Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 22:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:30 • Sest 08:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:22 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík

Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir?

Jón Már Halldórsson

Snæhlébarðinn (Panthera uncia), sem einnig hefur verið nefndur snjóhlébarði eða snætígur, er náfrændi annarra stórra kattardýra af ættkvíslinni Panthera, ljóna, tígrisdýra, jagúara og hlébarða. Hann lifir þó við allt önnur skilyrði en frændur hans sem velja sér yfirleitt heit og gróðurrík svæði, en snæhlébarðinn heldur til hátt uppi í hrjóstrugum fjallasvæðum Mið-Asíu. Þess ber að geta að ekki eru allir dýrafræðingar sammála um að snæhlébarðinn tilheyri ættkvíslinni Panthera og vilja surmir flokka hann sem einu tegundina í sérstakri ættkvísl, ýmist Leo uncia eða Uncia uncia.

Snæhlébarði (Panthera uncia).

Snæhlébarðar eru minnstir stórkattanna. Þeir eru að meðaltali um 2,1 metri á lengd, þar af er rófan um 90 cm. Þeir vega 23-45 kg og eru karldýrin stærri en kvendýrin. Meðalhæð þeirra er 60 cm við herðakamb.

Rannsóknir á snæhlébörðum sem á hafa verið settir útvarpssendar hafa staðfest að þeir halda sig neðarlega í fjalllendi á veturna en færa sig síðan ofar þegar vora tekur. Snæhlébarða má finna niður í 1.000 metra hæð á veturna og eru þeir þá að fylgja veiðibráð sinni sem flýr undan nístandi vetrarkuldum fjalla Mið-Asíu, þar sem frostið getur farið vel niður fyrir -40° C að viðbættum miklum snjóalögum og vindum.

Kínversk rannsókn sýndi fram á að snæhlébarðar flytja sig upp um allt að 3.500 metra um sumartímann á einstaka svæðum, svo sem í Xinjiang Uygurhéraði í vesturhluta Kína, eða frá 2.500 metrum að vetrarlagi og upp í 6.000 metra að sumarlagi sem er reyndar hæsta staðfesta hæð sem snæhlébarði hefur fundist í. Óstaðfest er að snæhlébarði hafi sést í 6.700 metra hæð í Himalajafjöllunum en hætt er við að í slíkri hæð séu veiðidýr svo fá á ferli að hann hafi ekki getað lifað þar af til langs tíma. Gróður er þar orðinn mjög torsóttur fyrir stærri grasbíta eins og fjallageitur. Að sumarlagi er snæhlébarða oftast að finna í 3.000-5.000 metra hæð.

Til að verjast þessari erfiðu vist í fjöllunum hefur snæhlébarðinn þykkan tvískiptan feld. Ytri hárin veita góða einangrun og eru að meðaltali um 5 cm á lengd.

Áðurnefnd kínversk rannsókn skiptir heimkynnum snæhlébarða niður í fjórar mismunandi gerðir:
  1. Stórgrýtislandslag rétt undir snælínu að sumarlagi með tiltölulega litlum gróðri. Fjallageitur og smærri spendýr eru meginbráð þeirra snæhlébarða sem þar lifa.
  2. Háfjallaheiðlendi með samfelldri gróðurþekju. Þar eru geitur og múrmeldýr algengasta bráðin.
  3. Runna- og kjarrlendi. Þar eru ýmsar tegundir hjartardýra og hérar algengustu veiðidýr snæhlébarða.
  4. Þykkir barrskógar í allt að 1.500 metra hæð.
Rannsóknir á mataræði snæhlébarðans á ýmsum svæðum í Kína hafa leitt í ljós að allt að 50% kjöts sem hann étur að sumarlagi er af múrmeldýrum. Annars veiðir hann geitur og villt sauðfé af ýmsum tegundum. Snæhlébarðinn drepur stóra bráð á 10-15 daga fresti og heldur sig í nánd við hana í 3-4 daga á eftir, á meðan hann fullnýtir skrokkinn. Snæhlébarðar eiga til að drepa búfénað en hlutfall búfénaðar af fæðu þeirra er mjög mismikið eftir svæðum, frá 0% á afskekktum svæðum og upp í allt að 9% á búfjársvæðum sem liggja við verndarsvæði eða þjóðgarða. Á veturna getur þetta hlutfall farið upp í allt að 50% ef skortur er á náttúrulegri bráð þeirra.

