Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru öldrunarsjúkdómar?

Pálmi V. Jónsson

Með hugtakinu öldrunarsjúkdómar er átt við sjúkdóma sem fyrst og fremst gera vart við sig á efstu árum og leiða til andlegrar eða líkamlegrar hrörnunar.

Annað hugtak sem vert er að gefa gaum í þessu sambandi er aldurstengdar breytingar. Þá er átt við að allir vefir líkamans sýna einhvers konar breytingar sem tengjast aldri og verða þær meira áberandi eftir því sem fólk eldist. Þessar breytingar hafa allar í för með sér að hámarksgeta minnkar.

Lækkun á hámarks-hjartsláttartíðni með aldri er gott dæmi um aldurstengdar breytingar. Við vissa áreynslu getur hjartsláttartíðni hjá ungum manni farið í 180 til 200 slög á mínútu án þess að honum verði meint af. Hjá níræðum manni væri hins vegar óæskilegt að meira reyndi á hjartað en svo að hjartsláttur færi mikið yfir 100 slög á mínútu. Þetta kemur meðal annars til af því að svokölluð beta-viðtæki í hjartanu hrörna og svara ekki eins vel áreiti og áður.

Aldurstengdar breytingar eru ekki sjúkdómur þó að þær skerði hámarksgetu líkamans. Sem dæmi má nefna að til eru aldraðir einstaklingar sem eru það frískir að þeir hlaupa maraþon. Heimsmet eldri borgara í maraþoni er hins vegar um það bil helmingi lakara en hjá heimsmeistara óháð aldri, en það heimsmet á að jafnaði einhver á aldrinum 20 til 30 ára. Þegar heimsmetið var um 2 klukkustundir og 10 mínútur, þá var heimsmet eldri borgara rúmar fjórar klukkustundir.

Fauja Singh 98 ára, Ajit Singh 79 ára, Amrik Singh 79 ára og Karnail Singh 80 ára skipuðu boðhlaupssveit í Edinborgar maraþoninu árið 2009.

Jafnvel þó að aldurstengdar breytingar séu ekki sjúkdómur geta þær breytt ásýnd sjúkdóma. Ofvirkur skjaldkirtill veldur til að mynda gjarnan hraðari hjartslætti, en vegna ofangreindra breytinga á viðtökum í hjarta kemur það ekki fram með sama hætti hjá eldra fólki.

Fáeinir sjúkdómar gera ekki eða síður vart við sig á efri árum. Þannig er fátítt að fólk fái mænusigg eftir fimmtugt. Einnig dregur úr mígreniköstum með aldri og þau verða tiltölulega fátíð.

Flestir sjúkdómar verða hins vegar algengari með aldri. Tíðni krabbameina vex með aldri, en reyndar virðist sú aukning heldur minnka aftur eftir 85 ára aldurinn. Hjarta- og æðasjúkdómar vaxa aftur á móti látlaust upp eftir öllum aldri. Ýmsir hrörnunarsjúkdómar koma fyrst og fremst fram á efri árum og vaxa í nýgengi og algengi með aldri. Dæmi um þessa sjúkdóma eru slitgigt, beinþynning og ýmsir heilabilunarsjúkdómar svo sem Alzheimers-sjúkdómur.

Parkinsons-sjúkdómur er einnig slíkur sjúkdómur, en einkenni hans koma fram við það að boðefnið dópamín minnkar í djúpum heilakjörnum. Allir verða fyrir aldurstengdum breytingum af þessu tagi, en fæstir í þeim mæli að um sjúkdóm sé að ræða. Þeir sem fá sjúkdóminn missa þetta boðefni mun meira og hraðar. Það hefur verið reiknað út að ef við yrðum 170 ára er líklegt að allir væru með Parkinsons-einkenni.

