Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta?

Jón Már Halldórsson

Plöntur eru fjölfrumungar með blaðgrænu og mynda sjálfar fæðu úr ólífrænum efnum með ljóstillífun. Svampar hafa ekki grænukorn og ljóstillífa þar af leiðandi ekki. Þeir eru því ekki frumbjarga eins og plöntur. Þeir hafa heldur ekki frumuveggi eins og plöntur. Þar af leiðandi hafa svampar verið taldir til dýra en ekki plantna.

Það sem er merkilegt við svampa er að þeir hafa hvorki taugar, meltingar- né blóðrásakerfi, það er að segja frumurnar í þeim eru ósérhæfðar en ekki sérhæfðar eins og hjá langflestum öðrum dýrum. Sérhver fruma þarf því að losa sig við úrgang og næla sér í næringu og súrefni með því að vera í umhverfi þar sem stöðugt rennsli vatns leikur um nánasta umhverfi þeirra.

Svampar eru mjög frumstæðir og hafa óreglulega líkamslögun ólíkt nær öllum öðrum dýrum. Þeir eru líka nær alltaf botnfastir og færa sig aldrei um set. Engu að síður teljast þeir til dýra frekar en plantna.

Svampdýr lifa í öllum höfum, frá grunnum strandsjó niður í hyldjúpa ála úthafanna, allt niður á 9.000 metra dýpi. Þeir finnast ennfremur í mörgum vötnum um allan heim. Talið er að tegundir svampdýra séu allt að 10 þúsund talsins.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.5.2016

Spyrjandi

Svandís Salómonsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2016. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71389.

Jón Már Halldórsson. (2016, 31. maí). Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71389

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2016. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71389>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta?
Plöntur eru fjölfrumungar með blaðgrænu og mynda sjálfar fæðu úr ólífrænum efnum með ljóstillífun. Svampar hafa ekki grænukorn og ljóstillífa þar af leiðandi ekki. Þeir eru því ekki frumbjarga eins og plöntur. Þeir hafa heldur ekki frumuveggi eins og plöntur. Þar af leiðandi hafa svampar verið taldir til dýra en ekki plantna.

Það sem er merkilegt við svampa er að þeir hafa hvorki taugar, meltingar- né blóðrásakerfi, það er að segja frumurnar í þeim eru ósérhæfðar en ekki sérhæfðar eins og hjá langflestum öðrum dýrum. Sérhver fruma þarf því að losa sig við úrgang og næla sér í næringu og súrefni með því að vera í umhverfi þar sem stöðugt rennsli vatns leikur um nánasta umhverfi þeirra.

Svampar eru mjög frumstæðir og hafa óreglulega líkamslögun ólíkt nær öllum öðrum dýrum. Þeir eru líka nær alltaf botnfastir og færa sig aldrei um set. Engu að síður teljast þeir til dýra frekar en plantna.

Svampdýr lifa í öllum höfum, frá grunnum strandsjó niður í hyldjúpa ála úthafanna, allt niður á 9.000 metra dýpi. Þeir finnast ennfremur í mörgum vötnum um allan heim. Talið er að tegundir svampdýra séu allt að 10 þúsund talsins.

Mynd:

...