Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um snigla?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Ég vil fá að vita sem flestar tölulegar staðreyndir um snigla. Tegundir? Fæða? Æxlun? Einkenni?

Sniglar (Gastropoda) eru af fylkingu lindýra (Mollusca) en í þeirri fylkingu eru meðal annars samlokur og kolkrabbar, svo nefndir séu kunnustu hópar lindýra. Sniglar eru langstærsti hópurinn innan innan fylkingarinnar, telja um 65 þúsund tegundir og eru um 80% allra tegunda lindýra. Sniglum er skipt niður í þrjá undirhópa: Fortálkna, bertálkna og lungnasnigla.
  1. Fortálknar (Prosobranchia). Þetta er tegundaauðugasti undirhópurinn. Flestar tegundanna finnast í sjó, færri í ferskvatni og nokkrar eru landsniglar. Þessir sniglar hafa loku (operculum, hornkennda plötu á fæti snigla sem gerir þeim kleift að loka munna kuðungsins) og möttulhol. Á höfði þessara snigla eru augu efst á þreifurunum. Dæmi um þekktar tegundir innan þessa undirhóps eru kóngar (svo sem beitukóngur og hafkóngur sem eru áberandi sniglar á grunnsævi hér við land) og doppur, til dæmis fjörudoppa. Þekktar eru um 33.000 tegundir.
  2. Bertálknar (Opistobranchia). Þessa snigla skortir langoftast möttulhol sem fortálknar hafa, og loku. Margar tegundir hafa tapað kuðungnum eða hann (eða öllu heldur skelin) staðsettur inni í sniglunum. Ef kuðungur er til staðar er hann mjög lítill en ekki stór og sterklegur eins og hjá fortálknum. Algengt er að bertálknar hafi tapað tálknum en þess í stað anda þeir um húðina. Oft hafa þeir ýmsar fellingar sem gerir líkamsyfirborðið stærra og auðveldar öndun um húð. Dæmi um tegundir bertálkna eru ýmsar skrautlegar tegundir sjósnigla eins og sjófiðrildi (e. sea butterfly) og sjóhéri (e. sea hare). Þekktar eru um 4000 tegundir.
  3. Lungnasniglar (Pulmonata) eru landdýr, með örfáum undantekningum. Þeir hafa umsnúinn kuðung en fjölmargar áberandi tegundir hafa í krafti þróunar tapað kuðungnum. Á enskri tungu eru lungnasniglar kallaðir slugs. Hjá lungnasniglum virkar möttulholið sem lungu og reiða þeir sig á einhvers konar lungnaöndun, ólíkt öðrum sniglum sem anda annað hvort með tálknum eða beint í gegnum húð. Þekktar tegundir innan undirflokks lungnasnigla eru bobbar svo sem brekkubobbi og garðbobbi. Þekktar eru um 28.000 tegundir.

Flestir sniglar eru einkynja en þó er algengt að tegundir séu tvíkynja. Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Þó þekkist það meðal frumstæðra hópa fortálkna að kynfrumum sé dælt út í sjóinn og frjóvgun verði þar, það er útvortis frjóvgun. Eftir að frjóvgun hefur átt sér stað í eggfrumunum, þroskast eggin í dálítinn tíma áður en snigillinn dælir þeim út, en oftast kemur hann þeim fyrir á einhverju undirlagi í vatni. Við klak losna út lirfur sem nefndast á ensku trochopores. Þessar smáu lirfur geta synt um vatnið og éta ýmsar lífrænar agnir sem á sundi þeirra verða.

Næsta stig í lífsferli snigla er lirfustig sem nefnist veliger. Þetta stig varir í mislangan tíma eftir tegundum. Á þessu skeiði ganga sniglarnir gegnum fyrirbæri sem nefnist vindingur (e. torsion) en þá umsnýst líkamsholið þannig að afturendinn (lat./e. anus) færist ásamt líkamsholi um 180° þannig að afturendinn liggur við hliðinna á munninum (sjá nánar á mynd 1a og 1b)! Meðal nokkurra tegunda verður einhvers konar tvöfaldur vindingur þannig að líffæraskipanin er orðinn aftur eins og mynd 1a. sýnir. Þá hefur orðið 360° snúningur!




Fæðuval snigla er ákaflega fjölbreytilegt. Flestar tegundirnar eru grasbítar, éta þang eða ýmsar landjurtir, en aðrar eru hræætur, grotætur (éta lífrænar leifar plantna og dýra) eða jafnvel kjötætur. Þetta endurspeglar hina fjölbreyttu lífshætti sem sniglar hafa lagað sig að á þeim hundruðmilljóna ára sem þeir hafa verið við lýði, og eru þeir án efa langfjölbreytilegasti hópur lindýra hvað lífshætti varðar.

Heimildir og myndir:
  • Hickman, C.P. og L. S. Roberts. 1994. Animal Diversity. Wm. C. Brown, Dubuque, IA
  • Um snigla á vefsetri Encyclopædia Britannica
  • Um sæhéra á vefsetri The Whitney Laboratory

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.3.2003

Spyrjandi

Páll Guðmundsson, f. 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um snigla?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3208.

