Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Geta dýr dáið úr ástarsorg?

Jón Már Halldórsson

Atferlis- og dýrafræðingar hafa lengi rannsakað tilfinningalíf dýra. Hinn kunni náttúrufræðingur Charles Darwin (1809-1882) fjallaði meðal annars um slíkt í ritum sínum.

Það er vel þekkt að dýr sýna tilfinningar eins og reiði og ýmis tilbrigði við gleði. Einnig eru sterkar vísbendingar um að dýr sýni þá tilfinningu sem við köllum sorg og að hún sé hluti af tilfinningamynstri flestra, ef ekki allra spendýra, eins og hjá okkur mönnunum.

Sorg?

Vissulega getum við ekki spurt dýrin um líðan þeirra en með því að gera nákvæma athugun á atferli þeirra við áfall, meðal annars við missi sem við getum ætlað að valdi þeim sorg, má lesa ýmislegt úr viðbrögðum þeirra. Hafa slíkar rannsóknir leitt til þess að flestir vísindamenn á þessu sviði, en þó ekki allir, telja að dýr geti orðið sorgmædd.

Fjölmörg dæmi benda til þess að hegðun dýra breytist þegar þau verða fyrir einhvers konar missi, til að mynda þegar fílskýr missir kálf eða þegar api tapar félaga sínum til margra ára. Breytingarnar koma fram sem minni áhugi á að leika sér, minni matarlyst og aukin svefnþörf. Þetta eru einmitt meðal þeirra einkenna sem menn sýna í sorgarferli. Vísindamenn sem hafa rannsakað þetta fyrirbæri, telja sig einnig hafa merkt breytingar á aukinni táraframleiðslu hjá hundum og köttum við áföll, en hún gæti líka stafað af ertingu í augum, svo sem vegna ryks eða sandkorna.

Margir hundaeigendur kunna sögur af viðbrögðum hunda þegar náinn fjölskyldumeðlimur fellur frá. Hundurinn getur þá haft hægt um sig, legið undir borði, tapað matarlyst og jafnvel ýlfrað óvenjumikið. Hinn merki fræðimaður Konrad Lorenz (1903-1989) skrifaði eitt sinn: „Grágæs sem hefur tapað maka sínum, sýnir öll einkenni sorgar“ (þýðing höfundar). Sjávarlíffræðingar urðu vitni að ámátlegum hljóðum sæljóna þegar háhyrningar drápu kópa í viðurvist mæðranna. Erfitt er að túlka hljóðin öðruvísi en einhvers konar grát.

Innilegt samband. En erfitt er að segja til um hvort það sé ást sem getur endað með ástarsorg?

Spyrjandi vill vita hvort dýr geti dáið úr sorg. Einhverjar vísbendingar eru um að slíkt geti hent. Til að mynda eru til dæmi um að þegar annar tveggja búrfugla drapst, þá hætti hinn að matast og drapst fljótlega líka. Þannig má segja að hann hafi dáið úr sorg.

En þó svo að dýr geti mögulega beint eða óbeint dáið úr sorg eða missi, þá stendur eftir spurningin hvort þau getið upplifað ást á sama hátt og mannfólkið, og þar af leiðandi einnig þá miklu sorg sem fylgt getur ástinni.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.2.2013

Spyrjandi

Berglind, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta dýr dáið úr ástarsorg?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2013. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64140.

Jón Már Halldórsson. (2013, 19. febrúar). Geta dýr dáið úr ástarsorg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64140

Jón Már Halldórsson. „Geta dýr dáið úr ástarsorg?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2013. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64140>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta dýr dáið úr ástarsorg?
Atferlis- og dýrafræðingar hafa lengi rannsakað tilfinningalíf dýra. Hinn kunni náttúrufræðingur Charles Darwin (1809-1882) fjallaði meðal annars um slíkt í ritum sínum.

Það er vel þekkt að dýr sýna tilfinningar eins og reiði og ýmis tilbrigði við gleði. Einnig eru sterkar vísbendingar um að dýr sýni þá tilfinningu sem við köllum sorg og að hún sé hluti af tilfinningamynstri flestra, ef ekki allra spendýra, eins og hjá okkur mönnunum.

Sorg?

Vissulega getum við ekki spurt dýrin um líðan þeirra en með því að gera nákvæma athugun á atferli þeirra við áfall, meðal annars við missi sem við getum ætlað að valdi þeim sorg, má lesa ýmislegt úr viðbrögðum þeirra. Hafa slíkar rannsóknir leitt til þess að flestir vísindamenn á þessu sviði, en þó ekki allir, telja að dýr geti orðið sorgmædd.

Fjölmörg dæmi benda til þess að hegðun dýra breytist þegar þau verða fyrir einhvers konar missi, til að mynda þegar fílskýr missir kálf eða þegar api tapar félaga sínum til margra ára. Breytingarnar koma fram sem minni áhugi á að leika sér, minni matarlyst og aukin svefnþörf. Þetta eru einmitt meðal þeirra einkenna sem menn sýna í sorgarferli. Vísindamenn sem hafa rannsakað þetta fyrirbæri, telja sig einnig hafa merkt breytingar á aukinni táraframleiðslu hjá hundum og köttum við áföll, en hún gæti líka stafað af ertingu í augum, svo sem vegna ryks eða sandkorna.

Margir hundaeigendur kunna sögur af viðbrögðum hunda þegar náinn fjölskyldumeðlimur fellur frá. Hundurinn getur þá haft hægt um sig, legið undir borði, tapað matarlyst og jafnvel ýlfrað óvenjumikið. Hinn merki fræðimaður Konrad Lorenz (1903-1989) skrifaði eitt sinn: „Grágæs sem hefur tapað maka sínum, sýnir öll einkenni sorgar“ (þýðing höfundar). Sjávarlíffræðingar urðu vitni að ámátlegum hljóðum sæljóna þegar háhyrningar drápu kópa í viðurvist mæðranna. Erfitt er að túlka hljóðin öðruvísi en einhvers konar grát.

Innilegt samband. En erfitt er að segja til um hvort það sé ást sem getur endað með ástarsorg?

Spyrjandi vill vita hvort dýr geti dáið úr sorg. Einhverjar vísbendingar eru um að slíkt geti hent. Til að mynda eru til dæmi um að þegar annar tveggja búrfugla drapst, þá hætti hinn að matast og drapst fljótlega líka. Þannig má segja að hann hafi dáið úr sorg.

En þó svo að dýr geti mögulega beint eða óbeint dáið úr sorg eða missi, þá stendur eftir spurningin hvort þau getið upplifað ást á sama hátt og mannfólkið, og þar af leiðandi einnig þá miklu sorg sem fylgt getur ástinni.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

...