Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hér er einnig svar við spurningunum:
  • Hvað getur frost orðið mikið á norður- og suðurpólnum?
  • Hversu mikið var mesta frost sem mælst hefur í heiminum?Suðurskautslandið er um 14,2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og telst fimmta stærsta heimsálfan. Það er að mestu leyti þakið ísskildi og er þykkt hans að meðaltali um 2.000 metrar. Suðurskautslandið er hálent inn til landsins og er hæsti tindur þess Vinson Massif sem rís tæplega 4.900 m yfir sjávarmál.Á Suðurskautslandinu er mikill munur á hitastigi við ströndina annars vegar og á hásléttunni inn til landsins hins vegar. Meðfram ströndinni er hitinn oft nálægt frostmarki yfir sumarmánuðina (desember til febrúar) og fer jafnvel upp fyrir 0º C á norðurhluta Antarctic-skaga. Yfir vetrartímann er meðalhiti þeirra veðurathugunarstöðva sem eru við ströndina á bilinu –10 ºC til –30 ºC.Frostið er mun meira þegar komið er inn í landið og í Amundsen–Scott rannsóknastöðinni, sem er á suðurheimskautinu sjálfu (90º breiddargráðu), var meðalhiti áranna 1957-2001 –49,5 ºC. Á þessu tímabili varð kaldast þann 23. júní 1982 en þá mældist frostið –82,8 ºC. Hlýjast varð þann 27. desember 1978 en þá mældist frostið aðeins –13,6ºC.Mesti kuldi sem mælst hefur á nokkrum stað á jörðinni var þó ekki á sjálfum suðurpólnum heldur við Vostok-rannsóknarstöðina á Suðurskautslandinu sem er á 78º suðlægrar breiddar og 106º austlægrar lengdar. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness mældist frostið þar –89,2 ºC þann 21. júlí árið 1983. Meðalhiti ársins við Vostok er –55 ºC.

Meginástæða þess að kaldara er við Vostok-stöðina en á suðurheimskautinu er sú staðreynd að hiti lækkar með aukinni hæð. Vostok stöðin er í tæplega 3.500 m hæð yfir sjávarmáli en Amundsen–Scott stöðin er í um 2.800 m hæð yfir sjó.Aðstæður á norðurpólnum eru allt aðrar en á suðurpólnum enda verður kuldinn þar ekki eins mikill. Á norðurpólnum er ekkert meginland heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring. Þó svo að ísinn komi dragi mjög úr varmaskiptum milli sjávar og andrúmslofts nær sjórinn þó að hita andrúmsloftið nóg til þess að meðalhiti á norðurheimskautinu á kaldasta tíma ársins er um –35 ºC. Yfir hásumarið er meðalhitinn hins vegar nálægt frostmarki. Nánar má lesa um veðurfar á norðurpólnum í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís?

Rétt eins og suðurpóllinn er ekki kaldasti staður Suðurskautslandsins er norðurpóllinn ekki heldur kaldasti staður norðurheimskautssvæðisins og þar koma til áhrif sjávar á lofthita. Mesti kuldi sem mælst hefur á norðurhveli jarðar var í nágrenni bæjarins Verkhoyansk í Síberíu. Verkhoyansk liggur nærri heimskautsbaug og það langt inn í landi að hafið nær ekki að hafa mildandi áhrif á kalt veðurfarið. Þar hefur frostið farið í um -70 ºC.

