrind undirættarinnar Pantherinae eftirfarandi:

UndirættÆttkvíslTegund
Pantherinae

(Stórkettir)
Neofelis Neofelis nebulosa (skuggahlébarði)
PantheraPanthera leo (ljón)
Panthera tigris (Tígrisdýr)
Panthera pardus (hlébarði)
Panthera onca (jagúar)
UnciaUncia uncia (Snæhlébarði)
Pardofelis Pardofelis marmorata (hlébarðaköttur)

Það hefur lengi verið hefð að flokka snæhlébarða (Uncia/Panthera uncia) í sömu ættkvísl og aðra stórketti, svo sem ljón og tígrisdýr. Að skipa snæhlébörðum í sérstaka ættkvísl nýtur hins vegar sífellt meira fylgis meðal líffræðinga. Ennfremur er hlébarðakötturinn (Pardofelis marmorata) stundum hafður innan undirættar smákatta (Felinae), en á fyrrgreindri heimasíðu er hann flokkaður með stórköttum.

Frekari fróðleik má finna í svörum sama höfundar við spurningunum:

Mynd: European Studbook Programmes

Heimildir: