Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað éta krossfiskar?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
Eru krossfiskar fiskar? Hvað borða þeir? Hvar er munnurinn á þeim?

Þrátt fyrir heitið eru krossfiskar (Asteroidea) ekki fiskar heldur tilheyra þeir fylkingu skrápdýra (Echinodermata). Innan þeirrar fylkingar eru meðal annars ígulker (Echinoidea), slöngustjörnur (Ophiuroidea) og sæbjúgu (Holothuroidea).

Munnurinn á krossfiskum er á neðri hlið dýrsins. Þegar krossfiskar éta geta þeir hvolft maganum út úr munninum og melt bráðina að hluta utan líkamans. Síðan er hálfmelt fæðan tekin inn og lokið við að melta hana þar.

Flestar tegundir krossfiska eru hræætur eða rándýr. Krossfiskar veiða meðal annars snigla (Gastropoda), samlokur (Bivalvia), krabbadýr (Crustacea), aðrar tegundir skrápdýra og jafnvel fiska (Pisces).

Sumir krossfiskar eru mjög sérhæfðir í fæðuvali en aðrir eru algjörir tækifærissinnar. Hreinir tækifærissinnar leggjast á hræ og éta nær allar tegundir sem þeir komast í. Meðal annars hafa rannsóknir sýnt að tegund af ættkvíslinni Meyenaster leggur sér til munns meira en 40 tegundir sjávarhryggleysingja, aðallega önnur skrápdýr og lindýr (Mollusca).

Krossfiskur að gæða sér á kræklingi.

Sem dæmi um krossfiska sem eru sérhæfðir í fæðuvali má nefna tegundirnar Stylasterias forreri og Astrometis sertulifera sem finnast á sendnum botni undan vesturströnd Bandaríkjanna. Þessar tegundir nema lykt af fiski sem leynist í sandbotninum, staðsetja sig fyrir ofan hann, grafa sig niður að honum og læsa svo “klónum” á bráðina þegar þær ná til hennar.

Nokkur dæmi eru um krossfiska sem leggjast á kóralla. Kunnasta dæmið er tegundin Acanthaster planci sem finnst á miðbaugssvæðum Kyrrahafsins. Þar hafa komið upp tilvik þar sem offjölgun hjá tegundinni leiddi til gríðarlegs tjóns á kóröllum á stórum svæðum.

Krossfiskar geta verið miklir tjónvaldar í sjávardýraeldi víða um heim. Meðal annars geta þeir lagst á ostrur og valdið umtalsverðu tjóni. Þetta vandamál er til að mynda vel þekkt í Frakklandi.

Loks má geta þess að nokkrar tegundir krossfiska sía fæðu úr sjó eða eru setætur (Porania, Henricia og Ctenodiscus spp).

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.2.2010

Síðast uppfært

18.4.2023

Spyrjandi

Telma Sigþrúður Guðbjarnadóttir, Snorri Elís Halldórsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta krossfiskar?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2010, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54543.

Jón Már Halldórsson. (2010, 23. febrúar). Hvað éta krossfiskar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54543

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta krossfiskar?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2010. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54543>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað éta krossfiskar?
Hér er einnig svarað spurningunum:

Eru krossfiskar fiskar? Hvað borða þeir? Hvar er munnurinn á þeim?

Þrátt fyrir heitið eru krossfiskar (Asteroidea) ekki fiskar heldur tilheyra þeir fylkingu skrápdýra (Echinodermata). Innan þeirrar fylkingar eru meðal annars ígulker (Echinoidea), slöngustjörnur (Ophiuroidea) og sæbjúgu (Holothuroidea).

Munnurinn á krossfiskum er á neðri hlið dýrsins. Þegar krossfiskar éta geta þeir hvolft maganum út úr munninum og melt bráðina að hluta utan líkamans. Síðan er hálfmelt fæðan tekin inn og lokið við að melta hana þar.

Flestar tegundir krossfiska eru hræætur eða rándýr. Krossfiskar veiða meðal annars snigla (Gastropoda), samlokur (Bivalvia), krabbadýr (Crustacea), aðrar tegundir skrápdýra og jafnvel fiska (Pisces).

Sumir krossfiskar eru mjög sérhæfðir í fæðuvali en aðrir eru algjörir tækifærissinnar. Hreinir tækifærissinnar leggjast á hræ og éta nær allar tegundir sem þeir komast í. Meðal annars hafa rannsóknir sýnt að tegund af ættkvíslinni Meyenaster leggur sér til munns meira en 40 tegundir sjávarhryggleysingja, aðallega önnur skrápdýr og lindýr (Mollusca).

Krossfiskur að gæða sér á kræklingi.

Sem dæmi um krossfiska sem eru sérhæfðir í fæðuvali má nefna tegundirnar Stylasterias forreri og Astrometis sertulifera sem finnast á sendnum botni undan vesturströnd Bandaríkjanna. Þessar tegundir nema lykt af fiski sem leynist í sandbotninum, staðsetja sig fyrir ofan hann, grafa sig niður að honum og læsa svo “klónum” á bráðina þegar þær ná til hennar.

Nokkur dæmi eru um krossfiska sem leggjast á kóralla. Kunnasta dæmið er tegundin Acanthaster planci sem finnst á miðbaugssvæðum Kyrrahafsins. Þar hafa komið upp tilvik þar sem offjölgun hjá tegundinni leiddi til gríðarlegs tjóns á kóröllum á stórum svæðum.

Krossfiskar geta verið miklir tjónvaldar í sjávardýraeldi víða um heim. Meðal annars geta þeir lagst á ostrur og valdið umtalsverðu tjóni. Þetta vandamál er til að mynda vel þekkt í Frakklandi.

Loks má geta þess að nokkrar tegundir krossfiska sía fæðu úr sjó eða eru setætur (Porania, Henricia og Ctenodiscus spp).

Heimild og mynd: