Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er heila- og mænusigg og er til lækning við því?

Magnús Jóhannsson

Erfitt er að finna lækningu við sjúkdómi ef við skiljum ekki eðli hans. Til að góð lækning finnist þarf að rannsaka niður í kjölinn eðli og orsakir viðkomandi sjúkdóms og þá fyrst er hugsanlega hægt að ráðast gegn frumorsök hans. Einn þeirra sjúkdóma sem gengið hefur ákaflega illa að skilja er heila- og mænusigg sem oftast gengur undir erlendu skammstöfuninni MS (multiple sclerosis). Lengi var talið líklegast að um væri að ræða veirusýkingu, og sumir telja enn að svo geti verið. Ein af ástæðum þessa er sú að skemmdirnar sem verða í miðtaugakerfinu líkjast því sem sést við sjúkdóma í dýrum sem vitað er að stafa af veirum og má þar til dæmis nefna visnu í sauðfé. Á grundvelli rannsókna undanfarinna ára þykir flest benda til þess að um sé að ræða truflun á starfsemi ónæmiskerfisins sem byggir á arfgengi og umhverfisþáttum.

Á undanförnum árum hefur verið unnið ötullega að rannsóknum á MS. Fundist hafa breytingar á ónæmiskerfi MS-sjúklinga, sem gefa ákveðnar vísbendingar um hugsanlegar orsakir sjúkdómsins. Þar koma við sögu ýmis efni og frumur sem taka þátt í starfsemi ónæmiskerfisins, meðal annars svo kallaðar T-frumur. Á grundvelli þessarar nýju þekkingar er nú verið að rannsaka ótal efni og hugsanleg áhrif þeirra á gang sjúkdómsins. Fyrir um það bil 10 árum var frekar lítið hægt að hjálpa þessum sjúklingum og lítið var að gerast á þessu sviði. Síðan þá hafa rannsóknir blómstrað og komið hafa á markað í heiminum tvö lyf, beta-interferón og kópólýmer I. Menn vona að þessi lyf geti haft áhrif á gang sjúkdómsins þó svo að ekki séu fyrir því góðar sannanir enn þá.

Staðan hefur verið metin þannig að sjúklingar eru oftast á besta aldri (20-40 ára), með erfiðan sjúkdóm sem engin árangursrík meðferð er til við, en þessi nýju lyf vekja veika von og má þá segja að við höfum ekki miklu að tapa. Ef þessi lyf gera gagn virðist það helst vera hjá þeim sem hafa ekki gengið með sjúkdóminn lengi og fá síendurtekin veikindaköst þar sem ástandið versnar með hverju kasti. Það er ekki síður áhugavert að á grundvelli þeirra nýju hugmynda um eðli sjúkdómsins sem nefndar voru hér á undan er verið að gera rannsóknir á meira en 20 mismunandi efnum og hugsanlegu lækningagildi þeirra við MS. Því má telja nokkuð öruggt að á næstu árum komi á markað ný lyf, sem vonandi geta hjálpað fórnarlömbum þessa sjúkdóms.

MS-sjúkdómurinn er mun algengari í köldum löndum en heitum, hann hefur verið til frá ómunatíð og tíðnin virðist standa í stað. Í Norður-Evrópu fær um 1 af hverjum 2000 þennan sjúkdóm en 1 af 10000 í hitabeltinu og svo virðist sem þessi munur ráðist af umhverfisþáttum. Flestir fá sjúkdóminn á aldrinum 20 til 40 ára og hann er heldur algengari meðal kvenna en karla. Fyrstu einkennin geta meðal annars verið dofi í útlim eða andliti, minnkaður styrkur í hendi eða fæti, sjóntruflanir, óvenjuleg þreyta, svimi eða truflun á starfsemi þvagblöðru. Hjá flestum kemur sjúkdómurinn í köstum, í byrjun jafnar sjúklingurinn sig að mestu milli kasta en síðan verður hægt og hægt um varanlega fötlun að ræða. Sjaldgæfara er að sjúkdómurinn versni jafnt og þétt án kasta. Hjá stórum hluta sjúklinganna verður aldrei um verulega fötlun að ræða og sjúkdómurinn hefur þá ekki áhrif á ævilengd.

Gangur sjúkdómsins er ákaflega einstaklingsbundinn, hlé á milli kasta getur verið allt að 25 ár, en til eru dæmi um að sjúkdómurinn hafi dregið sjúklinginn til dauða á minna en einu ári. Þeir sem deyja úr MS eru venjulega orðnir verulega lamaðir, stundum í öndunarvél og hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum og hægðum, en þegar svo er ástatt er mikil hætta á lífshættulegum sýkingum. Þessi breytilegi gangur sjúkdómsins milli einstaklinga gerir rannsóknir á áhrifum lækninga erfiðar, þær krefjast stórra sjúklingahópa og langs tíma til að niðurstöðurnar verði marktækar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Sjá einnig eftirfarandi greinar á Doktor.is

Spurning Brynju Hjörleifsdóttur var þessi:
Getur manneskja lifað með MS og fengið lítil eða engin einkenni sjúkdómsins? Hrakar MS-sjúklingum kannski stöðugt, bara með mismunandi hraða?

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

5.9.2000

Spyrjandi

Ritstjórn, Brynja Hjörleifsdóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er heila- og mænusigg og er til lækning við því?“ Vísindavefurinn, 5. september 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=876.

