Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað einkennir grænþörunga?

Jón Már Halldórsson

Grænþörungar (Chlorophyta) er ein fylking þörunga (Algae), sem eru frumbjarga lífverur án eiginlegra róta, blaða eða stilks. Þörungar teljast til plönturíkisins og telja líffræðingar að þörungar séu fyrstu plönturnar sem komu fram á jörðinni, fyrir rúmlega 1,3 milljörðum ára. Nöfn fylkinga þörunganna eru dregin af litarefnum sem frumur þeirra innihalda, svo sem brúnþörungar, rauðþörungar og grænþörungar.

Brúnþörungar eru mjög algengir í fjörum og sjó, meðal annars hér við land. Tegundir brúnþörunga sem lifa hér við land, eru meðal annars hrossaþari (Laminaria digitata), stórþari (Laminaria hyperborea), bóluþang (Fucus vesiculosus) og klapparþang (Fucus spiralis), svo og margar aðrar kunnar tegundir þara og þangs. Brúnþörungar festa sig við undirlagið með svokölluðum þöngulhausum.

Rauðþörunga má finna hér á landi, meðal annars á klöppum. Algengir rauðþörungar sem maður rekst á í fjörunni eru meðal annars söl (Palmaria palmata), purpurahimna (Porphyra umbilicalis) og fjörugrös (Chondrus crispus).

Það sem helst skilur á milli grænþörunga og annarra fylkinga þörunga er litafarið, en það stafar af því að grænþörungar hafa önnur efni til ljóstillífunar en aðrar þörungafylkingar. Litarefnin í grænþörungum eru þau sömu og í landplöntum, eða chlorophyll-a, chlorophyll-b, carotene og xanthophyll. Hins vegar eru rauðþörungar með aðra gerð af litkornum; phycoerythrin sem gleypir ljós af annarri bylgjulengd. Brúnþörungar eru með chlorophyll-c í stað chlorophyll-b og meira magn af xanthophyll en grænir þörungar.

Hlutfallslega margar tegundir grænþörunga lifa í fersku vatni eða á svæðum þar sem mikill raki er jarðveginum. Þeir eru mjög algengir í lækjum, tjörnum og pollum víða um heim og sjást þá sem slý. Færri tegundir lifa í sjó. Þessum hlutum er öfugt farið með aðrar fylkingar þörunga. Alls eru þekktar um 6000 tegundir grænþörunga og eru þeir lang-tegundaauðugasta fylking þörunga í heiminum.Grænþörungar eru breytilegir að stærð og lögun. Fjölmargar tegundir eru einungis ein fruma eins og Chlamydomona, aðrar í nánu sambýli eins og Hydrodictyon og Volvox, þráðlaga eins og tegundir af ættkvíslinni Spirogyra (sjá mynd að neðan) eða slöngulaga eins og tegundir af ættkvíslum Actebaularia og Caulerpa.Fræðimenn telja að landplöntur hafi fyrir rúmum hálfum milljarði ára þróast út frá fornum grænþörungum enda benda margar vísbendingar til þess:

Í fyrsta lagi er það skyldleiki litkorna grænþörunga og plantna en segja má að sömu litkorn finnist milli þessara hópa og oftast í sama magni. Þetta er að mati vísindamanna sterkustu rökin fyrir hinum nána skyldleika meðal plantna og grænþörunga.

Í öðru lagi geyma grænþörungar og plöntur forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.

Nokkrir aðrir lífefnafræðilegir og frumulíffræðilegir þættir hníga einnig í þá átt að skyldleiki sé milli plantna og grænþörunga, þar á meðal sá að frumuveggir grænþörunga og plöntufrumna hafi sömu sérstæðu bygginguna.

Myndin af Volvox er fengin af síðu á vegum Háskólans í Rennes, Frakklandi.

Myndin af Spirogyra þörungnum er fengin á þessari upplýsingasíðu HOSEI BioLab í Japan um frumverur.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.2.2002

Spyrjandi

Ingvar Freyr, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað einkennir grænþörunga?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2002. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2092.

