Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?

Geir Þ. Þórarinsson

Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða röngu. Einnig eru til alls kyns skráðar og óskráðar reglur um samskipti okkar við annað fólk, svo sem hvers kyns kurteisisreglur, sem ekki teljast siðferðilegar. Segja má að siðferðið sé fólgið í mestu grundvallarreglunum um góða og slæma, rétta og ranga mannlega breytni. Vandasamt er að gera nánar grein fyrir eðli siðferðis enda eru uppi ólíkar kenningar um það.

Sumir trúa því að ekkert eitt siðferði sé til heldur sé siðferðið háð stað og stund; að í einu menningarsamfélagi sé eitt siðferði en annað í öðru menningarsamfélagi og að á einu tímabili gildi eitt siðferði en annað á öðru tímabili. Aðrir færa rök fyrir því að siðferðið sé ekki breytilegt eftir stað og stund, heldur gildi alls staðar og á öllum tímum sama siðferðið þrátt fyrir að vissulega þekkist ólíkar hugmyndir um hvað sé rétt og röng breytni og hvað séu góðir og vondir lifnaðarhættir og kurteisisvenjur. En þótt hugmyndir um rétt og rangt séu ólíkar eftir menningarsamfélögum og tímabilum er ekki þar með sagt að þær séu allar jafnréttar, sumar hugmyndirnar gætu allt eins verið rangar.

Siðfræði er venjulega talin ein af megingreinum heimspekinnar og hefur verið allt frá fornöld. Hún er fræðigrein sem hefur siðferði að viðfangsefni sínu. Þótt siðfræðin fjalli um siðferði er hún þó ekki tilraun til þess að lýsa raunverulegri hegðun og breytni eða siðum og venjum manna né heldur ríkjandi hugmyndum um rétt og rangt, gott og illt. Slík viðleitni gæti kallast lýsandi siðfræði en það eru einna helst mannfræðingar, félagsfræðingar, sálfræðingar og jafnvel sagnfræðingar sem láta sig varða raunverulega breytni manna.

Siðfræðin fjallar ekki um hvað menn gera og hvernig þeir breyta, heldur hvað þeir eiga að gera, hvernig þeim ber að breyta. Siðfræðingar hafa meiri áhuga á finna grundvöll og meginreglur siðferðisins og rökstuðning fyrir þeim reglum. Siðfræðin reynir að gera grein fyrir eðli og undirstöðu siðferðisins og þeim almennu lögmálum sem gilda um siðferðilega rétta eða góða breytni. Svonefnd hagnýtt siðfræði (e. applied ethics, practical ethics) fjallar hins vegar um siðferðileg álitamál í tilteknum aðstæðum – til dæmis um fóstureyðingar, líknardráp, siðfræði líf- og erfðavísinda og svo framvegis – einkum með því að greina hagsmuni, réttindi og skyldur þeirra sem hlut eiga að máli.

Tengdar greinar á Vísindavefnum

Frekara lesefni og mynd

  • Páll S. Árdal, Siðferði og mannlegt eðli (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1997).
  • Rachels, James, Stefnur og straumar í siðfræði. Jón Á. Kalmannsson (þýð.) (Reykjavík: Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan, 1997).
  • Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða (Reykjavík: Siðfræðistofnun, 1993/2003).
  • Vilhjálmur Árnason, Þættir úr sögu siðfræðinnar (Reykjavík: Háskóli Íslands, 1990).
  • Myndin er af Criminal justice. The University of Tennessee at Martin. Department of Sociology, Anthropology, Social Work, and Criminal Justice.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

7.9.2005

Spyrjandi

Vera Dögg Snorradóttir
Karen Viðarsdóttir
Baldur Jóhannsson
Pétur Halldórsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?“ Vísindavefurinn, 7. september 2005, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5247.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 7. september). Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5247

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2005. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5247>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?
Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða röngu. Einnig eru til alls kyns skráðar og óskráðar reglur um samskipti okkar við annað fólk, svo sem hvers kyns kurteisisreglur, sem ekki teljast siðferðilegar. Segja má að siðferðið sé fólgið í mestu grundvallarreglunum um góða og slæma, rétta og ranga mannlega breytni. Vandasamt er að gera nánar grein fyrir eðli siðferðis enda eru uppi ólíkar kenningar um það.

Sumir trúa því að ekkert eitt siðferði sé til heldur sé siðferðið háð stað og stund; að í einu menningarsamfélagi sé eitt siðferði en annað í öðru menningarsamfélagi og að á einu tímabili gildi eitt siðferði en annað á öðru tímabili. Aðrir færa rök fyrir því að siðferðið sé ekki breytilegt eftir stað og stund, heldur gildi alls staðar og á öllum tímum sama siðferðið þrátt fyrir að vissulega þekkist ólíkar hugmyndir um hvað sé rétt og röng breytni og hvað séu góðir og vondir lifnaðarhættir og kurteisisvenjur. En þótt hugmyndir um rétt og rangt séu ólíkar eftir menningarsamfélögum og tímabilum er ekki þar með sagt að þær séu allar jafnréttar, sumar hugmyndirnar gætu allt eins verið rangar.

Siðfræði er venjulega talin ein af megingreinum heimspekinnar og hefur verið allt frá fornöld. Hún er fræðigrein sem hefur siðferði að viðfangsefni sínu. Þótt siðfræðin fjalli um siðferði er hún þó ekki tilraun til þess að lýsa raunverulegri hegðun og breytni eða siðum og venjum manna né heldur ríkjandi hugmyndum um rétt og rangt, gott og illt. Slík viðleitni gæti kallast lýsandi siðfræði en það eru einna helst mannfræðingar, félagsfræðingar, sálfræðingar og jafnvel sagnfræðingar sem láta sig varða raunverulega breytni manna.

Siðfræðin fjallar ekki um hvað menn gera og hvernig þeir breyta, heldur hvað þeir eiga að gera, hvernig þeim ber að breyta. Siðfræðingar hafa meiri áhuga á finna grundvöll og meginreglur siðferðisins og rökstuðning fyrir þeim reglum. Siðfræðin reynir að gera grein fyrir eðli og undirstöðu siðferðisins og þeim almennu lögmálum sem gilda um siðferðilega rétta eða góða breytni. Svonefnd hagnýtt siðfræði (e. applied ethics, practical ethics) fjallar hins vegar um siðferðileg álitamál í tilteknum aðstæðum – til dæmis um fóstureyðingar, líknardráp, siðfræði líf- og erfðavísinda og svo framvegis – einkum með því að greina hagsmuni, réttindi og skyldur þeirra sem hlut eiga að máli.

Tengdar greinar á Vísindavefnum

Frekara lesefni og mynd

  • Páll S. Árdal, Siðferði og mannlegt eðli (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1997).
  • Rachels, James, Stefnur og straumar í siðfræði. Jón Á. Kalmannsson (þýð.) (Reykjavík: Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan, 1997).
  • Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða (Reykjavík: Siðfræðistofnun, 1993/2003).
  • Vilhjálmur Árnason, Þættir úr sögu siðfræðinnar (Reykjavík: Háskóli Íslands, 1990).
  • Myndin er af Criminal justice. The University of Tennessee at Martin. Department of Sociology, Anthropology, Social Work, and Criminal Justice.
...