CCS-flokkun | |
Stig 1 | Venjuleg líkamleg áreynsla í daglegu lífi, til dæmis að ganga og fara upp stiga, veldur ekki hjartaöng. Hjartaöng kemur fram við mikla líkamlega áreynslu sem varir í lengri tíma. |
Stig 2 | Einkenni hamla lítillega athöfnum daglegs lífs. Hröð ganga, ganga upp stiga eða ganga upp í móti í brekku veldur einkennum. Einkenni koma einnig fram við eðlilega áreynslu þegar ákveðin skilyrði eru til staðar, svo sem kuldi, mótvindur, við tilfinningalegt álag eða innan nokkurra klukkustunda frá því að einstaklingur vaknaði. |
Stig 3 | Einkenni hamla verulega athöfnum daglegs lífs. Stutt ganga á jafnsléttu eða ganga upp stiga við venjulegar kringumstæður og á eðlilegum hraða veldur miklum einkennum. |
Stig 4 | Einkenni hamla öllum athöfnum daglegs lífs. Hjartaöng getur einnig komið fyrir í hvíld. |
NYHA-flokkun | |
Stig 1 | Engar takmarkanir á athöfnum daglegs lífs. Venjuleg líkamleg áreynsla veldur ekki óeðlilegri þreytu, mæði eða hjartsláttarónotum. |
Stig 2 | Væg takmörkun á líkamlegri áreynslu en ekki óþægindi í hvíld. Venjuleg líkamleg áreynsla veldur þreytu, hjartsláttarónotum, mæði eða hjartaöng. |
Stig 3 | Veruleg takmörkun á líkamlegri áreynslu. Engin óþægindi í hvíld en minnsta áreynsla veldur áðurnefndum einkennum. |
Stig 4 | Einkenni hjartabilunar eru til staðar í hvíld. Öll líkamleg áreynsla veldur stigvaxandi óþægindum og einkennum. |
- ^ Sandler G. The importance of the history in the medical clinic and the cost of unnecessary tests. American Heart Journal 1980;100:928-31.
- ^ Gerritse J, Dekkert JM, Ten Voorde BJ, et al. Impaired autonomic function is associated with increased mortality, especially in subjects with diabetes, hypertension, or a history of cardiovascular disease: the Hoorn Study. Diabetes Care 2001;24:1793-8.
- ^ Lee TH, Cook EF, Weisberg M, Sargent RK, Wilson C, Goldman L. Acute chest pain in the emergency room. Identification and examination of low-risk patients. Arch Intern Med 1985;145:65-9.
- ^ Wackers FJ, Young LH, Inzucchi SE, et al. Detection of silent myocardial ischemia in asymptomatic diabetic subjects: the DIAD study. Diabetes Care 2004;27:1954-61.
- ^ Campeau L. Letter: Grading of angina pectoris. Circulation 1976;54:522-3.
- ^ Assication TCCotNYH. Nomenclature and Criteria for Diagnosis of Diseases of the Heart and Great Vessels. 9th ed. Boston ML, Brown & Co; 1994.
Þetta svar er fengið úr Kransæðabókinni í ritstjórn Guðmundar Þorgeirssonar og Tómasar Guðbjartssonar og birt með góðfúslegu leyfi. Teikningin er úr sömu bók, höfundur hennar er Hjördís Bjartmars. Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Ég fatta ekki hvernig angina pectoris virkar og get ekki þýtt úr því á WikiPedia. Getur einhver hjálpað mér að svara?