Jón Már Halldórsson. (2003, 6. mars). Hvað getið þið sagt mér um snigla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3208

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um snigla?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3208>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um snigla?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Ég vil fá að vita sem flestar tölulegar staðreyndir um snigla. Tegundir? Fæða? Æxlun? Einkenni?

Sniglar (Gastropoda) eru af fylkingu lindýra (Mollusca) en í þeirri fylkingu eru meðal annars samlokur og kolkrabbar, svo nefndir séu kunnustu hópar lindýra. Sniglar eru langstærsti hópurinn innan innan fylkingarinnar, telja um 65 þúsund tegundir og eru um 80% allra tegunda lindýra. Sniglum er skipt niður í þrjá undirhópa: Fortálkna, bertálkna og lungnasnigla.
  1. Fortálknar (Prosobranchia). Þetta er tegundaauðugasti undirhópurinn. Flestar tegundanna finnast í sjó, færri í ferskvatni og nokkrar eru landsniglar. Þessir sniglar hafa loku (operculum, hornkennda plötu á fæti snigla sem gerir þeim kleift að loka munna kuðungsins) og möttulhol. Á höfði þessara snigla eru augu efst á þreifurunum. Dæmi um þekktar tegundir innan þessa undirhóps eru kóngar (svo sem beitukóngur og hafkóngur sem eru áberandi sniglar á grunnsævi hér við land) og doppur, til dæmis fjörudoppa. Þekktar eru um 33.000 tegundir.
  2. Bertálknar (Opistobranchia). Þessa snigla skortir langoftast möttulhol sem fortálknar hafa, og loku. Margar tegundir hafa tapað kuðungnum eða hann (eða öllu heldur skelin) staðsettur inni í sniglunum. Ef kuðungur er til staðar er hann mjög lítill en ekki stór og sterklegur eins og hjá fortálknum. Algengt er að bertálknar hafi tapað tálknum en þess í stað anda þeir um húðina. Oft hafa þeir ýmsar fellingar sem gerir líkamsyfirborðið stærra og auðveldar öndun um húð. Dæmi um tegundir bertálkna eru ýmsar skrautlegar tegundir sjósnigla eins og sjófiðrildi (e. sea butterfly) og sjóhéri (e. sea hare). Þekktar eru um 4000 tegundir.
  3. Lungnasniglar (Pulmonata) eru landdýr, með örfáum undantekningum. Þeir hafa umsnúinn kuðung en fjölmargar áberandi tegundir hafa í krafti þróunar tapað kuðungnum. Á enskri tungu eru lungnasniglar kallaðir slugs. Hjá lungnasniglum virkar möttulholið sem lungu og reiða þeir sig á einhvers konar lungnaöndun, ólíkt öðrum sniglum sem anda annað hvort með tálknum eða beint í gegnum húð. Þekktar tegundir innan undirflokks lungnasnigla eru bobbar svo sem brekkubobbi og garðbobbi. Þekktar eru um 28.000 tegundir.

Flestir sniglar eru einkynja en þó er algengt að tegundir séu tvíkynja. Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Þó þekkist það meðal frumstæðra hópa fortálkna að kynfrumum sé dælt út í sjóinn og frjóvgun verði þar, það er útvortis frjóvgun. Eftir að frjóvgun hefur átt sér stað í eggfrumunum, þroskast eggin í dálítinn tíma áður en snigillinn dælir þeim út, en oftast kemur hann þeim fyrir á einhverju undirlagi í vatni. Við klak losna út lirfur sem nefndast á ensku trochopores. Þessar smáu lirfur geta synt um vatnið og éta ýmsar lífrænar agnir sem á sundi þeirra verða.

Næsta stig í lífsferli snigla er lirfustig sem nefnist veliger. Þetta stig varir í mislangan tíma eftir tegundum. Á þessu skeiði ganga sniglarnir gegnum fyrirbæri sem nefnist vindingur (e. torsion) en þá umsnýst líkamsholið þannig að afturendinn (lat./e. anus) færist ásamt líkamsholi um 180° þannig að afturendinn liggur við hliðinna á munninum (sjá nánar á mynd 1a og 1b)! Meðal nokkurra tegunda verður einhvers konar tvöfaldur vindingur þannig að líffæraskipanin er orðinn aftur eins og mynd 1a. sýnir. Þá hefur orðið 360° snúningur!




Fæðuval snigla er ákaflega fjölbreytilegt. Flestar tegundirnar eru grasbítar, éta þang eða ýmsar landjurtir, en aðrar eru hræætur, grotætur (éta lífrænar leifar plantna og dýra) eða jafnvel kjötætur. Þetta endurspeglar hina fjölbreyttu lífshætti sem sniglar hafa lagað sig að á þeim hundruðmilljóna ára sem þeir hafa verið við lýði, og eru þeir án efa langfjölbreytilegasti hópur lindýra hvað lífshætti varðar.

Heimildir og myndir:
  • Hickman, C.P. og L. S. Roberts. 1994. Animal Diversity. Wm. C. Brown, Dubuque, IA
  • Um snigla á vefsetri Encyclopædia Britannica
  • Um sæhéra á vefsetri The Whitney Laboratory
...