Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu einkenni kransæðasjúkdóms?

Karl Andersen, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Tómas Guðbjartsson

Kransæðasjúkdómur getur verið einkennalaus eða einkennalítill framan af. Einkenni gera vart við sig þegar misræmi verður milli framboðs og eftirspurnar eftir súrefnisríku blóði í vöðvafrumum hjartans. Við stöðugan kransæðasjúkdóm eru þau í fyrstu aðallega tengd áreynslu eða álagi. Einkenni geta þó líka verið almenns eðlis eins og þreyta og úthaldsleysi sem eykst eftir því sem sjúkdómurinn ágerist. Algengasta einkenni blóðþurrðar í hjartavöðva er hjartaöng (e. angina pectoris).[1] Óþægindunum er oft lýst sem þyngsla- eða herpingsverk, oftast vinstra megin í brjóstkassa eða fyrir miðju brjósti sem getur leitt upp í háls og kjálka, út í vinstri handlegg eða báða handleggi og jafnvel aftur í bak.

Dreifing verkja við dæmigerða hjartaöng.

Einkennin geta verið ólík milli einstaklinga en oftast koma þau fram með svipuðum hætti hjá hverjum og einum. Yfirleitt stendur verkurinn í nokkrar mínútur í senn og lagast við hvíld eða töku æðavíkkandi lyfja. Hverfi verkurinn ekki eða komi við minniháttar áreynslu eða jafnvel í hvíld er talað um hvikula hjartaöng (e. unstable angina).

Kransæðasjúkdómur getur verið án einkenna eða einkennin ósértæk, sérstaklega hjá eldri einstaklingum og sjúklingum með sykursýki, en hjá síðarnefndu sjúklingunum er talið að truflun í svonefndu utanskreyjutaugakerfi komi við sögu (2-4).[2][3][4]

Alvarleiki einkenna hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm er aðallega metinn með tvenns konar kvarða. Við mat á hjartaöng er oftast stuðst við CCS-flokkun (Canadian Cardiovascular Society) og er hvikul hjartaöng skilgreind sem einkenni sem koma í hvíld (CSS 4).[5]

Tafla 1. Flokkun CCS á hjartaöng, alvarleika hennar og áhrifum á sjúklinginn.

CCS-flokkun
Stig 1Venjuleg líkamleg áreynsla í daglegu lífi, til dæmis að ganga og fara upp stiga, veldur ekki hjartaöng. Hjartaöng kemur fram við mikla líkamlega áreynslu sem varir í lengri tíma.
Stig 2Einkenni hamla lítillega athöfnum daglegs lífs. Hröð ganga, ganga upp stiga eða ganga upp í móti í brekku veldur einkennum. Einkenni koma einnig fram við eðlilega áreynslu þegar ákveðin skilyrði eru til staðar, svo sem kuldi, mótvindur, við tilfinningalegt álag eða innan nokkurra klukkustunda frá því að einstaklingur vaknaði.
Stig 3Einkenni hamla verulega athöfnum daglegs lífs. Stutt ganga á jafnsléttu eða ganga upp stiga við venjulegar kringumstæður og á eðlilegum hraða veldur miklum einkennum.
Stig 4Einkenni hamla öllum athöfnum daglegs lífs. Hjartaöng getur einnig komið fyrir í hvíld.

Við mat á hjartabilunareinkennum sem geta fylgt kransæðasjúkdómi er yfirleitt notast við NYHA-flokkun (New York Heart Association). Einkennin eru metin á kvarða frá I-IV og sjúklingar með hjartabilunareinkenni í hvíld settir í NYHA-flokk IV.[6]

Tafla 2. NYHA-flokkun á hjartabilunareinkennum.

NYHA-flokkun
Stig 1Engar takmarkanir á athöfnum daglegs lífs. Venjuleg líkamleg áreynsla veldur ekki óeðlilegri þreytu, mæði eða hjartsláttarónotum.
Stig 2Væg takmörkun á líkamlegri áreynslu en ekki óþægindi í hvíld. Venjuleg líkamleg áreynsla veldur þreytu, hjartsláttarónotum, mæði eða hjartaöng.
Stig 3Veruleg takmörkun á líkamlegri áreynslu. Engin óþægindi í hvíld en minnsta áreynsla veldur áðurnefndum einkennum.
Stig 4Einkenni hjartabilunar eru til staðar í hvíld. Öll líkamleg áreynsla veldur stigvaxandi óþægindum og einkennum.

