Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tegundir gæsa heimsækja Ísland?

Spurningin í heild sinni var:
Hvaða tegundir gæsa heimsækja Ísland frá því snemma á vorin þar til seint á haustin?

Á vorin koma nokkrar tegundir gæsa hingað til lands, bæði tegundir sem verpa á Íslandi og tegundir sem koma hingað í æti á ferðalagi til eða frá varpstöðvum sínum.

Til varpfugla teljast grágæs (Anser anser) og heiðagæs (Anser brachyrhynchus), auk þess sem kominn er upp lítill varpstofn helsingja (Branta leucopsis).

Grágæsin (Anser anser) er varpfugl hér á landi.

Umferðarfuglar eða fargestir eru helsinginn, blesgæs (Anser albifrons) og margæs (Branta bernicla). Sú síðastnefnda setur meðal annars áberandi svip á fuglalífið á Álftanesi og Seltjarnarnesi.

Einstaklingar nokkurra annarra gæsategunda hafa flækst hingað til lands. Meðal annars hefur akurgæs (Anser fabalis), sem á sér varpheimkynni í Skandinavíu og Norður-Rússlandi, fundist hér á landi, rétt eins og snjógæs (Anser caerulescens) en hún verpir á túndrusvæðum í Norður-Ameríku. Þá er kanadagæs (Branta canadensis) flækingsfugl á Íslandi en hún verpir allt norðan frá túndrusvæðum Kanada og suður til Bandaríkjanna en einnig í Evrópu.

Kanadagæsin (Branta canadensis) telst til flækingsfugla á Íslandi.

Myndir:

Útgáfudagur

12.8.2015

Spyrjandi

Örn Hólmjárn

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða tegundir gæsa heimsækja Ísland?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2015. Sótt 13. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=70189.

Jón Már Halldórsson. (2015, 12. ágúst). Hvaða tegundir gæsa heimsækja Ísland? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70189

Jón Már Halldórsson. „Hvaða tegundir gæsa heimsækja Ísland?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2015. Vefsíða. 13. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70189>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Davíð Ólafsson

1971

Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild HÍ. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina og iðkun.