Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?

Henry Alexander Henrysson

Í stóráhugaverðu svari hér á Vísindavefnum er sagt frá því hvernig orðið þórðargleði kom inn í íslenskt mál. Íslendingar eru ákaflega heppnir að eiga svo skemmtilegt heiti yfir þetta sérstaka hugafar. Að gleðjast yfir óförum annarra hefur þó vafalaust þekkst áður en orðið var viðurkennt í málinu. Mann-, mál og þjóðfræðingar kunna svo betur að svara tilurð þeirra hugtaka sem aðrar þjóðir hafa valið. Enskumælandi þjóðir hafa til dæmis valið að nota þýskt hugtak, Schadenfreude, yfir þessa tilhneigingu. Hver veit nema ætlunin hafi verið að láta eins og slíkur hugsunarháttur væri áberandi hjá Þjóðverjum en þekktist varla meðal Englendinga. Hver sá sem hefur fylgst með enskum fjölmiðlum og enskri dægurumræðu þekkir þó hversu fjarri lagi það er.

Spurningar um hvers konar hugarfar sé ámælisvert eða eftirsóknarvert eru mjög hversdagslegar og leita jafnt á allt fólk. Það kallar ekki á þekkingu á siðfræði að finna hjá sér þörf til að spyrja slíkra spurninga – eða svara þeim. Stundum er einfaldlega ekki verra að horfa bara til hversdagslegra viðbragða og hvað við kennum börnum. Svarið við því hvort þórðargleði sé siðferðilega ámælisverð virðist blasa við. Við skömmum börn fyrir að gleðjast yfir óförum félaga sinna. Vinnufélagi sem augljósa gleðst yfir vandræðum samstarfsmanns er litinn hornauga af öðrum vinnufélögum. Og almennt finnst okkur ekki mikil leiðtogahæfni í því að benda á áföll annarra hópa sem ástæðu til að gleðjast og þjappa eigin hóp saman. Frá því viðhorfi finnast þó undantekningar og hafa sjálfsagðir mannasiðir átt undir högg að sækja hjá mörgum valdamestu mönnum heims.

Það sem höfundi þessa svars finnst kannski áhugaverðast við að setja það saman er hversu ótrúlega ríkt það er í okkur að finna til ánægju þegar illa fer í lífi annars fólks.

Það sem höfundi þessa svars finnst kannski áhugaverðast við að setja það saman er hversu ótrúlega ríkt það er í okkur að finna til ánægju þegar illa fer í lífi annars fólks. Dæmin sem koma upp í hugann eru að minnsta kosti fjölmörg og fjölbreytt. Og fáir virðast ónæmir fyrir því að gerast sekir um þetta hugarfar. Svo má einnig nefna að nýir samskiptamátar hljóta að spila þarna inn í. Samskiptamiðlar efla og auka náskyld atriði í heimi geðshræringa okkar. Má þar til dæmis nefna afbrýðisemi og öfund sem er alltaf eru fylgisfiskar þess að finna til þórðargleði.

Hér að framan var nefnt að það kallaði kannski ekki á mjög siðfræðilega greiningu að segja til um hvort það að finna til þórðargleði sé ámælisvert eða ekki. En hver veit nema siðfræðileg greining gæti sagt okkur hvers vegna. Slík greining gæti til dæmis sagt okkur gegn hvaða siðferðilegu meginreglum hún gengur. Þar má nefna að einkenni á þórðargleði er skortur á virðingu fyrir öðrum manneskjum. Maður spyr sig hvað hafi orðið um umhyggju og velvild í garð annarra. Þórðargleði er einnig einhvers konar löstur, hún er andstæða þeirrar dygðar að finna fyrst og fremst til samhygðar með öðru fólki.

