Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað eru beinin stór í húsflugum?

Jón Már Halldórsson

Hvorki húsflugur (Musca domestica) né önnur liðdýr (Arthropoda) hafa bein. Stoðgrind flugna er kölluð ytri stoðgrind (e. exoskeleton) en stoðgrind hryggdýra (Vertebrata) nefnist innri stoðgrind (e. endoskeleton) og samanstendur hún af beinum eða brjóski.



Húsfluga (Musca domestica) gæðir sér á kleinuhring.

Stoðgrind flugna mætti líkja við brynju miðaldariddara. Hún er gerð úr nokkrum lögum og er prótínið kítín mikilvægasta byggingarefnið í henni. Kítín er tiltölulega löng sameind og einingar þess eru bundnar saman í eins konar knippi sem gerir stoðgrindina í senn ákaflega sterka og sveigjanlega. Slík stoðgrind er hörð og hamlar vexti liðdýra en með reglulegu millibili geta þau losað sig við hana og tekið vænan vaxtarkipp. Það kallast hamskipti.

Stoðgrind liðdýra ber þau uppi og tengist vöðvum líkt og hjá hryggdýrum en hún gegnir einnig öðrum hlutverkum. Til dæmis ver hún dýrið fyrir meiðslum og er góð vörn gegn afræningjum. Hún kemur einnig í veg fyrir vatnstap og ætla má að sá eiginleiki hafi ýtt undir landnám hryggdýra á sínum tíma.

Mynd: Úr greininni „housefly“ á vefsetri Enclopædia Britannica

Svör um húsflugur á Vísindavefnum:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.9.2003

Spyrjandi

Anton Bjarkarson, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru beinin stór í húsflugum?“ Vísindavefurinn, 4. september 2003. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3706.

Jón Már Halldórsson. (2003, 4. september). Hvað eru beinin stór í húsflugum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3706

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru beinin stór í húsflugum?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2003. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3706>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru beinin stór í húsflugum?
Hvorki húsflugur (Musca domestica) né önnur liðdýr (Arthropoda) hafa bein. Stoðgrind flugna er kölluð ytri stoðgrind (e. exoskeleton) en stoðgrind hryggdýra (Vertebrata) nefnist innri stoðgrind (e. endoskeleton) og samanstendur hún af beinum eða brjóski.



Húsfluga (Musca domestica) gæðir sér á kleinuhring.

Stoðgrind flugna mætti líkja við brynju miðaldariddara. Hún er gerð úr nokkrum lögum og er prótínið kítín mikilvægasta byggingarefnið í henni. Kítín er tiltölulega löng sameind og einingar þess eru bundnar saman í eins konar knippi sem gerir stoðgrindina í senn ákaflega sterka og sveigjanlega. Slík stoðgrind er hörð og hamlar vexti liðdýra en með reglulegu millibili geta þau losað sig við hana og tekið vænan vaxtarkipp. Það kallast hamskipti.

Stoðgrind liðdýra ber þau uppi og tengist vöðvum líkt og hjá hryggdýrum en hún gegnir einnig öðrum hlutverkum. Til dæmis ver hún dýrið fyrir meiðslum og er góð vörn gegn afræningjum. Hún kemur einnig í veg fyrir vatnstap og ætla má að sá eiginleiki hafi ýtt undir landnám hryggdýra á sínum tíma.

Mynd: Úr greininni „housefly“ á vefsetri Enclopædia Britannica

Svör um húsflugur á Vísindavefnum:...