Sæfíflar geta fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun. Við kynæxlun dæla einstaklingar kynfrumum frá sér og frjóvgun verður í sjónum. Okfruman þroskast síðan í lirfu sem festir sig við hafsbotninn og umbreytist þar í fullorðinn holsepa. Við kynlausa æxlun myndast nýr einstaklingur með einhvers konar knappskoti. Sá einstaklingur hefur sama erfðaefni og hinn fyrri. Sæfíflar eru ákaflega mismunandi að stærð. Stærsta tegundin, Stichodactyla mertensii eða risasæfífillinn getur orðið allt að 1,25 metrar að lengd og er hann jafnframt stærsta núlifandi holdýrið. Algengt er að smáir fiskar lifi í nánu samneyti við sæfífla og leiti þar skjóls fyrir ránfiskum sem forðast að koma nálægt örmum sæfífilsins. Myndin er fengin af vefsetrinu Pocatello High School.
Hvað eru sæfíflar?
Sæfíflar geta fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun. Við kynæxlun dæla einstaklingar kynfrumum frá sér og frjóvgun verður í sjónum. Okfruman þroskast síðan í lirfu sem festir sig við hafsbotninn og umbreytist þar í fullorðinn holsepa. Við kynlausa æxlun myndast nýr einstaklingur með einhvers konar knappskoti. Sá einstaklingur hefur sama erfðaefni og hinn fyrri. Sæfíflar eru ákaflega mismunandi að stærð. Stærsta tegundin, Stichodactyla mertensii eða risasæfífillinn getur orðið allt að 1,25 metrar að lengd og er hann jafnframt stærsta núlifandi holdýrið. Algengt er að smáir fiskar lifi í nánu samneyti við sæfífla og leiti þar skjóls fyrir ránfiskum sem forðast að koma nálægt örmum sæfífilsins. Myndin er fengin af vefsetrinu Pocatello High School.
Útgáfudagur
8.10.2002
Spyrjandi
Örn Hilmisson
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru sæfíflar?“ Vísindavefurinn, 8. október 2002, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2767.
Jón Már Halldórsson. (2002, 8. október). Hvað eru sæfíflar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2767
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru sæfíflar?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2002. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2767>.