Í þessu samhengi má þó nefna að eins og við á um svo margt í siðferðilegu lífi okkar þá segir það kannski ekki alla söguna að hegðun gangi gegn siðferðilegum meginreglum eða sé almennt álitin einhvers konar löstur. Hlutverk siðfræði er einnig að velta upp fleiri spurningum sem varpa þá ljósi á það hvort einhverjar aðstæður geti komið upp þar sem ámælisverð hegðun er réttlætanleg. Í tilviki þórðargleði er spurningin kannski ekki hvort hún sé réttlætanleg heldur fremur hvort hún sé skiljanleg og kannski óhjákvæmileg upp að vissu marki. Er hún ekki sammannleg leið til að skilja og tjá sig um aðra? Einnig er hægt að spyrja sig hvort hún reyni ávallt svo mikið á samfélag okkar, eins og flest það sem við teljum siðferðilega ámælisvert. Við vissar aðstæður getur þórðargleði verið leið okkar til að leiðrétta fyrir digurbarka og monti samborgara okkar. Einnig á þórðargleði það til að vakna eftir að flett hefur verið ofan af fullkominni vanhæfni einhvers. Við þurfum því alltaf að skoða hvort fólk verðskuldi óskoraða virðingu okkar áður en skorið er úr um hversu ámælisvert það er að finna til þórðargleði.

Að lokum verður að nefna einn fyrirvara sem oft er nauðsynlegt að gera í umræðum um siðferðileg mörk. Sá fyrirvari snýst um að alltaf þarf að skoða hlutverk þeirra sem sýna af sér þórðargleði. Hér að framan var nefnt að leiðtogar þyrftu sérstaklega að gæta sín, en á hinn bóginn má einnig segja að fólk sem hefur atvinnu af því að skopast að samborgurum sínum ætti að hafa meira rými til að benda á þau vandræði og óhöpp sem þeir rata í. Hér verður þó auðvitað einnig að fara varlega. Því fylgir nokkur ábyrgð að hafa samfélagslegt leyfi til að láta áheyrendur eða lesendur sína veltast um í þórðargleðinni. Það væri óumdeilanlega ámælisvert að misnota þá aðstöðu sína, hemja sig ekki í gleðinni og ganga lengra en efni standa til.

Mynd:

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

17.12.2020

Spyrjandi

Teitur

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2020. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=80551.

Henry Alexander Henrysson. (2020, 17. desember). Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80551

Henry Alexander Henrysson. „Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2020. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80551>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?
Í stóráhugaverðu svari hér á Vísindavefnum er sagt frá því hvernig orðið þórðargleði kom inn í íslenskt mál. Íslendingar eru ákaflega heppnir að eiga svo skemmtilegt heiti yfir þetta sérstaka hugafar. Að gleðjast yfir óförum annarra hefur þó vafalaust þekkst áður en orðið var viðurkennt í málinu. Mann-, mál og þjóðfræðingar kunna svo betur að svara tilurð þeirra hugtaka sem aðrar þjóðir hafa valið. Enskumælandi þjóðir hafa til dæmis valið að nota þýskt hugtak, Schadenfreude, yfir þessa tilhneigingu. Hver veit nema ætlunin hafi verið að láta eins og slíkur hugsunarháttur væri áberandi hjá Þjóðverjum en þekktist varla meðal Englendinga. Hver sá sem hefur fylgst með enskum fjölmiðlum og enskri dægurumræðu þekkir þó hversu fjarri lagi það er.

Spurningar um hvers konar hugarfar sé ámælisvert eða eftirsóknarvert eru mjög hversdagslegar og leita jafnt á allt fólk. Það kallar ekki á þekkingu á siðfræði að finna hjá sér þörf til að spyrja slíkra spurninga – eða svara þeim. Stundum er einfaldlega ekki verra að horfa bara til hversdagslegra viðbragða og hvað við kennum börnum. Svarið við því hvort þórðargleði sé siðferðilega ámælisverð virðist blasa við. Við skömmum börn fyrir að gleðjast yfir óförum félaga sinna. Vinnufélagi sem augljósa gleðst yfir vandræðum samstarfsmanns er litinn hornauga af öðrum vinnufélögum. Og almennt finnst okkur ekki mikil leiðtogahæfni í því að benda á áföll annarra hópa sem ástæðu til að gleðjast og þjappa eigin hóp saman. Frá því viðhorfi finnast þó undantekningar og hafa sjálfsagðir mannasiðir átt undir högg að sækja hjá mörgum valdamestu mönnum heims.