Tilvísanir:
  1. ^ Sandler G. The importance of the history in the medical clinic and the cost of unnecessary tests. American Heart Journal 1980;100:928-31.
  2. ^ Gerritse J, Dekkert JM, Ten Voorde BJ, et al. Impaired autonomic function is associated with increased mortality, especially in subjects with diabetes, hypertension, or a history of cardiovascular disease: the Hoorn Study. Diabetes Care 2001;24:1793-8.
  3. ^ Lee TH, Cook EF, Weisberg M, Sargent RK, Wilson C, Goldman L. Acute chest pain in the emergency room. Identification and examination of low-risk patients. Arch Intern Med 1985;145:65-9.
  4. ^ Wackers FJ, Young LH, Inzucchi SE, et al. Detection of silent myocardial ischemia in asymptomatic diabetic subjects: the DIAD study. Diabetes Care 2004;27:1954-61.
  5. ^ Campeau L. Letter: Grading of angina pectoris. Circulation 1976;54:522-3.
  6. ^ Assication TCCotNYH. Nomenclature and Criteria for Diagnosis of Diseases of the Heart and Great Vessels. 9th ed. Boston ML, Brown & Co; 1994.


Þetta svar er fengið úr Kransæðabókinni í ritstjórn Guðmundar Þorgeirssonar og Tómasar Guðbjartssonar og birt með góðfúslegu leyfi. Teikningin er úr sömu bók, höfundur hennar er Hjördís Bjartmars.

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Ég fatta ekki hvernig angina pectoris virkar og get ekki þýtt úr því á WikiPedia. Getur einhver hjálpað mér að svara?

Höfundar

Karl Andersen

prófessor í hjartalækningum við HÍ

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Útgáfudagur

17.12.2019

Spyrjandi

Kári Hlynsson

Tilvísun

Karl Andersen, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Tómas Guðbjartsson. „Hver eru helstu einkenni kransæðasjúkdóms?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2019, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77366.

Karl Andersen, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Tómas Guðbjartsson. (2019, 17. desember). Hver eru helstu einkenni kransæðasjúkdóms? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77366

Karl Andersen, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Tómas Guðbjartsson. „Hver eru helstu einkenni kransæðasjúkdóms?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2019. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77366>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu einkenni kransæðasjúkdóms?
Kransæðasjúkdómur getur verið einkennalaus eða einkennalítill framan af. Einkenni gera vart við sig þegar misræmi verður milli framboðs og eftirspurnar eftir súrefnisríku blóði í vöðvafrumum hjartans. Við stöðugan kransæðasjúkdóm eru þau í fyrstu aðallega tengd áreynslu eða álagi. Einkenni geta þó líka verið almenns eðlis eins og þreyta og úthaldsleysi sem eykst eftir því sem sjúkdómurinn ágerist. Algengasta einkenni blóðþurrðar í hjartavöðva er hjartaöng (e. angina pectoris).[1] Óþægindunum er oft lýst sem þyngsla- eða herpingsverk, oftast vinstra megin í brjóstkassa eða fyrir miðju brjósti sem getur leitt upp í háls og kjálka, út í vinstri handlegg eða báða handleggi og jafnvel aftur í bak.

Dreifing verkja við dæmigerða hjartaöng.

Einkennin geta verið ólík milli einstaklinga en oftast koma þau fram með svipuðum hætti hjá hverjum og einum. Yfirleitt stendur verkurinn í nokkrar mínútur í senn og lagast við hvíld eða töku æðavíkkandi lyfja. Hverfi verkurinn ekki eða komi við minniháttar áreynslu eða jafnvel í hvíld er talað um hvikula hjartaöng (e. unstable angina).