Þeir sjúkdómar sem vaxa í algengi með aldri, svo sem slitgigt, beinþynning og æðakölkun, eru þannig að nýgengi þeirra tvöfaldast á hverjum 5 árum eftir sjötugt. Ef algengi sjúkdóms er til dæmis 4% við 70 ára aldur, þá er algengið orðið 32% við 85 ára aldur. Með þetta að leiðarljósi má færa rök fyrir því að ef hægt væri að seinka einkennum öldrunarsjúkdóms mætti draga umtalsvert úr sjúkdómseinkennum í samfélaginu. Væri algengið þannig 2% við 70 ára aldur yrði það aðeins 16% við 85 ára aldur.

Það er dálítið sérkennilegt að ákveðnar breytingar á líkamsstarfseminni, breytingar sem verða hjá öllum, séu lagðar að jöfnu við sjúkdóma. Dæmi um þetta eru þær líkamsbreytingar sem konur ganga í gegnum við tíðahvörf. Engin kona sem lifir fram yfir fimmtugt sleppur við þær. Það að kvenhormón í líkamanum minnkar leiðir af sér hitakóf, beinþynningu, vaxandi æðakölkun og svo mætti lengi telja. Þetta getur síðan leitt af sér aukningu í beinbrotum í hrygg, mjöðm og á úlnliðum. Algengi hjartaáfalla kvenna er svipað og karla um 70 ára aldur, en fram að því eru þau algengari hjá körlum.

Hönnun mannslíkamans hefur verið með þeim hætti að hámarka átti líkurnar á því að fólk gæti átt afkomendur og komið þeim á legg áður en hrörnun hæfist. Þannig hefur líkamsstarfsemin þróast fremur í þá átt að líkaminn héldi sér á yngri árum, en það kann að hafa gerst á kostnað efri áranna eins og sjá má. Það er nú að verða ljósara að eldri karlar virðast einnig ganga í gegnum eins konar Adamshvörf, það er að karlhormón minnkar með aldri. Þetta gerist fyrst og fremst eftir 70 ára aldurinn og koma afleiðingarnar fram fimm til tíu árum síðar. Þær geta verið þrekleysi, þróttleysi í vöðvum, beinþynning og getuleysi.

Það gildir því um bæði kynin að breytingar í hormónabúskap á efri árum hafa neikvæð áhrif. Þess vegna er nú verið að rannsaka gaumgæfilega hvernig best sé að viðhalda þeim líffærum sem verða fyrir barðinu á slíkum hormónaskorti og líklegt er að þekkingunni fleygi hratt fram.

Þar sem ýmsir af þessum aldurstengdu sjúkdómum hafa í för með sér færnitap, auk annarra einkenna, er ljóst að það er mikilvægt markmið að seinka framkomu sjúkdóma með því að ráðast á áhættuþætti. Þetta er ein aðalforsenda þess að enginn ætti að reykja, blóðþrýstingi ætti að halda í skefjum, og mikilvægt sé að blóðfita sé í neðri viðmiðunarmörkum.

Öflugustu forvarnirnar gegn aldurstengdum sjúkdómum reynast vera hæfileg hreyfing og fæðuinntaka sem stuðlar að kjörþyngd. Einnig er mikilvægt að láta fylgjast með helstu áhættuþáttum þeirra sjúkdóma, sem nú þegar er vitað hvernig bregðast má við. Kynhormónameðferð hjá báðum kynjum eða lyf sem byggja á verkunarhætti þeirra, mun að öllum líkindum skila miklu í bættri heilsu á efri árum.

Ef einhverjum kann að þykja þetta litlaust líf, þá er rétt að minna á að sterk félags- og fjölskyldutengsl og hófleg rauðvínsneysla stuðla einnig að bættu lífi og lífsgæðum.

Frekara lesefni:

  • Hörður Þorgilsson og Jakob Smári (ritstj.) Árin eftir sextugt, handbók um efri árin. Reykjavík: Forlagið, 1996.

Mynd:

Höfundur

dósent í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.6.2001

Síðast uppfært

25.10.2021

Spyrjandi

Rósa Dögg Jónsdóttir

Tilvísun

Pálmi V. Jónsson. „Hvað eru öldrunarsjúkdómar?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2001, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1681.

