Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er líffræði?

Jón Már Halldórsson

Líffræði er fræðigrein sem fjallar um lífið í allri sinni fjölbreyttustu mynd, allt frá minnstu lífefnasameindum upp í flóknustu vistkerfi, frá veirum upp í stærstu hvali og hávöxnustu tré.

Á vef Háskóla Íslands er sagt að líffræði fjalli meðal annars um:
  • byggingu og starfsemi frumna
  • byggingu, eftirmyndun, starfsemi og þróun erfðaefnisins DNA
  • byggingu lífvera, allt frá veirum og bakteríum upp í flóknar fjölfruma lífverur
  • þroskun, vöxt og lífeðlisfræði lífvera
  • þróun lífsins og uppruna og skyldleika tegundanna
  • samskipti lífvera í stofnum og samfélögum lífvera
  • byggingu og virkni vistkerfa á láði og legi
  • stöðu mannsins og áhrif hans á vistkerfi jarðar.

Þar sem viðfangsefni líffræðinnar spanna svo ólík svið greinist hún í fjölda undirgreina sem líffræðingar sérhæfa sig í. Hér á eftir eru dæmi um nokkrar undirgreinar líffræðinnar, en listinn er mun lengri.

Dýrafræði fjallar um dýr í öllum sínum margbreytileika. Dýrafræðin greinist meðal annars í fuglafræði, spendýrafræði, krabbadýrafræði og skordýrafræði, svo nokkrar undirgreinar dýrafræðinnar séu taldar.



Fuglafræði er ein undirgrein dýrafræðinnar. Þessi fugl sem á ensku kallast Yariguíes Brush-Finch fannst nýlega í Kólumbíu og er talin vera áður óþekkt undirtegund.

Erfðafræði fjallar um hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar.

Grasafræði fjallar um líffræði plantna en til plantna teljast rauðþörungar, brúnþörungar, sveppir og eiginlegar plöntur, það er grænþörungar, mosar, byrkningar og blómplöntur.

Lífeðlisfræði fjallar um starfsemi lífvera. Tvær megingreinar þessarar fræðigreinar eru dýralífeðlisfræði og plöntulífeðlisfræði.

Örverufræði fjallar um líffræði örvera. Þessi grein á sér nokkrar undirgreinar, svo sem veirufræði, bakteríufræði og frumdýrafræði.



Líffræðingar skoða allt frá stærstu trjám niður í minnstu örverur. Hér má sjá E coli-bakteríur en þær geta meðal annars valdið matareitrun.

Vistfræði fjallar um stöðu hinna ýmsu lífvera í náttúrunni og þau áhrif sem þær hafa á umhverfi sitt. Líffræðingar sem hafa lagt fyrir sig vistfræði hafa sérhæft sig í hinum ýmsu vistkerfum og lagt stund á sjávarvistfræði, vatnavistfræði og skógarvistfræði svo dæmi séu tekin af stórum fræðigreinum innan vistfræðinnar.

Líffræðin hefur þróast mjög hratt á undanförnum áratugum og hafa komið fram ýmsar nýjar undirgreinar eins og sameindalíffræði og erfðatækni sem er tækni byggð á sameindalíffræðinni og erfðafræði þar sem notast er við lífverur til að framleiða afurðir eða hraða (breyta) náttúrulegum ferlum. Erfðatæknin er eitt besta dæmið um hagnýtingu líffræðinnar.

Heimild og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.8.2010

Spyrjandi

Katrín Ólafía Þórhallsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er líffræði?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2010. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55993.

Jón Már Halldórsson. (2010, 16. ágúst). Hvað er líffræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55993

Jón Már Halldórsson. „Hvað er líffræði?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2010. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55993>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er líffræði?
Líffræði er fræðigrein sem fjallar um lífið í allri sinni fjölbreyttustu mynd, allt frá minnstu lífefnasameindum upp í flóknustu vistkerfi, frá veirum upp í stærstu hvali og hávöxnustu tré.

Á vef Háskóla Íslands er sagt að líffræði fjalli meðal annars um:
  • byggingu og starfsemi frumna
  • byggingu, eftirmyndun, starfsemi og þróun erfðaefnisins DNA
  • byggingu lífvera, allt frá veirum og bakteríum upp í flóknar fjölfruma lífverur
  • þroskun, vöxt og lífeðlisfræði lífvera
  • þróun lífsins og uppruna og skyldleika tegundanna
  • samskipti lífvera í stofnum og samfélögum lífvera
  • byggingu og virkni vistkerfa á láði og legi
  • stöðu mannsins og áhrif hans á vistkerfi jarðar.

Þar sem viðfangsefni líffræðinnar spanna svo ólík svið greinist hún í fjölda undirgreina sem líffræðingar sérhæfa sig í. Hér á eftir eru dæmi um nokkrar undirgreinar líffræðinnar, en listinn er mun lengri.

Dýrafræði fjallar um dýr í öllum sínum margbreytileika. Dýrafræðin greinist meðal annars í fuglafræði, spendýrafræði, krabbadýrafræði og skordýrafræði, svo nokkrar undirgreinar dýrafræðinnar séu taldar.



Fuglafræði er ein undirgrein dýrafræðinnar. Þessi fugl sem á ensku kallast Yariguíes Brush-Finch fannst nýlega í Kólumbíu og er talin vera áður óþekkt undirtegund.

Erfðafræði fjallar um hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar.

Grasafræði fjallar um líffræði plantna en til plantna teljast rauðþörungar, brúnþörungar, sveppir og eiginlegar plöntur, það er grænþörungar, mosar, byrkningar og blómplöntur.

Lífeðlisfræði fjallar um starfsemi lífvera. Tvær megingreinar þessarar fræðigreinar eru dýralífeðlisfræði og plöntulífeðlisfræði.

Örverufræði fjallar um líffræði örvera. Þessi grein á sér nokkrar undirgreinar, svo sem veirufræði, bakteríufræði og frumdýrafræði.



Líffræðingar skoða allt frá stærstu trjám niður í minnstu örverur. Hér má sjá E coli-bakteríur en þær geta meðal annars valdið matareitrun.

Vistfræði fjallar um stöðu hinna ýmsu lífvera í náttúrunni og þau áhrif sem þær hafa á umhverfi sitt. Líffræðingar sem hafa lagt fyrir sig vistfræði hafa sérhæft sig í hinum ýmsu vistkerfum og lagt stund á sjávarvistfræði, vatnavistfræði og skógarvistfræði svo dæmi séu tekin af stórum fræðigreinum innan vistfræðinnar.

Líffræðin hefur þróast mjög hratt á undanförnum áratugum og hafa komið fram ýmsar nýjar undirgreinar eins og sameindalíffræði og erfðatækni sem er tækni byggð á sameindalíffræðinni og erfðafræði þar sem notast er við lífverur til að framleiða afurðir eða hraða (breyta) náttúrulegum ferlum. Erfðatæknin er eitt besta dæmið um hagnýtingu líffræðinnar.

Heimild og myndir:...