Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerið þið sagt mér um sjúkdóminn ADEM?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Heiti sjúkdómsins Acute Disseminated Encephalomyelitis mætti þýða sem bráða, dreifða heila- og mænubólgu, en hann verður kallaður ADEM hér. Sjúkdómurinn einkennist af bólgu í heila og mænu og er hann ástæðan fyrir allt að þriðjungi greindra tilfella af heilabólgu (e. encephalitis).

Sjúkdómseinkennin sem fylgja ADEM og lýst er nánar hér á eftir, stafa af skemmdum á mýlislíðri í heila og mænu. Mýli er fituefni sem myndar slíður utan um taugaþræði og virkar sem einangrunarefni og flýtir ferð taugaboða. Heilahvítan, en það er heilavefur sem er hvítur vegna mýlisins, er sá vefur líkamans sem verður fyrir mestum áhrifum þegar fólk sýkist af ADEM. Við smásjárskoðun sést að hvítfrumur blóðsins hafa gert innrás úr blóðinu í heilavef, en þar sem þessar frumur safnast fyrir eyðileggst mýlið.

Erfitt hefur reynst að skilja sjúkdóminn til fulls, en talið er að um sé að ræða viðbrögð ónæmiskerfisins sem beinast gegn eigin heila. Það sem styður þá tilgátu er meðal annars fjölgun hvítfrumna sem áður var nefnd og sú staðreynd að ekki hefur tekist að einangra sýkil úr vefjasýni sjúklinga.

ADEM getur komið í kjölfar veiru- eða bakteríusýkingar, verið aukaverkun bólusetningar eða komið fram án neinna þekktra orsaka. Meðgöngutími sjúkdómsins er oftast frá nokkrum dögum upp í tvær til þrjár vikur en einkennin koma fram mjög snögglega. Sjúkdómurinn var fyrst greindur fyrir um 250 árum af enskum lækni að nafni Clifton, sem tók eftir því að hann kom stundum fram í sjúklingum með bólusótt.

Þótt orsakir sjúkdómsins geti verið mismunandi eru klínísk einkenni svipuð. Oftast hefst hann með ósérhæfðum einkennum eins og sótthita, höfuðverk, stífum hálsi, uppköstum og lystarleysi. Fljótlega bætist við skert meðvitund þar sem sjúklingur getur orðið ráðvilltur, sljór eða með óráði og jafnvel fallið í dá. Á þessu fyrsta stigi sjúkdómsins leiðir taugalæknisfræðileg skoðun oftast í ljós ýmis einkenni á taugakerfi, til að mynda tvíhliða sjóntaugabólgu, óregluhreyfingu útlima, klunnalegt göngulag, lömun útlims eða helftarlömun (lömun annars helmings líkamans) og flog.

Það er breytilegt hversu lengi þessi einkenna vara og hversu alvarlegur sjúkdómurinn reynist. Í sumum tilfellum vara einkennin í nokkrar vikur og sjúklingar ná sér aftur að fullu eða því sem næst á meðan aðrir bíða varanlegan skaða af sjúkdómnum. Sum tilfelli ADEM eru banvæn þar sem einkennin þróast mjög hratt og draga sjúklinginn til dauða á nokkrum dögum.

Almennt gildir að batahorfur eru betri eftir því sem sjúkdómurinn greinist fyrr og hægt er að hefja meðferð fyrr. Meðferðin felur oftast í sér beitingu stera en önnur meðferðarúrræði fara eftir einkennum og styðja sterameðferðina.

Sjúkdómurinn kemur oftar fram í börnum en fullorðnum. Hafi hann horfið er mjög sjaldgæft að hann taki sig upp aftur en langtímarannsóknir á ADEM sjúklingum hafa nýlega leitt í ljós að fáeinir þeirra fá heila- og mænusigg (MS) seinna meir.

