Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað eru til margar tegundir af liðdýrum?

Jón Már Halldórsson

Liðdýr eru að öllum líkindum sú fylking dýra sem inniheldur langflestar tegundir og hafa margir dýrafræðingar álitið að fjöldi liðdýra sé meiri en fjöldi dýrategunda í öllum öðrum fylkingum samanlagt. Jafnvel 80% allra dýrategunda tilheyra fylkingunni. Um fjölda núlifandi tegunda liðdýra er ekki vitað en menn hafa metið fjöldann frá 2 milljónum tegunda upp í tugi milljóna og eru skordýr langstærstur hluti þeirra. Nú hafa menn lýst rétt rúmlega 1 milljón tegunda, mest skordýrum (Insecta).


Ýmsar tegundir skordýra

Liðdýr eru greind niður í fjórar núlifandi undirfylkingar:

  • Klóskerar (Chelicerata) eru meðal annars áttfætlur og skeifukrabbar. Nú hefur verið lýst um 77 þúsundum tegundum innan þessarar undirfylkingar. Enn á þó eftir að gera grein fyrir miklum fjölda.
  • Margfætlur (Myriapoda). Í þessari undirfylkingu hefur 13 þúsund tegundum verið lýst.
  • Sexfætlur (Hexapoda) eru skordýr ásamt lítt þekktum hópi sem nefnist á fræðimáli entognatha. Rúmlega milljón tegundum skordýra hefur verið lýst en talið er að það sé einungis einn tíundi hluti af öllum núlifandi skordýrategundum.
  • Krabbadýr (Crustacea) eru að langmestu sjávar- eða vatnaliðdýr. Þetta er afar fjölbreyttur flokkur að formi til en innan hans má nefna ólíka hópa eins og tífætta krabba, til að mynda trjónukrabba, Hyas araneus, hrúðurkarla og hina svo sérstæðu helsingjanef.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.8.2010

Spyrjandi

Viðar Snær Svavarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af liðdýrum?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2010. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56312.

Jón Már Halldórsson. (2010, 3. ágúst). Hvað eru til margar tegundir af liðdýrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56312

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af liðdýrum?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2010. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56312>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af liðdýrum?
Liðdýr eru að öllum líkindum sú fylking dýra sem inniheldur langflestar tegundir og hafa margir dýrafræðingar álitið að fjöldi liðdýra sé meiri en fjöldi dýrategunda í öllum öðrum fylkingum samanlagt. Jafnvel 80% allra dýrategunda tilheyra fylkingunni. Um fjölda núlifandi tegunda liðdýra er ekki vitað en menn hafa metið fjöldann frá 2 milljónum tegunda upp í tugi milljóna og eru skordýr langstærstur hluti þeirra. Nú hafa menn lýst rétt rúmlega 1 milljón tegunda, mest skordýrum (Insecta).


Ýmsar tegundir skordýra

Liðdýr eru greind niður í fjórar núlifandi undirfylkingar:

  • Klóskerar (Chelicerata) eru meðal annars áttfætlur og skeifukrabbar. Nú hefur verið lýst um 77 þúsundum tegundum innan þessarar undirfylkingar. Enn á þó eftir að gera grein fyrir miklum fjölda.
  • Margfætlur (Myriapoda). Í þessari undirfylkingu hefur 13 þúsund tegundum verið lýst.
  • Sexfætlur (Hexapoda) eru skordýr ásamt lítt þekktum hópi sem nefnist á fræðimáli entognatha. Rúmlega milljón tegundum skordýra hefur verið lýst en talið er að það sé einungis einn tíundi hluti af öllum núlifandi skordýrategundum.
  • Krabbadýr (Crustacea) eru að langmestu sjávar- eða vatnaliðdýr. Þetta er afar fjölbreyttur flokkur að formi til en innan hans má nefna ólíka hópa eins og tífætta krabba, til að mynda trjónukrabba, Hyas araneus, hrúðurkarla og hina svo sérstæðu helsingjanef.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:...