Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gera dýrafræðingar?

Jón Már Halldórsson

Dýrafræðingar vinna að mjög fjölbreytilegum rannsóknum á dýrum af öllum stærðum og gerðum. Á verksviði dýrafræðinga er meðal annars flokkunarfræði dýra, að kanna skyldleika tegunda innbyrðis og stærri hópa og fylkinga, hegðun dýra, lýsa útliti þeirra og lífsháttum svo að fátt eitt sé nefnt.

Aristóteles til vinstri og Hippókrates til hægri.

Dýrafræðin á rætur sínar að rekja til verka forngrikkjanna Hippókratesar (um 460 - um 375 f.Kr) og Aristótelesar (384 - 322 f.Kr.) sem var án efa einn mesti vísindamaður fornaldar. Aristóteles stundaði rannsóknir á mörgum sviðum svo sem í eðlisfræði, efnafræði og á mörgum sviðum líffræðinnar svo sem í dýra- og grasafræði. Aristóteles stundaði einnig rannsóknir í stjórnmálafræði, rökfræði, sálfræði, siðfræði og mælskulist svo dæmi séu tekin.

Albertus Magnus til vinstri og William Harvey til hægri.

Aristóteles er sjálfsagt þekktastur fyrir framlag sitt til heimspeki og rökfræði en framlag hans til náttúrufræðinnar er einnig mikið. Hann var fyrstur manna til að stunda kerfisbundnar athuganir á dýrum og mótaði þannig fræðilegan grunn dýrafræðinnar. Verkum Aristótelesar var haldið á lofti á komandi öldum en engin meiri háttar þróun varð hins vegar í fræðigreininni. Frekar væri hægt að segja að stöðnun hafi ríkt í dýrafræðinni um margra alda skeið líkt og í öðrum greinum líffræðinnar. Vert er þó að nefna skrif Albertus Magnus (um 1193/1206 - 1280) um náttúrufræði á 13. öld sem mikilvægt framlag til greinarinnar en skrif hans voru undir miklum áhrifum frá Aristótelesi.

Carl von Linné til vinstri og John Ray til hægri.

Á 17. öld jukust rannsóknir á dýrum og margar merkar uppgötvanir voru gerðar á tímabilinu frá 1700 til 1900. Þar ber hæst uppgötvanir Bretans William Harvey (1578-1657) á hringrás blóðsins og Svíans Carls von Linné (1707-1778) sem útfærði frekar kenningar 16. aldar náttúrufræðingsins John Ray (1627-1705) um eðli tegunda (e. species) og ættkvísla (e. genus). Linné bjó til hið svokallaða tvínafnakerfi, það er að segja nafnakerfi þar sem hver tegund hefur latneskt sérheiti og ættkvíslarheiti. Í kerfinu kallast maðurinn til dæmis Homo sapiens og það þýðir að maðurinn sé af ættkvíslinni Homo en hefur tegundarheitið sapiens.

Georges-Louis Leclerc de Buffon til vinstri og Georges Cuvier til hægri.

Á þessum tíma skrifaði einnig Georges-Louis Leclerc de Buffon (1707-1788) merk rit um náttúrusögu og Georges Cuvier (1769-1832) gerði merkar rannsóknir í samanburðarlíffærafræði. Framlög allra þessara manna festu dýrafræðina í sessi sem alvöruvísindagrein og í dag er hún mjög lífleg og virk fræðigrein sem stunduð er um allan heim.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um dýrafræði bendum við á fagtímarit eins og Journal of Zoology, Physiological Zoology, Zoology, Wildlife Research og American Zoologist.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.1.2002

Spyrjandi

Sigurður Kristinn Guðmundsson, f. 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað gera dýrafræðingar?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2002, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2081.

Jón Már Halldórsson. (2002, 29. janúar). Hvað gera dýrafræðingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2081

Jón Már Halldórsson. „Hvað gera dýrafræðingar?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2002. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2081>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gera dýrafræðingar?
Dýrafræðingar vinna að mjög fjölbreytilegum rannsóknum á dýrum af öllum stærðum og gerðum. Á verksviði dýrafræðinga er meðal annars flokkunarfræði dýra, að kanna skyldleika tegunda innbyrðis og stærri hópa og fylkinga, hegðun dýra, lýsa útliti þeirra og lífsháttum svo að fátt eitt sé nefnt.

Aristóteles til vinstri og Hippókrates til hægri.

Dýrafræðin á rætur sínar að rekja til verka forngrikkjanna Hippókratesar (um 460 - um 375 f.Kr) og Aristótelesar (384 - 322 f.Kr.) sem var án efa einn mesti vísindamaður fornaldar. Aristóteles stundaði rannsóknir á mörgum sviðum svo sem í eðlisfræði, efnafræði og á mörgum sviðum líffræðinnar svo sem í dýra- og grasafræði. Aristóteles stundaði einnig rannsóknir í stjórnmálafræði, rökfræði, sálfræði, siðfræði og mælskulist svo dæmi séu tekin.

Albertus Magnus til vinstri og William Harvey til hægri.

Aristóteles er sjálfsagt þekktastur fyrir framlag sitt til heimspeki og rökfræði en framlag hans til náttúrufræðinnar er einnig mikið. Hann var fyrstur manna til að stunda kerfisbundnar athuganir á dýrum og mótaði þannig fræðilegan grunn dýrafræðinnar. Verkum Aristótelesar var haldið á lofti á komandi öldum en engin meiri háttar þróun varð hins vegar í fræðigreininni. Frekar væri hægt að segja að stöðnun hafi ríkt í dýrafræðinni um margra alda skeið líkt og í öðrum greinum líffræðinnar. Vert er þó að nefna skrif Albertus Magnus (um 1193/1206 - 1280) um náttúrufræði á 13. öld sem mikilvægt framlag til greinarinnar en skrif hans voru undir miklum áhrifum frá Aristótelesi.

Carl von Linné til vinstri og John Ray til hægri.

Á 17. öld jukust rannsóknir á dýrum og margar merkar uppgötvanir voru gerðar á tímabilinu frá 1700 til 1900. Þar ber hæst uppgötvanir Bretans William Harvey (1578-1657) á hringrás blóðsins og Svíans Carls von Linné (1707-1778) sem útfærði frekar kenningar 16. aldar náttúrufræðingsins John Ray (1627-1705) um eðli tegunda (e. species) og ættkvísla (e. genus). Linné bjó til hið svokallaða tvínafnakerfi, það er að segja nafnakerfi þar sem hver tegund hefur latneskt sérheiti og ættkvíslarheiti. Í kerfinu kallast maðurinn til dæmis Homo sapiens og það þýðir að maðurinn sé af ættkvíslinni Homo en hefur tegundarheitið sapiens.

Georges-Louis Leclerc de Buffon til vinstri og Georges Cuvier til hægri.

Á þessum tíma skrifaði einnig Georges-Louis Leclerc de Buffon (1707-1788) merk rit um náttúrusögu og Georges Cuvier (1769-1832) gerði merkar rannsóknir í samanburðarlíffærafræði. Framlög allra þessara manna festu dýrafræðina í sessi sem alvöruvísindagrein og í dag er hún mjög lífleg og virk fræðigrein sem stunduð er um allan heim.

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um dýrafræði bendum við á fagtímarit eins og Journal of Zoology, Physiological Zoology, Zoology, Wildlife Research og American Zoologist.

Myndir:...