Jón Már Halldórsson. (2002, 4. febrúar). Hvað einkennir grænþörunga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2092

Jón Már Halldórsson. „Hvað einkennir grænþörunga?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2002. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2092>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað einkennir grænþörunga?
Grænþörungar (Chlorophyta) er ein fylking þörunga (Algae), sem eru frumbjarga lífverur án eiginlegra róta, blaða eða stilks. Þörungar teljast til plönturíkisins og telja líffræðingar að þörungar séu fyrstu plönturnar sem komu fram á jörðinni, fyrir rúmlega 1,3 milljörðum ára. Nöfn fylkinga þörunganna eru dregin af litarefnum sem frumur þeirra innihalda, svo sem brúnþörungar, rauðþörungar og grænþörungar.

Brúnþörungar eru mjög algengir í fjörum og sjó, meðal annars hér við land. Tegundir brúnþörunga sem lifa hér við land, eru meðal annars hrossaþari (Laminaria digitata), stórþari (Laminaria hyperborea), bóluþang (Fucus vesiculosus) og klapparþang (Fucus spiralis), svo og margar aðrar kunnar tegundir þara og þangs. Brúnþörungar festa sig við undirlagið með svokölluðum þöngulhausum.

Rauðþörunga má finna hér á landi, meðal annars á klöppum. Algengir rauðþörungar sem maður rekst á í fjörunni eru meðal annars söl (Palmaria palmata), purpurahimna (Porphyra umbilicalis) og fjörugrös (Chondrus crispus).

Það sem helst skilur á milli grænþörunga og annarra fylkinga þörunga er litafarið, en það stafar af því að grænþörungar hafa önnur efni til ljóstillífunar en aðrar þörungafylkingar. Litarefnin í grænþörungum eru þau sömu og í landplöntum, eða chlorophyll-a, chlorophyll-b, carotene og xanthophyll. Hins vegar eru rauðþörungar með aðra gerð af litkornum; phycoerythrin sem gleypir ljós af annarri bylgjulengd. Brúnþörungar eru með chlorophyll-c í stað chlorophyll-b og meira magn af xanthophyll en grænir þörungar.

Hlutfallslega margar tegundir grænþörunga lifa í fersku vatni eða á svæðum þar sem mikill raki er jarðveginum. Þeir eru mjög algengir í lækjum, tjörnum og pollum víða um heim og sjást þá sem slý. Færri tegundir lifa í sjó. Þessum hlutum er öfugt farið með aðrar fylkingar þörunga. Alls eru þekktar um 6000 tegundir grænþörunga og eru þeir lang-tegundaauðugasta fylking þörunga í heiminum.Grænþörungar eru breytilegir að stærð og lögun. Fjölmargar tegundir eru einungis ein fruma eins og Chlamydomona, aðrar í nánu sambýli eins og Hydrodictyon og Volvox, þráðlaga eins og tegundir af ættkvíslinni Spirogyra (sjá mynd að neðan) eða slöngulaga eins og tegundir af ættkvíslum Actebaularia og Caulerpa.Fræðimenn telja að landplöntur hafi fyrir rúmum hálfum milljarði ára þróast út frá fornum grænþörungum enda benda margar vísbendingar til þess:

Í fyrsta lagi er það skyldleiki litkorna grænþörunga og plantna en segja má að sömu litkorn finnist milli þessara hópa og oftast í sama magni. Þetta er að mati vísindamanna sterkustu rökin fyrir hinum nána skyldleika meðal plantna og grænþörunga.

Í öðru lagi geyma grænþörungar og plöntur forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.

Nokkrir aðrir lífefnafræðilegir og frumulíffræðilegir þættir hníga einnig í þá átt að skyldleiki sé milli plantna og grænþörunga, þar á meðal sá að frumuveggir grænþörunga og plöntufrumna hafi sömu sérstæðu bygginguna.

Myndin af Volvox er fengin af síðu á vegum Háskólans í Rennes, Frakklandi.

Myndin af Spirogyra þörungnum er fengin á þessari upplýsingasíðu HOSEI BioLab í Japan um frumverur.

...