Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Er hægt að eignast eineggja þríbura eða meira?

SHE

Já, það hafa fæðst eineggja þríburar og jafnvel eineggja fjórburar og fimmburar, en slíkt er afar sjaldgæft.

Þríburar geta ýmist verið eineggja, tvíeggja eða þríeggja. Þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt verða til eineggja tvíburar en ef önnur dótturfruman klofnar svo aftur í tvennt verða til eineggja þríburar. Ef frumurnar klofna oftar verða til fleiri fósturvísar, allir komnir af sömu okfrumu og því allir með nákvæmlega eins erfðaefni.

Eineggja þríburar, eins og þessar stúlkur, eru afar sjaldgæfir.

Tvíeggja þríburar verða til þegar tvö frjóvguð egg eru samtímis í legi móður og annað þeirra klofnar í tvennt. Þá eru tveir þríburana með eins erfðaefni en hinn þriðji er öðruvísi. Þríeggja þríburar verða til þegar kona losar þrjú egg við egglos og öll eggin þrjú eru frjóvguð af þremur mismunandi sáðfrumum, eða ef þrír fósturvísar sem komið hefur verið fyrir við tæknifrjóvgun ná að þroskast. Þá eru allir þrír með mismunandi erfðaefni.

Fæðingar eineggja þríbura eru það sjaldgæfar að það þykir jafnan fréttnæmt þegar þær eiga sér stað. Ef leitarorðin identical triplets eru slegin inn í leitarvél á veraldarvefnum má finna frásagnir ýmissa fréttamiðla af fæðingum slíkra barna.

Mynd

Höfundur

Útgáfudagur

29.8.2012

Spyrjandi

Nanna Hjálmþórsdóttir, Agnes Tryggvadóttir

Tilvísun

SHE. „Er hægt að eignast eineggja þríbura eða meira?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2012. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21547.

SHE. (2012, 29. ágúst). Er hægt að eignast eineggja þríbura eða meira? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21547

SHE. „Er hægt að eignast eineggja þríbura eða meira?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2012. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21547>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að eignast eineggja þríbura eða meira?
Já, það hafa fæðst eineggja þríburar og jafnvel eineggja fjórburar og fimmburar, en slíkt er afar sjaldgæft.

Þríburar geta ýmist verið eineggja, tvíeggja eða þríeggja. Þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt verða til eineggja tvíburar en ef önnur dótturfruman klofnar svo aftur í tvennt verða til eineggja þríburar. Ef frumurnar klofna oftar verða til fleiri fósturvísar, allir komnir af sömu okfrumu og því allir með nákvæmlega eins erfðaefni.

Eineggja þríburar, eins og þessar stúlkur, eru afar sjaldgæfir.

Tvíeggja þríburar verða til þegar tvö frjóvguð egg eru samtímis í legi móður og annað þeirra klofnar í tvennt. Þá eru tveir þríburana með eins erfðaefni en hinn þriðji er öðruvísi. Þríeggja þríburar verða til þegar kona losar þrjú egg við egglos og öll eggin þrjú eru frjóvguð af þremur mismunandi sáðfrumum, eða ef þrír fósturvísar sem komið hefur verið fyrir við tæknifrjóvgun ná að þroskast. Þá eru allir þrír með mismunandi erfðaefni.

Fæðingar eineggja þríbura eru það sjaldgæfar að það þykir jafnan fréttnæmt þegar þær eiga sér stað. Ef leitarorðin identical triplets eru slegin inn í leitarvél á veraldarvefnum má finna frásagnir ýmissa fréttamiðla af fæðingum slíkra barna.

Mynd...