Það sem höfundi þessa svars finnst kannski áhugaverðast við að setja það saman er hversu ótrúlega ríkt það er í okkur að finna til ánægju þegar illa fer í lífi annars fólks.

Það sem höfundi þessa svars finnst kannski áhugaverðast við að setja það saman er hversu ótrúlega ríkt það er í okkur að finna til ánægju þegar illa fer í lífi annars fólks. Dæmin sem koma upp í hugann eru að minnsta kosti fjölmörg og fjölbreytt. Og fáir virðast ónæmir fyrir því að gerast sekir um þetta hugarfar. Svo má einnig nefna að nýir samskiptamátar hljóta að spila þarna inn í. Samskiptamiðlar efla og auka náskyld atriði í heimi geðshræringa okkar. Má þar til dæmis nefna afbrýðisemi og öfund sem er alltaf eru fylgisfiskar þess að finna til þórðargleði.

Hér að framan var nefnt að það kallaði kannski ekki á mjög siðfræðilega greiningu að segja til um hvort það að finna til þórðargleði sé ámælisvert eða ekki. En hver veit nema siðfræðileg greining gæti sagt okkur hvers vegna. Slík greining gæti til dæmis sagt okkur gegn hvaða siðferðilegu meginreglum hún gengur. Þar má nefna að einkenni á þórðargleði er skortur á virðingu fyrir öðrum manneskjum. Maður spyr sig hvað hafi orðið um umhyggju og velvild í garð annarra. Þórðargleði er einnig einhvers konar löstur, hún er andstæða þeirrar dygðar að finna fyrst og fremst til samhygðar með öðru fólki.

Í þessu samhengi má þó nefna að eins og við á um svo margt í siðferðilegu lífi okkar þá segir það kannski ekki alla söguna að hegðun gangi gegn siðferðilegum meginreglum eða sé almennt álitin einhvers konar löstur. Hlutverk siðfræði er einnig að velta upp fleiri spurningum sem varpa þá ljósi á það hvort einhverjar aðstæður geti komið upp þar sem ámælisverð hegðun er réttlætanleg. Í tilviki þórðargleði er spurningin kannski ekki hvort hún sé réttlætanleg heldur fremur hvort hún sé skiljanleg og kannski óhjákvæmileg upp að vissu marki. Er hún ekki sammannleg leið til að skilja og tjá sig um aðra? Einnig er hægt að spyrja sig hvort hún reyni ávallt svo mikið á samfélag okkar, eins og flest það sem við teljum siðferðilega ámælisvert. Við vissar aðstæður getur þórðargleði verið leið okkar til að leiðrétta fyrir digurbarka og monti samborgara okkar. Einnig á þórðargleði það til að vakna eftir að flett hefur verið ofan af fullkominni vanhæfni einhvers. Við þurfum því alltaf að skoða hvort fólk verðskuldi óskoraða virðingu okkar áður en skorið er úr um hversu ámælisvert það er að finna til þórðargleði.

Að lokum verður að nefna einn fyrirvara sem oft er nauðsynlegt að gera í umræðum um siðferðileg mörk. Sá fyrirvari snýst um að alltaf þarf að skoða hlutverk þeirra sem sýna af sér þórðargleði. Hér að framan var nefnt að leiðtogar þyrftu sérstaklega að gæta sín, en á hinn bóginn má einnig segja að fólk sem hefur atvinnu af því að skopast að samborgurum sínum ætti að hafa meira rými til að benda á þau vandræði og óhöpp sem þeir rata í. Hér verður þó auðvitað einnig að fara varlega. Því fylgir nokkur ábyrgð að hafa samfélagslegt leyfi til að láta áheyrendur eða lesendur sína veltast um í þórðargleðinni. Það væri óumdeilanlega ámælisvert að misnota þá aðstöðu sína, hemja sig ekki í gleðinni og ganga lengra en efni standa til.

Mynd:...