Snæhlébarðinn (Panthera uncia) heldur til á hrjóstrugum fjallasvæðum Mið-Asíu. Hann finnst í Afganistan, Bútan, Indlandi, Kasakstan, Kína, Kirgistan, Mongólíu, Nepal, Pakistan, Rússlandi, Tadsíkistan og Úsbekistan.

Ekki er ljóst nákvæmlega hversu margir snæhlébarðar lifa villtir en vitað er að þeir eru afar sjaldgæfir og þeim hefur sennilega farið fækkandi síðastliðin 30 ár. Heildarstofnstærð tegundarinnar er talin vera um 5.000-7.000 dýr. Þeir lifa á afar óaðgengilegum svæðum í Mongólíu, Tadsjikistan, Kirgistan, í vesturhluta Kína, í Himalajafjöllunum og víðar. Undanfarinn áratug hafa vísindamenn farið ótal rannsóknarleiðangra á þessi svæði til að skoða þennan sjaldséða kött og meta stofnstærð hans. Niðurstöðurnar eru þær að allt að 60% snæhlébarða lifa innan landamæra Kína. Næststærstu stofnarnir finnast í Mongólíu og Tadsjikistan en þar í landi hafa verið stofnaðir stórir þjóðgarðar til að vernda tegundina, enda er snæhlébarðinn þjóðardýr Tadsjikistans. Í Rússlandi lifir tegundin syðst í Síberíu og kom það vísindamönnum á óvart hversu mörg dýr fundust þar eða á bilinu 150-220 einstaklingar.

Snæhlébarðar verða kynþroska við þriggja ára aldur og meðgöngutími þeirra er 90-104 dagar. Algengast er að kvendýrið gjóti 2-3 hvolpum í einu og yfirgefa þeir móðurina við rúmlega 18 mánaða aldur. Elstu dýrin verða vart eldri en 12 ára í villtri náttúru. Meginógnunin við tilvist snæhlébarðans er veiðiþjófnaður eins og þessi frétt BBC segir frá, en feldur hans þykir afar verðmætur. Einnig á hann það til að drepa búfénað, eins og áður hefur verið minnst á, og verja hirðingjar á búsvæðum hans húsdýr sín oft með skotvopnum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.7.2003

Spyrjandi

Petra Frantz, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2003. Sótt 21. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=3597.

Jón Már Halldórsson. (2003, 22. júlí). Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3597

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2003. Vefsíða. 21. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3597>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir?
Snæhlébarðinn (Panthera uncia), sem einnig hefur verið nefndur snjóhlébarði eða snætígur, er náfrændi annarra stórra kattardýra af ættkvíslinni Panthera, ljóna, tígrisdýra, jagúara og hlébarða. Hann lifir þó við allt önnur skilyrði en frændur hans sem velja sér yfirleitt heit og gróðurrík svæði, en snæhlébarðinn heldur til hátt uppi í hrjóstrugum fjallasvæðum Mið-Asíu. Þess ber að geta að ekki eru allir dýrafræðingar sammála um að snæhlébarðinn tilheyri ættkvíslinni Panthera og vilja surmir flokka hann sem einu tegundina í sérstakri ættkvísl, ýmist Leo uncia eða Uncia uncia.

Snæhlébarði (Panthera uncia).

Snæhlébarðar eru minnstir stórkattanna. Þeir eru að meðaltali um 2,1 metri á lengd, þar af er rófan um 90 cm. Þeir vega 23-45 kg og eru karldýrin stærri en kvendýrin. Meðalhæð þeirra er 60 cm við herðakamb.

Rannsóknir á snæhlébörðum sem á hafa verið settir útvarpssendar hafa staðfest að þeir halda sig neðarlega í fjalllendi á veturna en færa sig síðan ofar þegar vora tekur. Snæhlébarða má finna niður í 1.000 metra hæð á veturna og eru þeir þá að fylgja veiðibráð sinni sem flýr undan nístandi vetrarkuldum fjalla Mið-Asíu, þar sem frostið getur farið vel niður fyrir -40° C að viðbættum miklum snjóalögum og vindum.

Kínversk rannsókn sýndi fram á að snæhlébarðar flytja sig upp um allt að 3.500 metra um sumartímann á einstaka svæðum, svo sem í Xinjiang Uygurhéraði í vesturhluta Kína, eða frá 2.500 metrum að vetrarlagi og upp í 6.000 metra að sumarlagi sem er reyndar hæsta staðfesta hæð sem snæhlébarði hefur fundist í. Óstaðfest er að snæhlébarði hafi sést í 6.700 metra hæð í Himalajafjöllunum en hætt er við að í slíkri hæð séu veiðidýr svo fá á ferli að hann hafi ekki getað lifað þar af til langs tíma. Gróður er þar orðinn mjög torsóttur fyrir stærri grasbíta eins og fjallageitur. Að sumarlagi er snæhlébarða oftast að finna í 3.000-5.000 metra hæð.