Magnús Jóhannsson. (2000, 5. september). Hvað er heila- og mænusigg og er til lækning við því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=876

Magnús Jóhannsson. „Hvað er heila- og mænusigg og er til lækning við því?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=876>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er heila- og mænusigg og er til lækning við því?
Erfitt er að finna lækningu við sjúkdómi ef við skiljum ekki eðli hans. Til að góð lækning finnist þarf að rannsaka niður í kjölinn eðli og orsakir viðkomandi sjúkdóms og þá fyrst er hugsanlega hægt að ráðast gegn frumorsök hans. Einn þeirra sjúkdóma sem gengið hefur ákaflega illa að skilja er heila- og mænusigg sem oftast gengur undir erlendu skammstöfuninni MS (multiple sclerosis). Lengi var talið líklegast að um væri að ræða veirusýkingu, og sumir telja enn að svo geti verið. Ein af ástæðum þessa er sú að skemmdirnar sem verða í miðtaugakerfinu líkjast því sem sést við sjúkdóma í dýrum sem vitað er að stafa af veirum og má þar til dæmis nefna visnu í sauðfé. Á grundvelli rannsókna undanfarinna ára þykir flest benda til þess að um sé að ræða truflun á starfsemi ónæmiskerfisins sem byggir á arfgengi og umhverfisþáttum.

Á undanförnum árum hefur verið unnið ötullega að rannsóknum á MS. Fundist hafa breytingar á ónæmiskerfi MS-sjúklinga, sem gefa ákveðnar vísbendingar um hugsanlegar orsakir sjúkdómsins. Þar koma við sögu ýmis efni og frumur sem taka þátt í starfsemi ónæmiskerfisins, meðal annars svo kallaðar T-frumur. Á grundvelli þessarar nýju þekkingar er nú verið að rannsaka ótal efni og hugsanleg áhrif þeirra á gang sjúkdómsins. Fyrir um það bil 10 árum var frekar lítið hægt að hjálpa þessum sjúklingum og lítið var að gerast á þessu sviði. Síðan þá hafa rannsóknir blómstrað og komið hafa á markað í heiminum tvö lyf, beta-interferón og kópólýmer I. Menn vona að þessi lyf geti haft áhrif á gang sjúkdómsins þó svo að ekki séu fyrir því góðar sannanir enn þá.

Staðan hefur verið metin þannig að sjúklingar eru oftast á besta aldri (20-40 ára), með erfiðan sjúkdóm sem engin árangursrík meðferð er til við, en þessi nýju lyf vekja veika von og má þá segja að við höfum ekki miklu að tapa. Ef þessi lyf gera gagn virðist það helst vera hjá þeim sem hafa ekki gengið með sjúkdóminn lengi og fá síendurtekin veikindaköst þar sem ástandið versnar með hverju kasti. Það er ekki síður áhugavert að á grundvelli þeirra nýju hugmynda um eðli sjúkdómsins sem nefndar voru hér á undan er verið að gera rannsóknir á meira en 20 mismunandi efnum og hugsanlegu lækningagildi þeirra við MS. Því má telja nokkuð öruggt að á næstu árum komi á markað ný lyf, sem vonandi geta hjálpað fórnarlömbum þessa sjúkdóms.

MS-sjúkdómurinn er mun algengari í köldum löndum en heitum, hann hefur verið til frá ómunatíð og tíðnin virðist standa í stað. Í Norður-Evrópu fær um 1 af hverjum 2000 þennan sjúkdóm en 1 af 10000 í hitabeltinu og svo virðist sem þessi munur ráðist af umhverfisþáttum. Flestir fá sjúkdóminn á aldrinum 20 til 40 ára og hann er heldur algengari meðal kvenna en karla. Fyrstu einkennin geta meðal annars verið dofi í útlim eða andliti, minnkaður styrkur í hendi eða fæti, sjóntruflanir, óvenjuleg þreyta, svimi eða truflun á starfsemi þvagblöðru. Hjá flestum kemur sjúkdómurinn í köstum, í byrjun jafnar sjúklingurinn sig að mestu milli kasta en síðan verður hægt og hægt um varanlega fötlun að ræða. Sjaldgæfara er að sjúkdómurinn versni jafnt og þétt án kasta. Hjá stórum hluta sjúklinganna verður aldrei um verulega fötlun að ræða og sjúkdómurinn hefur þá ekki áhrif á ævilengd.

Gangur sjúkdómsins er ákaflega einstaklingsbundinn, hlé á milli kasta getur verið allt að 25 ár, en til eru dæmi um að sjúkdómurinn hafi dregið sjúklinginn til dauða á minna en einu ári. Þeir sem deyja úr MS eru venjulega orðnir verulega lamaðir, stundum í öndunarvél og hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum og hægðum, en þegar svo er ástatt er mikil hætta á lífshættulegum sýkingum. Þessi breytilegi gangur sjúkdómsins milli einstaklinga gerir rannsóknir á áhrifum lækninga erfiðar, þær krefjast stórra sjúklingahópa og langs tíma til að niðurstöðurnar verði marktækar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Sjá einnig eftirfarandi greinar á Doktor.is

Spurning Brynju Hjörleifsdóttur var þessi:
Getur manneskja lifað með MS og fengið lítil eða engin einkenni sjúkdómsins? Hrakar MS-sjúklingum kannski stöðugt, bara með mismunandi hraða?
...