Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?

Jón Már Halldórsson

Tardigrade eða bessadýr eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku tilheyrir fylkingu hryggleysingja. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Bessadýrum var fyrst lýst á vísindalegan hátt af þýska dýrafræðingnum Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) árið 1773 og hefur nú rúmlega 400 tegundum verið lýst.

Bessadýr eru smávaxin dýr, um 1 mm á stærð og eru því vel sýnileg í víðsjá. Þau eru stuttvaxin og hafa fjögur fótapör sem minna helst á totur. Á enda hvers fótar eru fjórar til átta klær. Göngulagið er hægt og silalegt en þau sjást oft fara yfir sand eða plöntuundirlag.

Bessadýr finnast ýmist í salt- eða ferskvatni en einnig í annars konar röku umhverfi, svo sem í votlendi og mosaþembu. Þau finnast nánast í öllum vistkerfum jarðar, allt frá mosaþembu regnskóganna og alla leið norður í íshaf. Þau þurfa að vera í eða við vatnsfilmu til að tryggja loftskipti við umhverfið. Um 10% af þekktum tegundum bessadýra eru sjávardýr en afgangurinn er bundinn við ferskt vatn.

Þetta bessadýr nefnist Hypsibius dujardini. Hér sjást fótapörin og klærnar vel.

Fjölmargar tegundir bessadýra þurfa að takast á við miklar öfgar í hita- og rakastigi og hafa sýnt fádæma aðlögunarhæfni. Tegundir sem finnast á Suðurskautslandinu leggjast til dæmis í dvala og lifa af hitastig allt niður í -80°C. Þetta er dvalarstig sem nefnist á fræðimáli cryptobiosis.

Bessadýr lifa á vökva sem þau sjúga úr plöntu- og dýrafrumum en munnangar þeirra eru ákaflega sérstæðir. Þeir sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í flokkunar- og tegundagreiningu á þessari lítt þekktu fylkingu byggja greiningu sína helst á munnlimum dýranna. Þau lifa einnig á smærri dýrum í heilu lagi, eins og frumdýrum, en þar má nefna þyrildýr, og jafnvel öðrum bessadýrum.

Bessadýr hafa aðskilin kyn og bæði innvortis og útvortis frjóvgun þekkist meðal þeirra. Hvert kvendýr verpir frá einu til þrjátíu eggjum en út klekst fullskapað ungviði. Það þykir merkilegt, að frá því að ungviðið kemur úr egginu og þar til það deyr, hefur það sama fjölda frumna. Vöxtur dýrsins felst í stækkun frumnanna en ekki fjölgun þeirra.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.5.2011

Spyrjandi

Gestur Hermannsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2011. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57843.

Jón Már Halldórsson. (2011, 6. maí). Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57843

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2011. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57843>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?
Tardigrade eða bessadýr eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku tilheyrir fylkingu hryggleysingja. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Bessadýrum var fyrst lýst á vísindalegan hátt af þýska dýrafræðingnum Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) árið 1773 og hefur nú rúmlega 400 tegundum verið lýst.

Bessadýr eru smávaxin dýr, um 1 mm á stærð og eru því vel sýnileg í víðsjá. Þau eru stuttvaxin og hafa fjögur fótapör sem minna helst á totur. Á enda hvers fótar eru fjórar til átta klær. Göngulagið er hægt og silalegt en þau sjást oft fara yfir sand eða plöntuundirlag.

Bessadýr finnast ýmist í salt- eða ferskvatni en einnig í annars konar röku umhverfi, svo sem í votlendi og mosaþembu. Þau finnast nánast í öllum vistkerfum jarðar, allt frá mosaþembu regnskóganna og alla leið norður í íshaf. Þau þurfa að vera í eða við vatnsfilmu til að tryggja loftskipti við umhverfið. Um 10% af þekktum tegundum bessadýra eru sjávardýr en afgangurinn er bundinn við ferskt vatn.

Þetta bessadýr nefnist Hypsibius dujardini. Hér sjást fótapörin og klærnar vel.

Fjölmargar tegundir bessadýra þurfa að takast á við miklar öfgar í hita- og rakastigi og hafa sýnt fádæma aðlögunarhæfni. Tegundir sem finnast á Suðurskautslandinu leggjast til dæmis í dvala og lifa af hitastig allt niður í -80°C. Þetta er dvalarstig sem nefnist á fræðimáli cryptobiosis.

Bessadýr lifa á vökva sem þau sjúga úr plöntu- og dýrafrumum en munnangar þeirra eru ákaflega sérstæðir. Þeir sérfræðingar sem hafa sérhæft sig í flokkunar- og tegundagreiningu á þessari lítt þekktu fylkingu byggja greiningu sína helst á munnlimum dýranna. Þau lifa einnig á smærri dýrum í heilu lagi, eins og frumdýrum, en þar má nefna þyrildýr, og jafnvel öðrum bessadýrum.

Bessadýr hafa aðskilin kyn og bæði innvortis og útvortis frjóvgun þekkist meðal þeirra. Hvert kvendýr verpir frá einu til þrjátíu eggjum en út klekst fullskapað ungviði. Það þykir merkilegt, að frá því að ungviðið kemur úr egginu og þar til það deyr, hefur það sama fjölda frumna. Vöxtur dýrsins felst í stækkun frumnanna en ekki fjölgun þeirra.

Mynd:...