Stöðugt eru í gangi rannsóknir til að skilja betur ADEM og aðra mýliseyðandi sjúkdóma, til dæmis MS, svo finna megi leiðir til að koma í veg fyrir þá og lækna.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

19.5.2005

Spyrjandi

Árni Ingólfsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerið þið sagt mér um sjúkdóminn ADEM?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2005, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5010.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 19. maí). Hvað gerið þið sagt mér um sjúkdóminn ADEM? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5010

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerið þið sagt mér um sjúkdóminn ADEM?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2005. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5010>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerið þið sagt mér um sjúkdóminn ADEM?
Heiti sjúkdómsins Acute Disseminated Encephalomyelitis mætti þýða sem bráða, dreifða heila- og mænubólgu, en hann verður kallaður ADEM hér. Sjúkdómurinn einkennist af bólgu í heila og mænu og er hann ástæðan fyrir allt að þriðjungi greindra tilfella af heilabólgu (e. encephalitis).

Sjúkdómseinkennin sem fylgja ADEM og lýst er nánar hér á eftir, stafa af skemmdum á mýlislíðri í heila og mænu. Mýli er fituefni sem myndar slíður utan um taugaþræði og virkar sem einangrunarefni og flýtir ferð taugaboða. Heilahvítan, en það er heilavefur sem er hvítur vegna mýlisins, er sá vefur líkamans sem verður fyrir mestum áhrifum þegar fólk sýkist af ADEM. Við smásjárskoðun sést að hvítfrumur blóðsins hafa gert innrás úr blóðinu í heilavef, en þar sem þessar frumur safnast fyrir eyðileggst mýlið.

Erfitt hefur reynst að skilja sjúkdóminn til fulls, en talið er að um sé að ræða viðbrögð ónæmiskerfisins sem beinast gegn eigin heila. Það sem styður þá tilgátu er meðal annars fjölgun hvítfrumna sem áður var nefnd og sú staðreynd að ekki hefur tekist að einangra sýkil úr vefjasýni sjúklinga.

ADEM getur komið í kjölfar veiru- eða bakteríusýkingar, verið aukaverkun bólusetningar eða komið fram án neinna þekktra orsaka. Meðgöngutími sjúkdómsins er oftast frá nokkrum dögum upp í tvær til þrjár vikur en einkennin koma fram mjög snögglega. Sjúkdómurinn var fyrst greindur fyrir um 250 árum af enskum lækni að nafni Clifton, sem tók eftir því að hann kom stundum fram í sjúklingum með bólusótt.

Þótt orsakir sjúkdómsins geti verið mismunandi eru klínísk einkenni svipuð. Oftast hefst hann með ósérhæfðum einkennum eins og sótthita, höfuðverk, stífum hálsi, uppköstum og lystarleysi. Fljótlega bætist við skert meðvitund þar sem sjúklingur getur orðið ráðvilltur, sljór eða með óráði og jafnvel fallið í dá. Á þessu fyrsta stigi sjúkdómsins leiðir taugalæknisfræðileg skoðun oftast í ljós ýmis einkenni á taugakerfi, til að mynda tvíhliða sjóntaugabólgu, óregluhreyfingu útlima, klunnalegt göngulag, lömun útlims eða helftarlömun (lömun annars helmings líkamans) og flog.

Það er breytilegt hversu lengi þessi einkenna vara og hversu alvarlegur sjúkdómurinn reynist. Í sumum tilfellum vara einkennin í nokkrar vikur og sjúklingar ná sér aftur að fullu eða því sem næst á meðan aðrir bíða varanlegan skaða af sjúkdómnum. Sum tilfelli ADEM eru banvæn þar sem einkennin þróast mjög hratt og draga sjúklinginn til dauða á nokkrum dögum.

Almennt gildir að batahorfur eru betri eftir því sem sjúkdómurinn greinist fyrr og hægt er að hefja meðferð fyrr. Meðferðin felur oftast í sér beitingu stera en önnur meðferðarúrræði fara eftir einkennum og styðja sterameðferðina.

Sjúkdómurinn kemur oftar fram í börnum en fullorðnum. Hafi hann horfið er mjög sjaldgæft að hann taki sig upp aftur en langtímarannsóknir á ADEM sjúklingum hafa nýlega leitt í ljós að fáeinir þeirra fá heila- og mænusigg (MS) seinna meir.

Stöðugt eru í gangi rannsóknir til að skilja betur ADEM og aðra mýliseyðandi sjúkdóma, til dæmis MS, svo finna megi leiðir til að koma í veg fyrir þá og lækna.

Heimildir:...