Pálmi V. Jónsson. (2001, 6. júní). Hvað eru öldrunarsjúkdómar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1681

Pálmi V. Jónsson. „Hvað eru öldrunarsjúkdómar?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2001. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1681>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru öldrunarsjúkdómar?
Með hugtakinu öldrunarsjúkdómar er átt við sjúkdóma sem fyrst og fremst gera vart við sig á efstu árum og leiða til andlegrar eða líkamlegrar hrörnunar.

Annað hugtak sem vert er að gefa gaum í þessu sambandi er aldurstengdar breytingar. Þá er átt við að allir vefir líkamans sýna einhvers konar breytingar sem tengjast aldri og verða þær meira áberandi eftir því sem fólk eldist. Þessar breytingar hafa allar í för með sér að hámarksgeta minnkar.

Lækkun á hámarks-hjartsláttartíðni með aldri er gott dæmi um aldurstengdar breytingar. Við vissa áreynslu getur hjartsláttartíðni hjá ungum manni farið í 180 til 200 slög á mínútu án þess að honum verði meint af. Hjá níræðum manni væri hins vegar óæskilegt að meira reyndi á hjartað en svo að hjartsláttur færi mikið yfir 100 slög á mínútu. Þetta kemur meðal annars til af því að svokölluð beta-viðtæki í hjartanu hrörna og svara ekki eins vel áreiti og áður.

Aldurstengdar breytingar eru ekki sjúkdómur þó að þær skerði hámarksgetu líkamans. Sem dæmi má nefna að til eru aldraðir einstaklingar sem eru það frískir að þeir hlaupa maraþon. Heimsmet eldri borgara í maraþoni er hins vegar um það bil helmingi lakara en hjá heimsmeistara óháð aldri, en það heimsmet á að jafnaði einhver á aldrinum 20 til 30 ára. Þegar heimsmetið var um 2 klukkustundir og 10 mínútur, þá var heimsmet eldri borgara rúmar fjórar klukkustundir.

Fauja Singh 98 ára, Ajit Singh 79 ára, Amrik Singh 79 ára og Karnail Singh 80 ára skipuðu boðhlaupssveit í Edinborgar maraþoninu árið 2009.

Jafnvel þó að aldurstengdar breytingar séu ekki sjúkdómur geta þær breytt ásýnd sjúkdóma. Ofvirkur skjaldkirtill veldur til að mynda gjarnan hraðari hjartslætti, en vegna ofangreindra breytinga á viðtökum í hjarta kemur það ekki fram með sama hætti hjá eldra fólki.

Fáeinir sjúkdómar gera ekki eða síður vart við sig á efri árum. Þannig er fátítt að fólk fái mænusigg eftir fimmtugt. Einnig dregur úr mígreniköstum með aldri og þau verða tiltölulega fátíð.

Flestir sjúkdómar verða hins vegar algengari með aldri. Tíðni krabbameina vex með aldri, en reyndar virðist sú aukning heldur minnka aftur eftir 85 ára aldurinn. Hjarta- og æðasjúkdómar vaxa aftur á móti látlaust upp eftir öllum aldri. Ýmsir hrörnunarsjúkdómar koma fyrst og fremst fram á efri árum og vaxa í nýgengi og algengi með aldri. Dæmi um þessa sjúkdóma eru slitgigt, beinþynning og ýmsir heilabilunarsjúkdómar svo sem Alzheimers-sjúkdómur.

Parkinsons-sjúkdómur er einnig slíkur sjúkdómur, en einkenni hans koma fram við það að boðefnið dópamín minnkar í djúpum heilakjörnum. Allir verða fyrir aldurstengdum breytingum af þessu tagi, en fæstir í þeim mæli að um sjúkdóm sé að ræða. Þeir sem fá sjúkdóminn missa þetta boðefni mun meira og hraðar. Það hefur verið reiknað út að ef við yrðum 170 ára er líklegt að allir væru með Parkinsons-einkenni.