Heimildir:

Mynd af Ryderflóa og Vinson Massif: Bruce Goodlad Mountain Guide

Mynd af Amundsen-Scott rannsóknarstofunni: Postcards from Antarctica

Mynd af Vostok rannsóknarstofunni: Subglacial Antarctic Lake Exploration

Mynd frá Norðurpólnum: Global Expedition

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.1.2003

Spyrjandi

Reynir Hans Reynisson
Selma Ásgeirsdóttir
Óskar Einarsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? “ Vísindavefurinn, 25. janúar 2003. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3055.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 25. janúar). Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3055

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? “ Vísindavefurinn. 25. jan. 2003. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3055>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum?
Hér er einnig svar við spurningunum:

  • Hvað getur frost orðið mikið á norður- og suðurpólnum?
  • Hversu mikið var mesta frost sem mælst hefur í heiminum?Suðurskautslandið er um 14,2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og telst fimmta stærsta heimsálfan. Það er að mestu leyti þakið ísskildi og er þykkt hans að meðaltali um 2.000 metrar. Suðurskautslandið er hálent inn til landsins og er hæsti tindur þess Vinson Massif sem rís tæplega 4.900 m yfir sjávarmál.Á Suðurskautslandinu er mikill munur á hitastigi við ströndina annars vegar og á hásléttunni inn til landsins hins vegar. Meðfram ströndinni er hitinn oft nálægt frostmarki yfir sumarmánuðina (desember til febrúar) og fer jafnvel upp fyrir 0º C á norðurhluta Antarctic-skaga. Yfir vetrartímann er meðalhiti þeirra veðurathugunarstöðva sem eru við ströndina á bilinu –10 ºC til –30 ºC.Frostið er mun meira þegar komið er inn í landið og í Amundsen–Scott rannsóknastöðinni, sem er á suðurheimskautinu sjálfu (90º breiddargráðu), var meðalhiti áranna 1957-2001 –49,5 ºC. Á þessu tímabili varð kaldast þann 23. júní 1982 en þá mældist frostið –82,8 ºC. Hlýjast varð þann 27. desember 1978 en þá mældist frostið aðeins –13,6ºC.Mesti kuldi sem mælst hefur á nokkrum stað á jörðinni var þó ekki á sjálfum suðurpólnum heldur við Vostok-rannsóknarstöðina á Suðurskautslandinu sem er á 78º suðlægrar breiddar og 106º austlægrar lengdar. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness mældist frostið þar –89,2 ºC þann 21. júlí árið 1983. Meðalhiti ársins við Vostok er –55 ºC.

Meginástæða þess að kaldara er við Vostok-stöðina en á suðurheimskautinu er sú staðreynd að hiti lækkar með aukinni hæð. Vostok stöðin er í tæplega 3.500 m hæð yfir sjávarmáli en Amundsen–Scott stöðin er í um 2.800 m hæð yfir sjó.Aðstæður á norðurpólnum eru allt aðrar en á suðurpólnum enda verður kuldinn þar ekki eins mikill. Á norðurpólnum er ekkert meginland heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring. Þó svo að ísinn komi dragi mjög úr varmaskiptum milli sjávar og andrúmslofts nær sjórinn þó að hita andrúmsloftið nóg til þess að meðalhiti á norðurheimskautinu á kaldasta tíma ársins er um –35 ºC. Yfir hásumarið er meðalhitinn hins vegar nálægt frostmarki. Nánar má lesa um veðurfar á norðurpólnum í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís?

Rétt eins og suðurpóllinn er ekki kaldasti staður Suðurskautslandsins er norðurpóllinn ekki heldur kaldasti staður norðurheimskautssvæðisins og þar koma til áhrif sjávar á lofthita. Mesti kuldi sem mælst hefur á norðurhveli jarðar var í nágrenni bæjarins Verkhoyansk í Síberíu. Verkhoyansk liggur nærri heimskautsbaug og það langt inn í landi að hafið nær ekki að hafa mildandi áhrif á kalt veðurfarið. Þar hefur frostið farið í um -70 ºC.

Heimildir:

Mynd af Ryderflóa og Vinson Massif: Bruce Goodlad Mountain Guide

Mynd af Amundsen-Scott rannsóknarstofunni: Postcards from Antarctica

Mynd af Vostok rannsóknarstofunni: Subglacial Antarctic Lake Exploration

Mynd frá Norðurpólnum: Global Expedition...