Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Eru til ætir sniglar á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Flestir landsniglar eru ætir ef þeir eru meðhöndlaðir og matreiddir á réttan hátt en þó er gott að kynna sér slíkt áður en þeirra er neytt. Það þarf þó alls ekki að fara saman að það sem er óhætt að borða sé jafnframt gott til matar. Samkvæmt matreiðslumönnum og öðrum sem hafa skoðað þetta ýtarlega, þá eru sniglar misgóðir undir tönn og í sumum tilvikum býsna seigir og frekar bragðvondir. Auk þess eru fjölmargir sniglar það litlir að varla tekur því að matreiða þá. Höfundur þessa svars veit ekki til þess að íslenskir sniglar hafi verið matreiddir í stórum stíl en alls ekki er útilokað að einhverjir hafi prófað að elda snigla úr garðinum.

Einn frægasti sniglaréttur heims kallast Escargots de Bourgogne. Uppruni hans er í Búrgúnd-héraði í Frakklandi.

Sniglar eru í hugum margra nátengdir franskri matargerð. Á frönsku kallast ætir sniglar escargot en það er líka heiti á vinsælum sniglaréttum sem gjarnan eru bornir fram sem forréttir. Best þekkti og vinsælasti „matarsnigillinn“ er líklega tegund sem á íslensku kallast krásarbobbi (Helix pomatia, e. roman snail). Meðal annarra tegunda sem eru notaðar til matargerðar eru Cornu aspersum (garðabobbi) og Helix lucorum. Því miður þekkir höfundur ekki íslenskt heiti á síðastnefndu tegundinni.

Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar hefur krásarbobbi þrívegis fundist á Íslandi svo vitað. Þá hefur hann slæðst með varningi sem fluttur er til landsins. Talið er afar ólíklegt að hann geti lifað hér á landi þar sem hann þarf mun hlýrra loftslag. Garðabobbi hefur einnig fundist nokkrum sinnum á Íslandi en ekki náð hér fótfestu. Hins vegar segir á vef Náttúrufræðistofnunar að ekki sé útilokað að hann gæti lifað veturinn af og numið hér land með hlýnandi veðurfari og mildari vetrum.

Þó sniglaát sé í hugum flestra tengt franskri matargerð eru sniglar borðaðir víða um heim, svo sem í mörgum löndum við Miðjarðarhafið og í Asíu.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.10.2021

Spyrjandi

Arndís

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til ætir sniglar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. október 2021. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82290.

Jón Már Halldórsson. (2021, 15. október). Eru til ætir sniglar á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82290

Jón Már Halldórsson. „Eru til ætir sniglar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2021. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82290>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til ætir sniglar á Íslandi?
Flestir landsniglar eru ætir ef þeir eru meðhöndlaðir og matreiddir á réttan hátt en þó er gott að kynna sér slíkt áður en þeirra er neytt. Það þarf þó alls ekki að fara saman að það sem er óhætt að borða sé jafnframt gott til matar. Samkvæmt matreiðslumönnum og öðrum sem hafa skoðað þetta ýtarlega, þá eru sniglar misgóðir undir tönn og í sumum tilvikum býsna seigir og frekar bragðvondir. Auk þess eru fjölmargir sniglar það litlir að varla tekur því að matreiða þá. Höfundur þessa svars veit ekki til þess að íslenskir sniglar hafi verið matreiddir í stórum stíl en alls ekki er útilokað að einhverjir hafi prófað að elda snigla úr garðinum.

Einn frægasti sniglaréttur heims kallast Escargots de Bourgogne. Uppruni hans er í Búrgúnd-héraði í Frakklandi.

Sniglar eru í hugum margra nátengdir franskri matargerð. Á frönsku kallast ætir sniglar escargot en það er líka heiti á vinsælum sniglaréttum sem gjarnan eru bornir fram sem forréttir. Best þekkti og vinsælasti „matarsnigillinn“ er líklega tegund sem á íslensku kallast krásarbobbi (Helix pomatia, e. roman snail). Meðal annarra tegunda sem eru notaðar til matargerðar eru Cornu aspersum (garðabobbi) og Helix lucorum. Því miður þekkir höfundur ekki íslenskt heiti á síðastnefndu tegundinni.

Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar hefur krásarbobbi þrívegis fundist á Íslandi svo vitað. Þá hefur hann slæðst með varningi sem fluttur er til landsins. Talið er afar ólíklegt að hann geti lifað hér á landi þar sem hann þarf mun hlýrra loftslag. Garðabobbi hefur einnig fundist nokkrum sinnum á Íslandi en ekki náð hér fótfestu. Hins vegar segir á vef Náttúrufræðistofnunar að ekki sé útilokað að hann gæti lifað veturinn af og numið hér land með hlýnandi veðurfari og mildari vetrum.

Þó sniglaát sé í hugum flestra tengt franskri matargerð eru sniglar borðaðir víða um heim, svo sem í mörgum löndum við Miðjarðarhafið og í Asíu.

Heimildir og myndir:...