Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?

Jón Már Halldórsson

Jafnfætlur eða þanglýs (e. isopoda) eru krabbadýr líkt og marflær, rækjur og tífættir krabbar. Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og hann skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins, og er nafnið jafnfætla dregið af því. Á höfðinu hafa jafnfætlur yfirleitt langa og áberandi fálmara. Halinn greinist í sex liði en oft rennur skjöldurinn á þeim meira eða minna saman þannig að erfitt er að greina liðina í sundur. Undir halanum eru fæturnir sem hafa ummyndast í blöðkur sem þanglýsnar nota til sunds.

Jafnfætlur eru fjölskrúðugur og tegundaríkur hópur en rúmlega fjögur þúsund tegundum hefur verið lýst. Þeim er skipt í tíu undirflokka og finnast tegundir fjögurra þeirra í djúphöfum. Margar tegundir þanglúsa eru vel þekktar hér við land. Sumar finnast ofarlega í fjörunni en aðrar lifa djúpt í hafinu og nokkrar í ferskvatni. Einnig eru til dæmi um jafnfætlur sem lifa á þurrlendi en það eru grápöddur sem margir hafa fengið inn í hús til sín. Jafnfætlur lifa líka sem sníkjudýr, bæði innri og ytri sníkjudýr á dýrum eins og fiskum og öðrum krabbadýrum.

Jafnfætlur eru þó kunnugastar sem fjörudýr. Víða á sunnanverðu landinu má finna sölvahrút (Ligia oceanica) en hann er ein stærsta jafnfætlan hér við land. Hann getur orðið meira en 3 cm á lengd og finnst efst í fjörunni, oftast innan um sjávarfitjung. Undir steinum efst í fjörunni má oftar en ekki finna fjörulýs sem eru smáar, aðeins um 3-5 mm á lengd.Sölvahrútur (Ligia oceanica).

Hinar eiginlegu þanglýs finnast neðar í fjörunni, innan um þang. Hér er um að ræða nokkrar tegundir sem eru á bilinu 1-2,5 cm á lengd. Neðan fjörumarka finnst svo geysilegur fjöldi jafnfætla sem geta verið ákaflega margbreytilegar að stærð og lögun.

Að lokum má geta einnar tegundar sem er nokkuð algeng hér við land og grefur sér göng í við. Hér er átt við bryggjulúsina sem skilur eftir sig göt í viði sem liggur í sjó. Oftar en ekki hefur hún valdið tjóni á bryggjustaurum hér við land og annars staðar.

Heimildir og mynd:
  • Agnar Ingólfsson. 1994. "Fjaran og grunnsævið - Nytjar og verndun." Íslendingar, hafið og auðlindir þess (ritstj. Unnsteinn Stefánsson). Skákprent: Reykjavík. 205-16.
  • Brandt, A. 1993. "Redescription of Notophryxus clypeatus Sars, 1885, a parasitic isopod of mysidaceans from the Kobleinsey Ridge, North of Iceland." Sarsia 78-123-127.
  • Ruppert, Edward E. og Barnes, Robert D. 1994. Invertibrate Zoology. Sanders College: Sydney.
  • Richard C. Brusca, Vânia R. Coelho, Stefano Taiti. A Guide to the Coastal Isopods of California
  • Ligia oceanica

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.11.2004

Spyrjandi

Kári Sighvatsson, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2004. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4636.

Jón Már Halldórsson. (2004, 30. nóvember). Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4636

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2004. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4636>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?
Jafnfætlur eða þanglýs (e. isopoda) eru krabbadýr líkt og marflær, rækjur og tífættir krabbar. Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og hann skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins, og er nafnið jafnfætla dregið af því. Á höfðinu hafa jafnfætlur yfirleitt langa og áberandi fálmara. Halinn greinist í sex liði en oft rennur skjöldurinn á þeim meira eða minna saman þannig að erfitt er að greina liðina í sundur. Undir halanum eru fæturnir sem hafa ummyndast í blöðkur sem þanglýsnar nota til sunds.

Jafnfætlur eru fjölskrúðugur og tegundaríkur hópur en rúmlega fjögur þúsund tegundum hefur verið lýst. Þeim er skipt í tíu undirflokka og finnast tegundir fjögurra þeirra í djúphöfum. Margar tegundir þanglúsa eru vel þekktar hér við land. Sumar finnast ofarlega í fjörunni en aðrar lifa djúpt í hafinu og nokkrar í ferskvatni. Einnig eru til dæmi um jafnfætlur sem lifa á þurrlendi en það eru grápöddur sem margir hafa fengið inn í hús til sín. Jafnfætlur lifa líka sem sníkjudýr, bæði innri og ytri sníkjudýr á dýrum eins og fiskum og öðrum krabbadýrum.

Jafnfætlur eru þó kunnugastar sem fjörudýr. Víða á sunnanverðu landinu má finna sölvahrút (Ligia oceanica) en hann er ein stærsta jafnfætlan hér við land. Hann getur orðið meira en 3 cm á lengd og finnst efst í fjörunni, oftast innan um sjávarfitjung. Undir steinum efst í fjörunni má oftar en ekki finna fjörulýs sem eru smáar, aðeins um 3-5 mm á lengd.Sölvahrútur (Ligia oceanica).

Hinar eiginlegu þanglýs finnast neðar í fjörunni, innan um þang. Hér er um að ræða nokkrar tegundir sem eru á bilinu 1-2,5 cm á lengd. Neðan fjörumarka finnst svo geysilegur fjöldi jafnfætla sem geta verið ákaflega margbreytilegar að stærð og lögun.

Að lokum má geta einnar tegundar sem er nokkuð algeng hér við land og grefur sér göng í við. Hér er átt við bryggjulúsina sem skilur eftir sig göt í viði sem liggur í sjó. Oftar en ekki hefur hún valdið tjóni á bryggjustaurum hér við land og annars staðar.

Heimildir og mynd:
  • Agnar Ingólfsson. 1994. "Fjaran og grunnsævið - Nytjar og verndun." Íslendingar, hafið og auðlindir þess (ritstj. Unnsteinn Stefánsson). Skákprent: Reykjavík. 205-16.
  • Brandt, A. 1993. "Redescription of Notophryxus clypeatus Sars, 1885, a parasitic isopod of mysidaceans from the Kobleinsey Ridge, North of Iceland." Sarsia 78-123-127.
  • Ruppert, Edward E. og Barnes, Robert D. 1994. Invertibrate Zoology. Sanders College: Sydney.
  • Richard C. Brusca, Vânia R. Coelho, Stefano Taiti. A Guide to the Coastal Isopods of California
  • Ligia oceanica
...