Þeir sjúkdómar sem vaxa í algengi með aldri, svo sem slitgigt, beinþynning og æðakölkun, eru þannig að nýgengi þeirra tvöfaldast á hverjum 5 árum eftir sjötugt. Ef algengi sjúkdóms er til dæmis 4% við 70 ára aldur, þá er algengið orðið 32% við 85 ára aldur. Með þetta að leiðarljósi má færa rök fyrir því að ef hægt væri að seinka einkennum öldrunarsjúkdóms mætti draga umtalsvert úr sjúkdómseinkennum í samfélaginu. Væri algengið þannig 2% við 70 ára aldur yrði það aðeins 16% við 85 ára aldur.

Það er dálítið sérkennilegt að ákveðnar breytingar á líkamsstarfseminni, breytingar sem verða hjá öllum, séu lagðar að jöfnu við sjúkdóma. Dæmi um þetta eru þær líkamsbreytingar sem konur ganga í gegnum við tíðahvörf. Engin kona sem lifir fram yfir fimmtugt sleppur við þær. Það að kvenhormón í líkamanum minnkar leiðir af sér hitakóf, beinþynningu, vaxandi æðakölkun og svo mætti lengi telja. Þetta getur síðan leitt af sér aukningu í beinbrotum í hrygg, mjöðm og á úlnliðum. Algengi hjartaáfalla kvenna er svipað og karla um 70 ára aldur, en fram að því eru þau algengari hjá körlum.

Hönnun mannslíkamans hefur verið með þeim hætti að hámarka átti líkurnar á því að fólk gæti átt afkomendur og komið þeim á legg áður en hrörnun hæfist. Þannig hefur líkamsstarfsemin þróast fremur í þá átt að líkaminn héldi sér á yngri árum, en það kann að hafa gerst á kostnað efri áranna eins og sjá má. Það er nú að verða ljósara að eldri karlar virðast einnig ganga í gegnum eins konar Adamshvörf, það er að karlhormón minnkar með aldri. Þetta gerist fyrst og fremst eftir 70 ára aldurinn og koma afleiðingarnar fram fimm til tíu árum síðar. Þær geta verið þrekleysi, þróttleysi í vöðvum, beinþynning og getuleysi.

Það gildir því um bæði kynin að breytingar í hormónabúskap á efri árum hafa neikvæð áhrif. Þess vegna er nú verið að rannsaka gaumgæfilega hvernig best sé að viðhalda þeim líffærum sem verða fyrir barðinu á slíkum hormónaskorti og líklegt er að þekkingunni fleygi hratt fram.

Þar sem ýmsir af þessum aldurstengdu sjúkdómum hafa í för með sér færnitap, auk annarra einkenna, er ljóst að það er mikilvægt markmið að seinka framkomu sjúkdóma með því að ráðast á áhættuþætti. Þetta er ein aðalforsenda þess að enginn ætti að reykja, blóðþrýstingi ætti að halda í skefjum, og mikilvægt sé að blóðfita sé í neðri viðmiðunarmörkum.

Öflugustu forvarnirnar gegn aldurstengdum sjúkdómum reynast vera hæfileg hreyfing og fæðuinntaka sem stuðlar að kjörþyngd. Einnig er mikilvægt að láta fylgjast með helstu áhættuþáttum þeirra sjúkdóma, sem nú þegar er vitað hvernig bregðast má við. Kynhormónameðferð hjá báðum kynjum eða lyf sem byggja á verkunarhætti þeirra, mun að öllum líkindum skila miklu í bættri heilsu á efri árum.

Ef einhverjum kann að þykja þetta litlaust líf, þá er rétt að minna á að sterk félags- og fjölskyldutengsl og hófleg rauðvínsneysla stuðla einnig að bættu lífi og lífsgæðum.

Frekara lesefni:

  • Hörður Þorgilsson og Jakob Smári (ritstj.) Árin eftir sextugt, handbók um efri árin. Reykjavík: Forlagið, 1996.

Mynd:...