Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Í stuttu máli má segja að munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens sé flokkunarfræðilegur; annars vegar er verið að tala um tegund og hins vegar undirtegund eða deilitegund.

Fræðimenn nota ákveðið kerfi til að skipta öllum lífverum niður í hópa sem síðan er skipt niður í smærri og nákvæmari einingar byggðar á sameiginlegum einkennum, sem jafnframt greina þær frá öðrum hópum. Fyrst er flokkað í ríki, þá fylkingar sem svo skiptast í flokka. Flokkum er síðan skipt í ættbálka, svo koma ættir, ættkvíslir og loks tegundir. Tegund afmarkast af því að tveir einstaklingar sömu tegundar, hvor af sínu kyni, geta átt frjó afkvæmi. Fólk villist oft á þessu og heldur til dæmis að til séu margar tegundir af hundum, en svo er ekki heldur er þar um að ræða afbrigði eða undirtegundir sem geta hæglega æxlast innbyrðis eins og kunnugt er.

Ættkvíslir og tegundir eru grunnurinn að hinni fræðilegu nafngift lífvera. Á 18. öld bjó sænski náttúrufræðingurinn Carl von Linné til það nafnakerfi sem notað er enn þann dag í dag og kallast tvínafnakerfi. Í því kerfi hlýtur hver lífvera tvö latnesk nöfn, hið fyrra er nafn ættkvíslarinnar sem hún tilheyrir en hið síðara er nafn þeirrar tegundar sem lífveran heyrir undir. Í sumum tilfellum eru notaðar undirtegundir og þá bætist þriðja nafnið við.

Ættkvísl manna kallast Homo og henni tilheyra meðal annars tegundirnar Homo habilis eða hinn handlagni maður, Homo erectus, upprétti maðurinn, og Homo sapiens sem er stundum kallaður hinn viti borni maður. Þegar talað er um nútímamanninn, það er að segja okkur sem nú erum uppi, oft talað um Homo sapiens. Hið rétta fræðiheiti er þó Homo sapiens sapiens. Við erum sem sagt undirtegund undir sapiens.Að minnsta kosti tvær undirtegundir teljast til tegundarinnar Homo sapiens, annars vegar nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens og hins vegar Homo sapiens neanderthalensis (oftast skrifað sem Homo neanderthalensis). Áður var neanderdalsmaðurinn talinn beinn forfaðir nútímamannsins en er nú frekar talinn skyldur honum. Hugsanlegt er að fleiri undirtegundir hafi verið tengdar neanderdalsmanninum og nútímamanninum, og þá einnig kallast sapiens, en margt er enn á huldu um það fólk og of flókið mál að fara út í þá sálma.

Líffræðilegur munur á undirtegundunum tveimur, Homo sapiens sapiens og Homo sapiens neanderthalensis, er meðal annars sá að neanderdalsmaðurinn var með stórt höfuð og meira heilarými en áður hafði þekkst, þykk höfðubein og afturhallandi enni. Hann var sterklega vaxinn og lögun handleggsbeina og lærbeina sýna að hann hefur verið mjög vöðvamikill. Neanderdalsmaðurinn var aðlagaður köldu loftslagi og notaði einföld verkfæri. Ekki er vitað með vissu hvort hann gat talað en það er ekki ósennilegt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.4.2002

Spyrjandi

Maríanna Jónsdóttir, fædd 1982

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2002. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2348.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2002, 30. apríl). Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2348

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2002. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2348>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?
Í stuttu máli má segja að munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens sé flokkunarfræðilegur; annars vegar er verið að tala um tegund og hins vegar undirtegund eða deilitegund.

Fræðimenn nota ákveðið kerfi til að skipta öllum lífverum niður í hópa sem síðan er skipt niður í smærri og nákvæmari einingar byggðar á sameiginlegum einkennum, sem jafnframt greina þær frá öðrum hópum. Fyrst er flokkað í ríki, þá fylkingar sem svo skiptast í flokka. Flokkum er síðan skipt í ættbálka, svo koma ættir, ættkvíslir og loks tegundir. Tegund afmarkast af því að tveir einstaklingar sömu tegundar, hvor af sínu kyni, geta átt frjó afkvæmi. Fólk villist oft á þessu og heldur til dæmis að til séu margar tegundir af hundum, en svo er ekki heldur er þar um að ræða afbrigði eða undirtegundir sem geta hæglega æxlast innbyrðis eins og kunnugt er.

Ættkvíslir og tegundir eru grunnurinn að hinni fræðilegu nafngift lífvera. Á 18. öld bjó sænski náttúrufræðingurinn Carl von Linné til það nafnakerfi sem notað er enn þann dag í dag og kallast tvínafnakerfi. Í því kerfi hlýtur hver lífvera tvö latnesk nöfn, hið fyrra er nafn ættkvíslarinnar sem hún tilheyrir en hið síðara er nafn þeirrar tegundar sem lífveran heyrir undir. Í sumum tilfellum eru notaðar undirtegundir og þá bætist þriðja nafnið við.

Ættkvísl manna kallast Homo og henni tilheyra meðal annars tegundirnar Homo habilis eða hinn handlagni maður, Homo erectus, upprétti maðurinn, og Homo sapiens sem er stundum kallaður hinn viti borni maður. Þegar talað er um nútímamanninn, það er að segja okkur sem nú erum uppi, oft talað um Homo sapiens. Hið rétta fræðiheiti er þó Homo sapiens sapiens. Við erum sem sagt undirtegund undir sapiens.Að minnsta kosti tvær undirtegundir teljast til tegundarinnar Homo sapiens, annars vegar nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens og hins vegar Homo sapiens neanderthalensis (oftast skrifað sem Homo neanderthalensis). Áður var neanderdalsmaðurinn talinn beinn forfaðir nútímamannsins en er nú frekar talinn skyldur honum. Hugsanlegt er að fleiri undirtegundir hafi verið tengdar neanderdalsmanninum og nútímamanninum, og þá einnig kallast sapiens, en margt er enn á huldu um það fólk og of flókið mál að fara út í þá sálma.

Líffræðilegur munur á undirtegundunum tveimur, Homo sapiens sapiens og Homo sapiens neanderthalensis, er meðal annars sá að neanderdalsmaðurinn var með stórt höfuð og meira heilarými en áður hafði þekkst, þykk höfðubein og afturhallandi enni. Hann var sterklega vaxinn og lögun handleggsbeina og lærbeina sýna að hann hefur verið mjög vöðvamikill. Neanderdalsmaðurinn var aðlagaður köldu loftslagi og notaði einföld verkfæri. Ekki er vitað með vissu hvort hann gat talað en það er ekki ósennilegt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...