Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?

Geir Þ. Þórarinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða?

Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið nafn í tveimur hlutum, þar sem annar hluti nafnsins tilgreinir ættkvísl og síðari hlutinn tilgreinir tegundina sjálfa. Dæmi um þetta er tegundarheiti manneskjunnar sem er Homo sapiens en það þýðir „hinni viti borni maður“. Orðið homo er þá heiti ættkvíslar sem margar tegundir tilheyra eða gætu tilheyrt. Orðið homo er latneskt orð og þýðir maður. Þetta er því ættkvísl manna. Það vill svo til að einungis ein tegund er eftir af þessari ættkvísl og það er tegundin okkar, Homo sapiens. Orðið sapiens er líka latneskt. Það er lýsingarháttur nútíðar sagnarinnar sapio sem þýðir að vita. Aðrar tegundir þessarar ættkvíslar eru útdauðar, til dæmis Homo erectus. Orðið erectus er einnig latína og þýðir uppréttur. Homo erectus var þess vegna hinn upprétti maður, það er tegund mannapa af ættkvísl manna sem gekk upprétt, ef til vill fyrst allra tegunda í þessari ættkvísl. Eins og sjá má er ákveðin tilhneiging til þess að nefna tegundir lýsandi nöfnum.

Í sumum tilvikum eru samheiti notuð. Tegundarheiti taminna hesta er til dæmis Equus caballus en bæði orðin, equus og caballus, þýða á latínu hestur. Tegundin heitir því eiginlega „hestur hestur“. Bæði orðin eru latnesk en orðið caballus er tökuorð í málinu af óþekktum uppruna. Það var hins vegar venjulega orðið um hesta í latínu síðfornaldar og skilaði sér því inn í rómönsku málin. Meðal annarra tegunda hesta eru Equus ferus, villihestar, og Equus zebra, sebrahestar auk nokkurra annarra. Orðið ferus er líka latína og þýðir villtur. Uppruni orðsins zebra er aftur á móti ekki þekktur en orðið hefur verið lagað að latínunni til þess að nota í tvínafnakerfinu.

Tvínafnakerfið varð til þegar latína var enn víða notuð í vísindum og fræðum. Latínan fylgir kerfinu og seint mundi nást samstaða um að nota annað tungumál til að flokka tegundir. Teikningin er úr riti eftir Anselmus de Boodt (1550-1632).

Þannig er það reyndar með mörg nöfn í þessu kerfi: þau eru oft alls ekki af latneskum uppruna, heldur löguð að latínunni til nota í þessu kerfi. Dæmi um þetta er þegar tegundir eru kenndar við staði þar sem þær lifa eða fólk sem uppgötvaði þær. Til dæmis er ein tegund sjávarsnigla, Colus jeffreysianus, kennd við líffræðinginn M. Jeffrey. Falco rusticolus islandicus er íslenski fálkinn en hann er kenndur við Ísland með latneska lýsingarorðinu islandicus. Lýsingarorðið islandicus er vitaskuld ekki til í klassískri latínu en er myndað af landaheiti sem hefur verið lagað að latínu. Lesendur taka eftir að hér eru þrjú nöfn en ekki tvö. Þriðja heitinu má bæta við til þess að tilgreina deilitegundir eða afbrigði eins og íslenska fálkann, sem þó er sama dýrategund og fálki, Falco rusticolus. Og auðvitað eru ekki aðeins deilitegundir, tegundir og ættkvíslir með latnesk nöfn í þessu kerfi, heldur líka ættir, ættbálkar, flokkar og fylkingar og ríki.

Nú er spurt hvers vegna latínan er notuð í þessu kerfi. Nokkrar ástæður eru til þess. Í fyrsta lagi varð kerfið til þegar latína var enn þá víða notuð í vísindum og fræðum. Flokkunarkerfið á rætur að rekja til sænska vísindamannsins Carls von Linné (eða Carolusar Linnaeusar, eins og hann nefndi sig á latínu) en hann var uppi á 18. öld — fæddur 23. maí 1707, dáinn 10. janúar 1778. Á þessum tíma hafði latína verið mál lærðra manna í yfir þúsund ár og það var sjálfsagt að nota hana. Hún er notuð af því að hún var notuð þegar kerfið varð til.

En af hverju er hún enn þá notuð? Hvers vegna hefur því ekki verið breytt? Það er af því að hún fylgir kerfinu og kerfið er enn þá í notkun; það myndi líklega kalla á talsverða fyrirhöfn að breyta því. Þó er ekki ósennilegt að fyrir því væri haft ef mikill ávinningur væri í því. En líklega er lítill sem enginn ávinningur í því. Hún er því enn þá í notkun af því að hún þjónar hlutverki sínu prýðilega og það er ekki til neins að vinna með því að taka upp annan hátt á skráningum í kerfinu. Þvert á móti væri það ef til vill til vansa. Því að hvaða mál ætti að velja? Frönsku? Ungversku? Úrdú? Það má geta sér þess til að það stæði í pólskum fræðimönnum að nota sænsku í vísindalegu skráningarkerfi, rétt eins og það stæði í belgískum fræðimönnum að nota tyrknesku eða farsi. Auðvitað gæti hver þjóð skráð tegundir á sínu máli en þá yrði þörf á óþægilega mikilli þýðingastarfsemi að auki. Latínan er hins vegar hlutlaus, mál einskis og allra, og þægileg í notkun auk þess sem kerfið hefur allt verið á latínu hingað til. Þess vegna er hún enn þá í notkun.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

27.4.2022

Spyrjandi

Einar Baldvin Brimar

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2022. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83592.

