Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er heiðlóan lengi að fljúga frá vetrarstöðvum til varpstöðvanna á Íslandi á vorin?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Góðan dag. Við erum hérna á leikskólanum Gefnarborg að vinna með heiðlóuna og við finnum ekki neins staðar hvað hún er lengi að fljúga milli Íslands og heitu landanna. Hafið þið svarið? Kær kveðja. Krakkarnir á Hálsakoti á Gefnarborg Garði.

Vetrarstöðvar íslensku heiðlóunnar (Pluvialis apricaria) eru á Bretlandseyjum og á vesturströnd meginlands Evrópu, frá Jótlandi allt suður til Gíbraltar. Auk þess hefur merkt lóa endurheimst við strendur Marokkó.

Íslenskir fuglaáhugamenn og fræðingar hafa verið duglegir við að merkja heiðlóur. Undanfarin 75 ár hafa verið merktir yfir sex þúsund fuglar. Af þessum fjölda hafa yfir 150 fuglar endurheimst erlendis, langflestir á Bretlandseyjum. Það kann því að vera að flestar íslenskar heiðlóur haldi til á Bretlandseyjum yfir veturinn, þá á Stóra-Bretlandi og Írlandi.

Heiðlóa (Pluvialis apricaria) er líklega um eða innanvið sólahring að fljúga til Íslands frá Bretlandseyjum.

Höfundur þessa svars veit ekki til þess að gerðar hafi verið rannsóknir á því hversu hratt heiðlóur fljúga eða hversu lengi þær eru að komast frá vetrarstöðvunum í Evrópu til Íslands. Hins vegar gerði dr. Tómas G. Gunnarsson fuglafræðingur rannsóknir á jaðrakan (Limosa limosa islandica) fyrir nokkrum árum og kom þar í ljós að jaðrakaninn fer frá Bretlandseyjum til Íslands á innanvið sólarhring og flýgur um 60 km/klst. í logni. Mjög líklega er flughraði heiðlóunnar eitthvað svipaður.

Hægt er að lesa meira um flughraða fugla í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig stendur á því að spörfuglar fljúga ekki svo neinu nemi í aftakaveðrum?

Höfundur þakkar Tómasi fyrir veittar upplýsingar.

Heimildir og mynd:
  • Guðmundur A. Guðmundsson. Lóan er komin – en hvaðan? Bliki 18 tbl. bls. 55 – 58. 1997.
  • Tómas G. Gunnarsson. Munnlegar upplýsingar. 30. apríl 2015.
  • Mynd: Aves.is. © Jakob Sigurdsson. (Sótt 6. 5. 2015).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.5.2015

Spyrjandi

Krakkarnir á Hálsakoti á leikskólanum Gefnarborg, Garði

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er heiðlóan lengi að fljúga frá vetrarstöðvum til varpstöðvanna á Íslandi á vorin?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2015, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70004.

Jón Már Halldórsson. (2015, 7. maí). Hvað er heiðlóan lengi að fljúga frá vetrarstöðvum til varpstöðvanna á Íslandi á vorin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70004

Jón Már Halldórsson. „Hvað er heiðlóan lengi að fljúga frá vetrarstöðvum til varpstöðvanna á Íslandi á vorin?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2015. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70004>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er heiðlóan lengi að fljúga frá vetrarstöðvum til varpstöðvanna á Íslandi á vorin?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Góðan dag. Við erum hérna á leikskólanum Gefnarborg að vinna með heiðlóuna og við finnum ekki neins staðar hvað hún er lengi að fljúga milli Íslands og heitu landanna. Hafið þið svarið? Kær kveðja. Krakkarnir á Hálsakoti á Gefnarborg Garði.

Vetrarstöðvar íslensku heiðlóunnar (Pluvialis apricaria) eru á Bretlandseyjum og á vesturströnd meginlands Evrópu, frá Jótlandi allt suður til Gíbraltar. Auk þess hefur merkt lóa endurheimst við strendur Marokkó.

Íslenskir fuglaáhugamenn og fræðingar hafa verið duglegir við að merkja heiðlóur. Undanfarin 75 ár hafa verið merktir yfir sex þúsund fuglar. Af þessum fjölda hafa yfir 150 fuglar endurheimst erlendis, langflestir á Bretlandseyjum. Það kann því að vera að flestar íslenskar heiðlóur haldi til á Bretlandseyjum yfir veturinn, þá á Stóra-Bretlandi og Írlandi.

Heiðlóa (Pluvialis apricaria) er líklega um eða innanvið sólahring að fljúga til Íslands frá Bretlandseyjum.

Höfundur þessa svars veit ekki til þess að gerðar hafi verið rannsóknir á því hversu hratt heiðlóur fljúga eða hversu lengi þær eru að komast frá vetrarstöðvunum í Evrópu til Íslands. Hins vegar gerði dr. Tómas G. Gunnarsson fuglafræðingur rannsóknir á jaðrakan (Limosa limosa islandica) fyrir nokkrum árum og kom þar í ljós að jaðrakaninn fer frá Bretlandseyjum til Íslands á innanvið sólarhring og flýgur um 60 km/klst. í logni. Mjög líklega er flughraði heiðlóunnar eitthvað svipaður.

Hægt er að lesa meira um flughraða fugla í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig stendur á því að spörfuglar fljúga ekki svo neinu nemi í aftakaveðrum?

Höfundur þakkar Tómasi fyrir veittar upplýsingar.

Heimildir og mynd:
  • Guðmundur A. Guðmundsson. Lóan er komin – en hvaðan? Bliki 18 tbl. bls. 55 – 58. 1997.
  • Tómas G. Gunnarsson. Munnlegar upplýsingar. 30. apríl 2015.
  • Mynd: Aves.is. © Jakob Sigurdsson. (Sótt 6. 5. 2015).

...