Kransæðasjúkdómur getur verið án einkenna eða einkennin ósértæk, sérstaklega hjá eldri einstaklingum og sjúklingum með sykursýki, en hjá síðarnefndu sjúklingunum er talið að truflun í svonefndu utanskreyjutaugakerfi komi við sögu (2-4).[2][3][4]

Alvarleiki einkenna hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm er aðallega metinn með tvenns konar kvarða. Við mat á hjartaöng er oftast stuðst við CCS-flokkun (Canadian Cardiovascular Society) og er hvikul hjartaöng skilgreind sem einkenni sem koma í hvíld (CSS 4).[5]

Tafla 1. Flokkun CCS á hjartaöng, alvarleika hennar og áhrifum á sjúklinginn.

CCS-flokkun
Stig 1Venjuleg líkamleg áreynsla í daglegu lífi, til dæmis að ganga og fara upp stiga, veldur ekki hjartaöng. Hjartaöng kemur fram við mikla líkamlega áreynslu sem varir í lengri tíma.
Stig 2Einkenni hamla lítillega athöfnum daglegs lífs. Hröð ganga, ganga upp stiga eða ganga upp í móti í brekku veldur einkennum. Einkenni koma einnig fram við eðlilega áreynslu þegar ákveðin skilyrði eru til staðar, svo sem kuldi, mótvindur, við tilfinningalegt álag eða innan nokkurra klukkustunda frá því að einstaklingur vaknaði.
Stig 3Einkenni hamla verulega athöfnum daglegs lífs. Stutt ganga á jafnsléttu eða ganga upp stiga við venjulegar kringumstæður og á eðlilegum hraða veldur miklum einkennum.
Stig 4Einkenni hamla öllum athöfnum daglegs lífs. Hjartaöng getur einnig komið fyrir í hvíld.

Við mat á hjartabilunareinkennum sem geta fylgt kransæðasjúkdómi er yfirleitt notast við NYHA-flokkun (New York Heart Association). Einkennin eru metin á kvarða frá I-IV og sjúklingar með hjartabilunareinkenni í hvíld settir í NYHA-flokk IV.[6]

Tafla 2. NYHA-flokkun á hjartabilunareinkennum.

NYHA-flokkun
Stig 1Engar takmarkanir á athöfnum daglegs lífs. Venjuleg líkamleg áreynsla veldur ekki óeðlilegri þreytu, mæði eða hjartsláttarónotum.
Stig 2Væg takmörkun á líkamlegri áreynslu en ekki óþægindi í hvíld. Venjuleg líkamleg áreynsla veldur þreytu, hjartsláttarónotum, mæði eða hjartaöng.
Stig 3Veruleg takmörkun á líkamlegri áreynslu. Engin óþægindi í hvíld en minnsta áreynsla veldur áðurnefndum einkennum.
Stig 4Einkenni hjartabilunar eru til staðar í hvíld. Öll líkamleg áreynsla veldur stigvaxandi óþægindum og einkennum.

Tilvísanir:
  1. ^ Sandler G. The importance of the history in the medical clinic and the cost of unnecessary tests. American Heart Journal 1980;100:928-31.
  2. ^ Gerritse J, Dekkert JM, Ten Voorde BJ, et al. Impaired autonomic function is associated with increased mortality, especially in subjects with diabetes, hypertension, or a history of cardiovascular disease: the Hoorn Study. Diabetes Care 2001;24:1793-8.
  3. ^ Lee TH, Cook EF, Weisberg M, Sargent RK, Wilson C, Goldman L. Acute chest pain in the emergency room. Identification and examination of low-risk patients. Arch Intern Med 1985;145:65-9.
  4. ^ Wackers FJ, Young LH, Inzucchi SE, et al. Detection of silent myocardial ischemia in asymptomatic diabetic subjects: the DIAD study. Diabetes Care 2004;27:1954-61.
  5. ^ Campeau L. Letter: Grading of angina pectoris. Circulation 1976;54:522-3.
  6. ^ Assication TCCotNYH. Nomenclature and Criteria for Diagnosis of Diseases of the Heart and Great Vessels. 9th ed. Boston ML, Brown & Co; 1994.


Þetta svar er fengið úr Kransæðabókinni í ritstjórn Guðmundar Þorgeirssonar og Tómasar Guðbjartssonar og birt með góðfúslegu leyfi. Teikningin er úr sömu bók, höfundur hennar er Hjördís Bjartmars.

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Ég fatta ekki hvernig angina pectoris virkar og get ekki þýtt úr því á WikiPedia. Getur einhver hjálpað mér að svara?
...