Geir Þ. Þórarinsson. (2022, 27. apríl). Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83592

Geir Þ. Þórarinsson. „Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2022. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83592>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða?

Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið nafn í tveimur hlutum, þar sem annar hluti nafnsins tilgreinir ættkvísl og síðari hlutinn tilgreinir tegundina sjálfa. Dæmi um þetta er tegundarheiti manneskjunnar sem er Homo sapiens en það þýðir „hinni viti borni maður“. Orðið homo er þá heiti ættkvíslar sem margar tegundir tilheyra eða gætu tilheyrt. Orðið homo er latneskt orð og þýðir maður. Þetta er því ættkvísl manna. Það vill svo til að einungis ein tegund er eftir af þessari ættkvísl og það er tegundin okkar, Homo sapiens. Orðið sapiens er líka latneskt. Það er lýsingarháttur nútíðar sagnarinnar sapio sem þýðir að vita. Aðrar tegundir þessarar ættkvíslar eru útdauðar, til dæmis Homo erectus. Orðið erectus er einnig latína og þýðir uppréttur. Homo erectus var þess vegna hinn upprétti maður, það er tegund mannapa af ættkvísl manna sem gekk upprétt, ef til vill fyrst allra tegunda í þessari ættkvísl. Eins og sjá má er ákveðin tilhneiging til þess að nefna tegundir lýsandi nöfnum.

Í sumum tilvikum eru samheiti notuð. Tegundarheiti taminna hesta er til dæmis Equus caballus en bæði orðin, equus og caballus, þýða á latínu hestur. Tegundin heitir því eiginlega „hestur hestur“. Bæði orðin eru latnesk en orðið caballus er tökuorð í málinu af óþekktum uppruna. Það var hins vegar venjulega orðið um hesta í latínu síðfornaldar og skilaði sér því inn í rómönsku málin. Meðal annarra tegunda hesta eru Equus ferus, villihestar, og Equus zebra, sebrahestar auk nokkurra annarra. Orðið ferus er líka latína og þýðir villtur. Uppruni orðsins zebra er aftur á móti ekki þekktur en orðið hefur verið lagað að latínunni til þess að nota í tvínafnakerfinu.

Tvínafnakerfið varð til þegar latína var enn víða notuð í vísindum og fræðum. Latínan fylgir kerfinu og seint mundi nást samstaða um að nota annað tungumál til að flokka tegundir. Teikningin er úr riti eftir Anselmus de Boodt (1550-1632).

Þannig er það reyndar með mörg nöfn í þessu kerfi: þau eru oft alls ekki af latneskum uppruna, heldur löguð að latínunni til nota í þessu kerfi. Dæmi um þetta er þegar tegundir eru kenndar við staði þar sem þær lifa eða fólk sem uppgötvaði þær. Til dæmis er ein tegund sjávarsnigla, Colus jeffreysianus, kennd við líffræðinginn M. Jeffrey. Falco rusticolus islandicus er íslenski fálkinn en hann er kenndur við Ísland með latneska lýsingarorðinu islandicus. Lýsingarorðið islandicus er vitaskuld ekki til í klassískri latínu en er myndað af landaheiti sem hefur verið lagað að latínu. Lesendur taka eftir að hér eru þrjú nöfn en ekki tvö. Þriðja heitinu má bæta við til þess að tilgreina deilitegundir eða afbrigði eins og íslenska fálkann, sem þó er sama dýrategund og fálki, Falco rusticolus. Og auðvitað eru ekki aðeins deilitegundir, tegundir og ættkvíslir með latnesk nöfn í þessu kerfi, heldur líka ættir, ættbálkar, flokkar og fylkingar og ríki.

Nú er spurt hvers vegna latínan er notuð í þessu kerfi. Nokkrar ástæður eru til þess. Í fyrsta lagi varð kerfið til þegar latína var enn þá víða notuð í vísindum og fræðum. Flokkunarkerfið á rætur að rekja til sænska vísindamannsins Carls von Linné (eða Carolusar Linnaeusar, eins og hann nefndi sig á latínu) en hann var uppi á 18. öld — fæddur 23. maí 1707, dáinn 10. janúar 1778. Á þessum tíma hafði latína verið mál lærðra manna í yfir þúsund ár og það var sjálfsagt að nota hana. Hún er notuð af því að hún var notuð þegar kerfið varð til.

En af hverju er hún enn þá notuð? Hvers vegna hefur því ekki verið breytt? Það er af því að hún fylgir kerfinu og kerfið er enn þá í notkun; það myndi líklega kalla á talsverða fyrirhöfn að breyta því. Þó er ekki ósennilegt að fyrir því væri haft ef mikill ávinningur væri í því. En líklega er lítill sem enginn ávinningur í því. Hún er því enn þá í notkun af því að hún þjónar hlutverki sínu prýðilega og það er ekki til neins að vinna með því að taka upp annan hátt á skráningum í kerfinu. Þvert á móti væri það ef til vill til vansa. Því að hvaða mál ætti að velja? Frönsku? Ungversku? Úrdú? Það má geta sér þess til að það stæði í pólskum fræðimönnum að nota sænsku í vísindalegu skráningarkerfi, rétt eins og það stæði í belgískum fræðimönnum að nota tyrknesku eða farsi. Auðvitað gæti hver þjóð skráð tegundir á sínu máli en þá yrði þörf á óþægilega mikilli þýðingastarfsemi að auki. Latínan er hins vegar hlutlaus, mál einskis og allra, og þægileg í notkun auk þess sem kerfið hefur allt verið á latínu hingað til. Þess vegna er hún enn þá í notkun.

Mynd:...