Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig eru undirliggjandi sjúkdómar skilgreindir?

Magnús Jóhannsson

Undirliggjandi sjúkdómar eru sjúkdómar, oftast langvinnir, sem geta haft áhrif á afdrif viðkomandi sjúklings þegar aðrir sjúkdómar eða læknismeðferð koma til sögunnar. Þetta hefur oft borið á góma í umræðunni um kórónuveirufaraldurinn og þá sérstaklega um það hvort einhverjir undirliggjandi sjúkdómar hafi áhrif á alvarleika COVID-19-sjúkdómsins.

Ýmsir undirliggjandi sjúkdómar auka hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19 og þar vega einna þyngst hjarta- og æðasjúkdómar og lungnasjúkdómar en margir fleiri sjúkdómar geta skipt máli.[1] COVID-19 er nýr sjúkdómur og stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar um eðli hans og hvernig hann hagar sér við ýmis konar aðstæður.

Undirliggjandi sjúkdómar eru sjúkdómar, oftast langvinnir, sem geta haft áhrif á afdrif viðkomandi sjúklings þegar aðrir sjúkdómar eða læknismeðferð koma til sögunnar. Stór hluti eldri borgara með einn eða fleiri slíka sjúkdóma og þess vegna er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um þá sjúkdóma sem hrjá þá.

Stundum auka undirliggjandi sjúkdómar hættu á að aðrir sjúkdómar búi um sig. Hér væri hægt að nefna fjölda dæma og má þar nefna að sykursýki eykur hættu á æðaskemmdum víðs vegar í líkamanum sem geta til dæmis leitt til kransæðasjúkdóms eða lélegs blóðflæðis til útlima.

Undirliggjandi sjúkdómar geta skemmt lifur eða nýru og þannig haft áhrif á það hvernig lyf verka. Þessi líffæri vega þungt þegar kemur að því að gera lyf óvirk og losa þau úr líkamanum. Við truflun á þessari starfsemi geta lyf haft meiri verkun eða jafnvel öðruvísi verkun en sést hjá heilbrigðum.

Þó að yngra fólk geti haft undirliggjandi sjúkdóma er stór hluti eldri borgara með einn eða fleiri slíka sjúkdóma og þess vegna er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um þá sjúkdóma sem hrjá þá.

Tilvísun:
  1. ^ Certain Medical Conditions and Risk for Severe COVID-19 Illness. (Sótt 17.02.2021).

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

18.2.2021

Spyrjandi

Helgi Helgason

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvernig eru undirliggjandi sjúkdómar skilgreindir?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2021. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81020.

Magnús Jóhannsson. (2021, 18. febrúar). Hvernig eru undirliggjandi sjúkdómar skilgreindir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81020

Magnús Jóhannsson. „Hvernig eru undirliggjandi sjúkdómar skilgreindir?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2021. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81020>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru undirliggjandi sjúkdómar skilgreindir?
Undirliggjandi sjúkdómar eru sjúkdómar, oftast langvinnir, sem geta haft áhrif á afdrif viðkomandi sjúklings þegar aðrir sjúkdómar eða læknismeðferð koma til sögunnar. Þetta hefur oft borið á góma í umræðunni um kórónuveirufaraldurinn og þá sérstaklega um það hvort einhverjir undirliggjandi sjúkdómar hafi áhrif á alvarleika COVID-19-sjúkdómsins.

Ýmsir undirliggjandi sjúkdómar auka hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19 og þar vega einna þyngst hjarta- og æðasjúkdómar og lungnasjúkdómar en margir fleiri sjúkdómar geta skipt máli.[1] COVID-19 er nýr sjúkdómur og stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar um eðli hans og hvernig hann hagar sér við ýmis konar aðstæður.

Undirliggjandi sjúkdómar eru sjúkdómar, oftast langvinnir, sem geta haft áhrif á afdrif viðkomandi sjúklings þegar aðrir sjúkdómar eða læknismeðferð koma til sögunnar. Stór hluti eldri borgara með einn eða fleiri slíka sjúkdóma og þess vegna er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um þá sjúkdóma sem hrjá þá.

Stundum auka undirliggjandi sjúkdómar hættu á að aðrir sjúkdómar búi um sig. Hér væri hægt að nefna fjölda dæma og má þar nefna að sykursýki eykur hættu á æðaskemmdum víðs vegar í líkamanum sem geta til dæmis leitt til kransæðasjúkdóms eða lélegs blóðflæðis til útlima.

Undirliggjandi sjúkdómar geta skemmt lifur eða nýru og þannig haft áhrif á það hvernig lyf verka. Þessi líffæri vega þungt þegar kemur að því að gera lyf óvirk og losa þau úr líkamanum. Við truflun á þessari starfsemi geta lyf haft meiri verkun eða jafnvel öðruvísi verkun en sést hjá heilbrigðum.

Þó að yngra fólk geti haft undirliggjandi sjúkdóma er stór hluti eldri borgara með einn eða fleiri slíka sjúkdóma og þess vegna er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um þá sjúkdóma sem hrjá þá.

Tilvísun:
  1. ^ Certain Medical Conditions and Risk for Severe COVID-19 Illness. (Sótt 17.02.2021).

Mynd:...