Til að verjast þessari erfiðu vist í fjöllunum hefur snæhlébarðinn þykkan tvískiptan feld. Ytri hárin veita góða einangrun og eru að meðaltali um 5 cm á lengd.

Áðurnefnd kínversk rannsókn skiptir heimkynnum snæhlébarða niður í fjórar mismunandi gerðir:
  1. Stórgrýtislandslag rétt undir snælínu að sumarlagi með tiltölulega litlum gróðri. Fjallageitur og smærri spendýr eru meginbráð þeirra snæhlébarða sem þar lifa.
  2. Háfjallaheiðlendi með samfelldri gróðurþekju. Þar eru geitur og múrmeldýr algengasta bráðin.
  3. Runna- og kjarrlendi. Þar eru ýmsar tegundir hjartardýra og hérar algengustu veiðidýr snæhlébarða.
  4. Þykkir barrskógar í allt að 1.500 metra hæð.
Rannsóknir á mataræði snæhlébarðans á ýmsum svæðum í Kína hafa leitt í ljós að allt að 50% kjöts sem hann étur að sumarlagi er af múrmeldýrum. Annars veiðir hann geitur og villt sauðfé af ýmsum tegundum. Snæhlébarðinn drepur stóra bráð á 10-15 daga fresti og heldur sig í nánd við hana í 3-4 daga á eftir, á meðan hann fullnýtir skrokkinn. Snæhlébarðar eiga til að drepa búfénað en hlutfall búfénaðar af fæðu þeirra er mjög mismikið eftir svæðum, frá 0% á afskekktum svæðum og upp í allt að 9% á búfjársvæðum sem liggja við verndarsvæði eða þjóðgarða. Á veturna getur þetta hlutfall farið upp í allt að 50% ef skortur er á náttúrulegri bráð þeirra.

Snæhlébarðinn (Panthera uncia) heldur til á hrjóstrugum fjallasvæðum Mið-Asíu. Hann finnst í Afganistan, Bútan, Indlandi, Kasakstan, Kína, Kirgistan, Mongólíu, Nepal, Pakistan, Rússlandi, Tadsíkistan og Úsbekistan.

Ekki er ljóst nákvæmlega hversu margir snæhlébarðar lifa villtir en vitað er að þeir eru afar sjaldgæfir og þeim hefur sennilega farið fækkandi síðastliðin 30 ár. Heildarstofnstærð tegundarinnar er talin vera um 5.000-7.000 dýr. Þeir lifa á afar óaðgengilegum svæðum í Mongólíu, Tadsjikistan, Kirgistan, í vesturhluta Kína, í Himalajafjöllunum og víðar. Undanfarinn áratug hafa vísindamenn farið ótal rannsóknarleiðangra á þessi svæði til að skoða þennan sjaldséða kött og meta stofnstærð hans. Niðurstöðurnar eru þær að allt að 60% snæhlébarða lifa innan landamæra Kína. Næststærstu stofnarnir finnast í Mongólíu og Tadsjikistan en þar í landi hafa verið stofnaðir stórir þjóðgarðar til að vernda tegundina, enda er snæhlébarðinn þjóðardýr Tadsjikistans. Í Rússlandi lifir tegundin syðst í Síberíu og kom það vísindamönnum á óvart hversu mörg dýr fundust þar eða á bilinu 150-220 einstaklingar.

Snæhlébarðar verða kynþroska við þriggja ára aldur og meðgöngutími þeirra er 90-104 dagar. Algengast er að kvendýrið gjóti 2-3 hvolpum í einu og yfirgefa þeir móðurina við rúmlega 18 mánaða aldur. Elstu dýrin verða vart eldri en 12 ára í villtri náttúru. Meginógnunin við tilvist snæhlébarðans er veiðiþjófnaður eins og þessi frétt BBC segir frá, en feldur hans þykir afar verðmætur. Einnig á hann það til að drepa búfénað, eins og áður hefur verið minnst á, og verja hirðingjar á búsvæðum hans húsdýr sín oft með skotvopnum.

Heimildir og myndir:...